Segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2022 22:40 Friðþór Eydal er höfundur bóka um hernaðarumsvif á stríðsárunum á Íslandi. Arnar Halldórsson Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta. Fjallað var um Rauðhóla í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt en örlög gervigíganna hafa löngum verið tekin sem dæmi um eitt fyrsta stóra umhverfisslysið á Íslandi. Það hefur verið viðtekin skoðun að breski herinn hafi eyðilagt Rauðhólana þegar hann fór að leggja Reykjavíkurflugvöll. Þessi saga er ekki allskostar rétt, miðað við athugun Friðþórs Eydals, sem ritað hefur bækur um umsvif hersins á stríðsárunum. Hermenn við malarnám í Rauðhólum. Herinn tók 95 þúsund rúmmetra úr hólunum. „Það var þegar hafin efnistaka hérna áður en herinn byrjaði á sínum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll,“ segir Friðþór. Borgin hafi áður verið byrjuð að nýta efni úr hólunum í gatnagerð. „En efnið í Reykjavíkurflugvöll kom úr Öskjuhlíðinni, þar sem sprengt var út grjót, og úr sandgryfjunum í Fífuhvammi í Kópavogi. Og svo fylliefni héðan úr Rauðhólunum.“ Reykjavíkurflugvöllur á árum síðari heimsstyrjaldar. Friðþór segir að herinn hafi skráð það sem kom úr Rauðhólum. „Herinn tók 95 þúsund rúmmetra. Þeir skráðu það niður allt saman. Það er ekki meira en svo að ef við stöfluðum því upp í svona fimm metra hæð þá væri það ekki nema hundrað sinnum tvöhundruð metrar á kant.“ Loftmynd bandaríska hersins frá árinu 1946. Rauðhólar sjást neðarlega til vinstri, Rauðavatn efst í vinstra horninu.U.S. Air Force Þetta segir hann sjást vel á loftmynd sem bandaríski herinn tók skömmu eftir stríð, árið 1946. „Þar sér eiginlega bara ekki högg á vatni.“ -Þannig að megnið af Rauðhólunum er tekið eftir stríð? „Já.“ Svona lítur eystri hluti Rauðhólanna út í dag.Arnar Halldórsson -Þannig að þetta er bara bæjarbúum sjálfum og borginni um að kenna hvernig Rauðhólarnir fóru? „Já, já, væntanlega kannski að stærstum hluta. Því að hér var óheft efnistaka meira og minna fram á sjöunda áratug,“ segir Friðþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Seinni heimsstyrjöldin Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Bretland Tengdar fréttir Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Fjallað var um Rauðhóla í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt en örlög gervigíganna hafa löngum verið tekin sem dæmi um eitt fyrsta stóra umhverfisslysið á Íslandi. Það hefur verið viðtekin skoðun að breski herinn hafi eyðilagt Rauðhólana þegar hann fór að leggja Reykjavíkurflugvöll. Þessi saga er ekki allskostar rétt, miðað við athugun Friðþórs Eydals, sem ritað hefur bækur um umsvif hersins á stríðsárunum. Hermenn við malarnám í Rauðhólum. Herinn tók 95 þúsund rúmmetra úr hólunum. „Það var þegar hafin efnistaka hérna áður en herinn byrjaði á sínum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll,“ segir Friðþór. Borgin hafi áður verið byrjuð að nýta efni úr hólunum í gatnagerð. „En efnið í Reykjavíkurflugvöll kom úr Öskjuhlíðinni, þar sem sprengt var út grjót, og úr sandgryfjunum í Fífuhvammi í Kópavogi. Og svo fylliefni héðan úr Rauðhólunum.“ Reykjavíkurflugvöllur á árum síðari heimsstyrjaldar. Friðþór segir að herinn hafi skráð það sem kom úr Rauðhólum. „Herinn tók 95 þúsund rúmmetra. Þeir skráðu það niður allt saman. Það er ekki meira en svo að ef við stöfluðum því upp í svona fimm metra hæð þá væri það ekki nema hundrað sinnum tvöhundruð metrar á kant.“ Loftmynd bandaríska hersins frá árinu 1946. Rauðhólar sjást neðarlega til vinstri, Rauðavatn efst í vinstra horninu.U.S. Air Force Þetta segir hann sjást vel á loftmynd sem bandaríski herinn tók skömmu eftir stríð, árið 1946. „Þar sér eiginlega bara ekki högg á vatni.“ -Þannig að megnið af Rauðhólunum er tekið eftir stríð? „Já.“ Svona lítur eystri hluti Rauðhólanna út í dag.Arnar Halldórsson -Þannig að þetta er bara bæjarbúum sjálfum og borginni um að kenna hvernig Rauðhólarnir fóru? „Já, já, væntanlega kannski að stærstum hluta. Því að hér var óheft efnistaka meira og minna fram á sjöunda áratug,“ segir Friðþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Seinni heimsstyrjöldin Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Bretland Tengdar fréttir Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54