UFC-stjarna lést 38 ára að aldri Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 07:31 Anthony Johnson var afar vinsæll bardagakappi. Getty/Steve Marcus Fyrrverandi UFC-bardagakappinn Anthony „Rumble“ Johnson lést á sunnudaginn, 38 ára að aldri, eftir glímu við líkamleg veikindi. Johnson sneri aftur úr fjögurra ára hléi síðasta sumar þegar hann keppti gegn Jose Augusto Azevedo á Bellator 258 bardagakavöldinu, og vann alls 23 af 29 MMA-bardögum sínum á ferlinum. Andlát hans kom aðdáendum og keppinautum í opna skjöldu þar sem að þeim var ekki kunnugt um alvarleika veikinda hans, en samkvæmt frétt Yahoo Sports var Johnson með non-Hodgkin‘s eitilfrumukrabbamein og sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm. Johnson var á sínum tíma talinn einn skemmtilegasti og mest spennandi bardagamaður UFC-heimsins. Hann keppti í nokkrum þyngdarflokkum en náði lengst í léttþungavigt og keppti þar tvo titilbardaga við Daniel Cormier, á árunum 2014-2017, en tapaði þeim báðum. „Hvíldu í friði bróðir minn,“ skrifaði Cormier á Twitter eftir að fréttir af andláti Johnson bárust. „Miðað við mann sem gat skotið svo mörgum skelk í bringu þá var Anthony Johnson umhyggjusamur maður. Allt frá handahófskenndum skilaboðum til þess að tékka á manni eftir tap. Þvílíkur maður sem hann var. Rumble verður saknað. Stundum er lífið ekki sanngjarnt. Skelfilegar fréttir,“ skrifaði Cormier. Johnson, sem var þekktur fyrir kröftug rothögg, vann meðal annars menn á borð við Alexander Gustafsson, Jimi Manuwa og Glover Teixeira. Sá síðastnefndi skrifaði: „Ég er svo hryggur yfir þessum fréttum. Einn mest ógnvekjandi og harði andstæðingur sem ég hef mætt en líka einn viðkunnanlegasti og auðmýksti maður sem ég hef kynnst. Hjarta mitt er í molum. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hvíldu í friði.“ MMA Andlát Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Johnson sneri aftur úr fjögurra ára hléi síðasta sumar þegar hann keppti gegn Jose Augusto Azevedo á Bellator 258 bardagakavöldinu, og vann alls 23 af 29 MMA-bardögum sínum á ferlinum. Andlát hans kom aðdáendum og keppinautum í opna skjöldu þar sem að þeim var ekki kunnugt um alvarleika veikinda hans, en samkvæmt frétt Yahoo Sports var Johnson með non-Hodgkin‘s eitilfrumukrabbamein og sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm. Johnson var á sínum tíma talinn einn skemmtilegasti og mest spennandi bardagamaður UFC-heimsins. Hann keppti í nokkrum þyngdarflokkum en náði lengst í léttþungavigt og keppti þar tvo titilbardaga við Daniel Cormier, á árunum 2014-2017, en tapaði þeim báðum. „Hvíldu í friði bróðir minn,“ skrifaði Cormier á Twitter eftir að fréttir af andláti Johnson bárust. „Miðað við mann sem gat skotið svo mörgum skelk í bringu þá var Anthony Johnson umhyggjusamur maður. Allt frá handahófskenndum skilaboðum til þess að tékka á manni eftir tap. Þvílíkur maður sem hann var. Rumble verður saknað. Stundum er lífið ekki sanngjarnt. Skelfilegar fréttir,“ skrifaði Cormier. Johnson, sem var þekktur fyrir kröftug rothögg, vann meðal annars menn á borð við Alexander Gustafsson, Jimi Manuwa og Glover Teixeira. Sá síðastnefndi skrifaði: „Ég er svo hryggur yfir þessum fréttum. Einn mest ógnvekjandi og harði andstæðingur sem ég hef mætt en líka einn viðkunnanlegasti og auðmýksti maður sem ég hef kynnst. Hjarta mitt er í molum. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hvíldu í friði.“
MMA Andlát Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira