Enski boltinn

Pep bar vitni í réttar­höldum Men­dy: „Hann er góður drengur“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benjamin Mendy hefur ekki spilað fyrir Manchester City síðan á síðasta ári. 
Benjamin Mendy hefur ekki spilað fyrir Manchester City síðan á síðasta ári.  EPA-EFE/Shaun Botterill

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, var kallaður inn sem vitni í máli Benjamin Mendy, leikmanns félagsins. Hinn 28 ára gamli Mendy er sakaður um að hafa nauðgað sjö konum sem og tilraun til nauðgunar.

Réttarhöldin hafa staðið yfir í nærri þrjá mánuði. Mendy var handtekinn á síðasta ári og hefur ekki spilað fyrir Man City síðan í ágúst 2021. Samkvæmt The Athletic þá vissi starfslið Man City ekki að Guardiola væri að fara gefa vitnisburð og neitaði félagið að svara fyrirspurn Athletic varðandi málið.

Guardiola er fyrsta vitni réttarhaldanna sem starfar fyrir Man City. Hann sagði að Mendy vera „ góðan dreng“ og einhvern sem „væri mjög örlátur.“ Guardiola mætti þó ekki í réttarsal heldur fór vitnisburður hans fram í gegnum fjarskiptabúnað. 

Aðspurður af hverju hann væri að bera vitni þá sagði Guardiola ástæðuna einfaldlega vera að Mendy hefði beðið hann um það. Guardiola sagðist ekki vita hvað Mendy gerði utan vallar þar sem hann „væri ekki faðir leikmannsins.“ 

Pep tók fram að ómögulegt væri að vita hvað leikmenn liðsins gerðu þegar þeir væru ekki á æfingasvæðinu. Það væri hægt inn á æfingasvæðinu en þess utan væri það ómögulegt. Vitnisburður Guardiola entist í um það bil tíu mínútur. Málið heldur áfram.


Tengdar fréttir

Eitt fórnarlamba Mendy og Mattuire var einnig viðhald Grealish

Kynferðisafbrotamál Benjamin Mendy og Louis Saha Mattuire heldur áfram fyrir framan dómstóla í Manchester. Eitt af fórnarlömbum Mendy og Mattuire telur sig hafa stundað kynlíf með Jack Grealish áður en hún sofnaði og vaknaði kviknakinn.

Mendy sýknaður af einni nauðgunarákæru

Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy hefur verið sýknaður af einni nauðgunarákæru. Hann er þó enn ákærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunnar og kynferðislegt áreiti gegn sex ungum konum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×