Bræður spila fyrir sitt hvora þjóðina á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 14:31 Bræðurnir Inaki Williams og Nico Williams fagna saman marki með Athletic Bilbao liðinu. Getty/Fran Santiago Williams bræðurnir eru samherjar hjá Athletic Bilbao en þeir spila ekki fyrir sama landslið á heimsmeistaramótinu í Katar. Bæði Inaki og Nico Williams komust í HM-hópa þjóðanna sinna en þetta kom í ljós þegar þau voru tilkynnt á dögunum. Hinn 28 ára gamli Inaki Williams er í hópnum hjá Gana en hinn tvítugi Nico Williams er í landsliðshópi Spánar. Hér fyrir neðan sjást þeir saman með HM-bikarinn og í búningum þjóða sinna. Por los viejos. Qatar, allá vamos. pic.twitter.com/Uu32tNbh1w— IÑAKI WILLIAMS (@Williaaams45) November 14, 2022 Báðir eru þeir fæddir í Bilbao í Baskalöndum á Spáni en foreldrar þeirra eru flóttamenn frá Gana. Þau komust til Spánar með því að fara yfir Sahara eyðimörkin á fótum og með því að hoppa yfir landamæragirðinguna í Metilla. Inaki hefur spilað með Athletic Bilbao frá árinu 2014 og hefur ekki misst úr leik undanfarin sextán ár. Inaki spilaði einn landsleik fyrir Spán árið 2016 en tók þá ákvörðun í ár að spila fyrir Gana. Nico er átta árum yngri en hefur spilað með Athletic Bilbao frá 2021. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri í spænska landsliðinu á þessu ári og var valinn í HM-hópinn. Spánn er í E-riðli með Þýskalandi. Japan og Kosta Ríka. Gana er í H-riðli með Portúgal, Suður Kóreu og Úrúgvæ. Vinni Spánn og Gana sinn riðil og svo sinn leik í sextán liða úrslitum þá myndu liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar en það myndi einnig gerast ef bæði liðin yrðu í öðru sæti sinna riðla. Iñaki Williams Nico WilliamsBrothers set to battle for different countries at the 2022 World Cup #3Sports #Qatar2022onMG pic.twitter.com/5QIVDFSP1f— #3Sports (@3SportsGh) November 14, 2022 Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Bæði Inaki og Nico Williams komust í HM-hópa þjóðanna sinna en þetta kom í ljós þegar þau voru tilkynnt á dögunum. Hinn 28 ára gamli Inaki Williams er í hópnum hjá Gana en hinn tvítugi Nico Williams er í landsliðshópi Spánar. Hér fyrir neðan sjást þeir saman með HM-bikarinn og í búningum þjóða sinna. Por los viejos. Qatar, allá vamos. pic.twitter.com/Uu32tNbh1w— IÑAKI WILLIAMS (@Williaaams45) November 14, 2022 Báðir eru þeir fæddir í Bilbao í Baskalöndum á Spáni en foreldrar þeirra eru flóttamenn frá Gana. Þau komust til Spánar með því að fara yfir Sahara eyðimörkin á fótum og með því að hoppa yfir landamæragirðinguna í Metilla. Inaki hefur spilað með Athletic Bilbao frá árinu 2014 og hefur ekki misst úr leik undanfarin sextán ár. Inaki spilaði einn landsleik fyrir Spán árið 2016 en tók þá ákvörðun í ár að spila fyrir Gana. Nico er átta árum yngri en hefur spilað með Athletic Bilbao frá 2021. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri í spænska landsliðinu á þessu ári og var valinn í HM-hópinn. Spánn er í E-riðli með Þýskalandi. Japan og Kosta Ríka. Gana er í H-riðli með Portúgal, Suður Kóreu og Úrúgvæ. Vinni Spánn og Gana sinn riðil og svo sinn leik í sextán liða úrslitum þá myndu liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar en það myndi einnig gerast ef bæði liðin yrðu í öðru sæti sinna riðla. Iñaki Williams Nico WilliamsBrothers set to battle for different countries at the 2022 World Cup #3Sports #Qatar2022onMG pic.twitter.com/5QIVDFSP1f— #3Sports (@3SportsGh) November 14, 2022
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira