„Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 12:00 Ragnar Hermannsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, ræðir við sínar stelpur í leikhléi. Vísir/Diego Seinni bylgjan tók sérstaklega fyrir þjálfara Haukakvenna í síðasta þætti sínum en það leit út fyrir að reynsluboltinn Ragnar Hermannsson hefði verið allt of seinn að bregðast við þegar Haukar misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik. Haukakonur hafa verið inn í flestum leikjum í Olís deild kvenna í vetur og oft tapað naumlega en að þessu sinni létu þær Stjörnuvagninn keyra yfir sig eftir hálfleik. Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks, komst fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, og vann síðan fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins, 10-2. Ragnar tók ekki leikhlé fyrr en þegar tíu mínútur voru eftir og Haukaliðið tíu mörkum undir, 30-20. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar vildi frá að vita hvort þjálfarinn Einar Jónsson hefði ekki alltaf tekið leikhléið miklu fyrr. „Ég myndi halda það að það hefði kannski verið rétt. Voru þetta ekki nánast tíu mörk í röð. Þær eru bara í basli og þeim vantaði einhverja hjálp,“ sagði Einar Jónsson. Verður að stöðva blæðinguna „Það eru tíu mínútur eftir af leiknum, þær tíu mörkum undir, og þá tekur hann allt í einu leikhlé,“ skaut Svava Kristín inn í. „Þetta er engin spurning. Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum. Þetta hefði átt að koma miklu miklu fyrr. Þú verður að stöðva blæðinguna. Þetta er orðið allt of stórt forskot og þú ert ekki að fara að saxa á þetta forskot á móti Stjörnunni eða ekki neinu liði,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Það er bara galið að vera ekki búinn að taka leikhlé og ég er ekki þjálfari Einar,“ bætti Sigurlaug við. Þetta er svo ungt lið „Þetta er svo ungt lið og með mjög ungan leikstjórnanda [ Elín Klara Þorkelsdóttir]. Hún getur ekki verið að rúlla þessu og svo ertu með Natösjö [Hammer] þarna og hún er líka mjög ung. Hún spilaði mjög vel í þessum leik. Þú verður að reyna að hjálpa leikmönnunum eitthvað,“ sagði Einar. Svava benti á að Stjörnukonum tókst að loka vel á Elínu Klöru. „Ragnar gefur það út í byrjun tímabilsins að hann sé með breytingar og þegar þú ert með breytingar þá tekur það alltaf tíma. Þegar það kemur svona katastrófa þá þarftu einhvern veginn að stoppa þetta. Hann þarf að stoppa og sjá hvort ekki sé hægt að búa til einhverjar aðrar breytingar til þess að stoppa þessa blæðingu. Það er aðalmálið því þær eiga ekki séns eftir þetta,“ sagði Sigurlaug. Það má horfa á allt spjallið um Hauka og þjálfarann þeirra hér fyrir neðan en þar svarar Ragnar því af hverju hann tók ekki leikhlé. Klippa: Seinni bylgjan: Þegar ungu Haukastelpurnar áttu að bjarga sér sjálfar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Haukakonur hafa verið inn í flestum leikjum í Olís deild kvenna í vetur og oft tapað naumlega en að þessu sinni létu þær Stjörnuvagninn keyra yfir sig eftir hálfleik. Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks, komst fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, og vann síðan fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins, 10-2. Ragnar tók ekki leikhlé fyrr en þegar tíu mínútur voru eftir og Haukaliðið tíu mörkum undir, 30-20. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar vildi frá að vita hvort þjálfarinn Einar Jónsson hefði ekki alltaf tekið leikhléið miklu fyrr. „Ég myndi halda það að það hefði kannski verið rétt. Voru þetta ekki nánast tíu mörk í röð. Þær eru bara í basli og þeim vantaði einhverja hjálp,“ sagði Einar Jónsson. Verður að stöðva blæðinguna „Það eru tíu mínútur eftir af leiknum, þær tíu mörkum undir, og þá tekur hann allt í einu leikhlé,“ skaut Svava Kristín inn í. „Þetta er engin spurning. Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum. Þetta hefði átt að koma miklu miklu fyrr. Þú verður að stöðva blæðinguna. Þetta er orðið allt of stórt forskot og þú ert ekki að fara að saxa á þetta forskot á móti Stjörnunni eða ekki neinu liði,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Það er bara galið að vera ekki búinn að taka leikhlé og ég er ekki þjálfari Einar,“ bætti Sigurlaug við. Þetta er svo ungt lið „Þetta er svo ungt lið og með mjög ungan leikstjórnanda [ Elín Klara Þorkelsdóttir]. Hún getur ekki verið að rúlla þessu og svo ertu með Natösjö [Hammer] þarna og hún er líka mjög ung. Hún spilaði mjög vel í þessum leik. Þú verður að reyna að hjálpa leikmönnunum eitthvað,“ sagði Einar. Svava benti á að Stjörnukonum tókst að loka vel á Elínu Klöru. „Ragnar gefur það út í byrjun tímabilsins að hann sé með breytingar og þegar þú ert með breytingar þá tekur það alltaf tíma. Þegar það kemur svona katastrófa þá þarftu einhvern veginn að stoppa þetta. Hann þarf að stoppa og sjá hvort ekki sé hægt að búa til einhverjar aðrar breytingar til þess að stoppa þessa blæðingu. Það er aðalmálið því þær eiga ekki séns eftir þetta,“ sagði Sigurlaug. Það má horfa á allt spjallið um Hauka og þjálfarann þeirra hér fyrir neðan en þar svarar Ragnar því af hverju hann tók ekki leikhlé. Klippa: Seinni bylgjan: Þegar ungu Haukastelpurnar áttu að bjarga sér sjálfar
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira