Annað heimilið sem þau þurfa að yfirgefa á þessu ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 21:01 Hjónin Viktoría og Anton Garbar þurfa að yfirgefa Ísland í fyrramálið. Þau eru rússnesk og komu hingað til lands í byrjun árs en þau hafa mótmælt yfirvöldum í Rússlandi og stríðsrekstri þeirra í Úkraínu harðlega. Vísir/Arnar Rússnesk hjón sem hafa mótmælt stríðinu í Úkraínu fá ekki pólitískt hæli á Íslandi og verða flutt til Ítalíu á morgun. Í nokkur ár hafa hjónin komið reglulega til Íslands með ferðamenn og hafa þegar fengið atvinnutilboð. Kærunefnd Útlendingamála taldi það ekki næga ástæðu til að veita þeim hæli. Hjónin Anton og Viktoria Garbar ráku ferðaskrifstofu í heimalandi sínu Rússlandi í nokkur ár og ferðuðust meðal annars með hópa fólks til Íslands. Eftir að stríðið braust út í Úkraínu flúðu hjónin til Íslands. „Við neyddumst til að yfirgefa Rússland vegna mótmæla okkar gegn hernaði og ríkisstjórninni, gegn stjórn Pútíns og gegn öllu því sem landið okkar gerir í Úkraínu,“ segir Anton. Hjónin hafa verið á Íslandi í sjö mánuði og vegna vinnu sinnar hér undanfarin ár og standandi atvinnutilboða töldu þau sig hafa næg tengsl til landsins til að uppfylla skilyrði Útlendingastofnunar um sérstök tengsl. „Við töldum okkur hafa tengsl við Ísland eins og kveðið er á um í lögum um sérstök tengsl. Við héldum að við hefðum þau. Við eigum marga vini sem skrifuðu meðmælabréf um okkur til Útlendingastofnunar,“ segir Anton. Vinkona þeirra hefur útvegað hjónunum tímabundið húsnæði á Ítalíu en þau segjast hrædd. „Í byrjun þessa árs, í febrúar, neyddumst við til að yfirgefa eitt heimili. Eftir þessa sjö mánuði var Ísland orðið okkar annað heimili og nú neyðumst við til að yfirgefa annað heimili okkar,“ segir Anton. „Það er hræðilegt, það er mjög ógnvekjandi. Ég veit ekki hvað við gerum þar.“ Viktoria tekur undir með eiginmanni sínum. „Við kunnum ekki ítölsku. Af hverju var ég að læra íslensku? En þetta reddast.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Tengdar fréttir Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00 Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Hjónin Anton og Viktoria Garbar ráku ferðaskrifstofu í heimalandi sínu Rússlandi í nokkur ár og ferðuðust meðal annars með hópa fólks til Íslands. Eftir að stríðið braust út í Úkraínu flúðu hjónin til Íslands. „Við neyddumst til að yfirgefa Rússland vegna mótmæla okkar gegn hernaði og ríkisstjórninni, gegn stjórn Pútíns og gegn öllu því sem landið okkar gerir í Úkraínu,“ segir Anton. Hjónin hafa verið á Íslandi í sjö mánuði og vegna vinnu sinnar hér undanfarin ár og standandi atvinnutilboða töldu þau sig hafa næg tengsl til landsins til að uppfylla skilyrði Útlendingastofnunar um sérstök tengsl. „Við töldum okkur hafa tengsl við Ísland eins og kveðið er á um í lögum um sérstök tengsl. Við héldum að við hefðum þau. Við eigum marga vini sem skrifuðu meðmælabréf um okkur til Útlendingastofnunar,“ segir Anton. Vinkona þeirra hefur útvegað hjónunum tímabundið húsnæði á Ítalíu en þau segjast hrædd. „Í byrjun þessa árs, í febrúar, neyddumst við til að yfirgefa eitt heimili. Eftir þessa sjö mánuði var Ísland orðið okkar annað heimili og nú neyðumst við til að yfirgefa annað heimili okkar,“ segir Anton. „Það er hræðilegt, það er mjög ógnvekjandi. Ég veit ekki hvað við gerum þar.“ Viktoria tekur undir með eiginmanni sínum. „Við kunnum ekki ítölsku. Af hverju var ég að læra íslensku? En þetta reddast.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Tengdar fréttir Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00 Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00
Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41