Katrín aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 17:58 Björk Guðmundsdóttir segir að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi bakkað út. Katrín hafnar því í skriflegu svari við fyrirspurn á Alþingi. Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf Björk Guðmundsdóttur, söngkonu, aldrei fyrirheit um að gefa út formlega yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum, þvert á fullyrðingar Bjarkar. Þá var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg sem Björk sagði að hefði verið með í ráðum. Björk sakaði Katrínu um að hafa svikið samkomulag sem hún hafi gert við þær Thunberg um að Katrín lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum árið 2019 í viðtali við breska blaðið The Guardian í ágúst. Sakaði söngkonan Katrínu um að hafa ekkert gert fyrir umhverfið. Í svari við skriflegri fyrirspurn á Alþingi staðfestir forsætisráðherra að hún hefði fengið smáskilaboð í síma sinn frá Björk í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York 23. september árið 2019. Þær hafi ræðst við í síma í framhaldi af því. Björk hafi síðan sent Katrínu frekari smáskilaboð dagana fyrir ráðstefnuna en ráðherrann hafi aðeins svarað einu sinni. Í samskiptunum hafi komið fram að Björk teldi mikilvægt að forsætisráðherra lýsti í ræðu á ráðstefnunni yfir neyðarástandi í loftslagsmálum af hálfu Íslands og Norðurlanda. Katrín hafi sagst ætla að ræða málið við samráðherra sína en hún hafi ekki gefið nein fyrirheit um formlega yfirlýsingu. „Í öllum tilfellum voru þessi samskipti við Björk Guðmundsdóttur og var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg,“ segir í svarinu við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Vildu frekar láta verkin tala Katrín sagði í ræðunni á ráðstefnunni að enginn velktist í vafa um það lengur að heimurinn stæði frammi fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að lýsa slíku ástandi ekki yfir. „Eftir umræðu á vettvangi ríkisstjórnar um loftslagsmál var það niðurstaðan, eftir pólitískt samráð, að betur færi á því að láta verkin tala og leggja áherslu á að ná árangri með raunhæfum og nauðsynlegum aðgerðum í loftslagsmálum en að nálgast viðfangsefnið með yfirlýsingu af þessu tagi sem væri táknræn í eðli sínu og hefði ekki sjálfkrafa áhrif á aðgerðir gegn loftslagsvánni,“ segir í svari Katrínar. Málið hafið verið rætt í óformlegum samtölum norrænna forsætisráðherra en loftslagsmál hafi verið aðalefni fundar þeirra á Íslandi í ágúst 2019. Töluverð umræða hafi verið allt það ár um gagnsemi slíkra yfirlýsinga alls staðar á Norðurlöndunum. Hvatti þær ekki til að hætta við blaðamannafund Jóhann Páll spurði Katrínu einnig hvort að hún hefði hvatt Björk og Thunberg til þess að hætta við að halda blaðamannafund þar sem krafist yrði yfirlýsingar um neyðarástand og vísaði hann til ummæla sem Björk lét falla í viðtali á Rás 1. Katrín staðfestir í svari sínu að fram hafi komið í samskiptum þeirrar Bjarkar og til stæði að skora opinberlega á forsætisráðherra Norðurlanda að lýsa yfir neyðarástandi. „Forsætisráðherra hvatti ekki til þess að hætt yrði við slíkt en upplýsti um að þessi mál hefðu verið og væru til umræðu við ríkisstjórnarborðið,“ segir í svarinu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Björk Loftslagsmál Alþingi Tengdar fréttir Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Björk sakaði Katrínu um að hafa svikið samkomulag sem hún hafi gert við þær Thunberg um að Katrín lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum árið 2019 í viðtali við breska blaðið The Guardian í ágúst. Sakaði söngkonan Katrínu um að hafa ekkert gert fyrir umhverfið. Í svari við skriflegri fyrirspurn á Alþingi staðfestir forsætisráðherra að hún hefði fengið smáskilaboð í síma sinn frá Björk í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York 23. september árið 2019. Þær hafi ræðst við í síma í framhaldi af því. Björk hafi síðan sent Katrínu frekari smáskilaboð dagana fyrir ráðstefnuna en ráðherrann hafi aðeins svarað einu sinni. Í samskiptunum hafi komið fram að Björk teldi mikilvægt að forsætisráðherra lýsti í ræðu á ráðstefnunni yfir neyðarástandi í loftslagsmálum af hálfu Íslands og Norðurlanda. Katrín hafi sagst ætla að ræða málið við samráðherra sína en hún hafi ekki gefið nein fyrirheit um formlega yfirlýsingu. „Í öllum tilfellum voru þessi samskipti við Björk Guðmundsdóttur og var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg,“ segir í svarinu við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Vildu frekar láta verkin tala Katrín sagði í ræðunni á ráðstefnunni að enginn velktist í vafa um það lengur að heimurinn stæði frammi fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að lýsa slíku ástandi ekki yfir. „Eftir umræðu á vettvangi ríkisstjórnar um loftslagsmál var það niðurstaðan, eftir pólitískt samráð, að betur færi á því að láta verkin tala og leggja áherslu á að ná árangri með raunhæfum og nauðsynlegum aðgerðum í loftslagsmálum en að nálgast viðfangsefnið með yfirlýsingu af þessu tagi sem væri táknræn í eðli sínu og hefði ekki sjálfkrafa áhrif á aðgerðir gegn loftslagsvánni,“ segir í svari Katrínar. Málið hafið verið rætt í óformlegum samtölum norrænna forsætisráðherra en loftslagsmál hafi verið aðalefni fundar þeirra á Íslandi í ágúst 2019. Töluverð umræða hafi verið allt það ár um gagnsemi slíkra yfirlýsinga alls staðar á Norðurlöndunum. Hvatti þær ekki til að hætta við blaðamannafund Jóhann Páll spurði Katrínu einnig hvort að hún hefði hvatt Björk og Thunberg til þess að hætta við að halda blaðamannafund þar sem krafist yrði yfirlýsingar um neyðarástand og vísaði hann til ummæla sem Björk lét falla í viðtali á Rás 1. Katrín staðfestir í svari sínu að fram hafi komið í samskiptum þeirrar Bjarkar og til stæði að skora opinberlega á forsætisráðherra Norðurlanda að lýsa yfir neyðarástandi. „Forsætisráðherra hvatti ekki til þess að hætt yrði við slíkt en upplýsti um að þessi mál hefðu verið og væru til umræðu við ríkisstjórnarborðið,“ segir í svarinu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Björk Loftslagsmál Alþingi Tengdar fréttir Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26
Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58