„Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 14:00 Ásdís Þóra Ágústsdóttir er að komast aftur á flug með Selfossliðinu eftir erfið meiðsli. S2 Sport Ásdís Þóra Ágústsdóttir er að spila með Selfossliðinu í Olís deild kvenna í handbolta í vetur en hún kom þangað á láni frá Val. Ásdís Þóra var komin út í atvinnumennsku til Svíþjóðar en sleit krossband og varð að taka skref til baka á sínum ferli. Það er ekki mikill spilatími boði hjá geysisterku Valsliði og Ásdís Þóra fær því tækifæri til að spila sig aftur í gang með Selfossliðinu. Seinni bylgjan hrósar henni fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en eins og flestir vita þá er faðir hennar, Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Valsliðsins. Er að reyna að finna sig aftur Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Ásdísi Þóru eftir síðasta leik Selfossliðsins og sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu svo þessa ákvörðun hjá þessum unga og öfluga leikstjórnanda. „Ég vil gera betur og er enn þá að reyna að komast í mitt gamla form. Bara reyna að finna mig aftur. Ég finn klárlega að það er á góðri leið,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir meðal annars í viðtalinu. Ásdís Þóra var með 5 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum í Eyjum. „Ég held að þetta sé hundrað prósent rétt sem hún gerði. Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni. Pabbi hennar er að þjálfa í Val og þetta hefur örugglega verið rætt vel,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Er ekki bara fínt að vera laus við hann,“ skaut Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, léttur inn í. Stór ákvörðun „Systir hennar er líka í Valsliðinu og þetta er alveg stór ákvörðun. Þetta var frábær leikur hjá henni. Hún er með mikla handboltahæfileika en lenti í erfiðum meiðslum. Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá henni að fara og spila á Selfossi. Ég vil sjá hana klára tímabilið á Selfossi,“ sagði Sigurlaug. „Ég er alveg þar því ég held að það séu fullt af tækifærum fyrir hana þarna. Sóknarleikurinn hjá Selfossi er mjög góður á köflum og stór partur er henni að þakka. Hún er svo frábær miðjumaður og nær að stjórna spilinu vel, dreifa spilinu og hjálpa hinum líka,“ sagði Sigurlaug. Gæðin í sendingunum „Þú sérð líka bara gæðin í sendingunum hjá henni. Hún er að láta boltann detta inn á línu, senda no-look og bomba honum niður í hornin,“ sagði Einar sem er sammála Sigurlaugu um að Ásdís eigi að klára tímabilið með Selfossliðinu. Það má sjá allt spjallið um Ásdísi Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ásdís Þóra og ákvörðunin að fara á Selfoss Olís-deild kvenna Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Ásdís Þóra var komin út í atvinnumennsku til Svíþjóðar en sleit krossband og varð að taka skref til baka á sínum ferli. Það er ekki mikill spilatími boði hjá geysisterku Valsliði og Ásdís Þóra fær því tækifæri til að spila sig aftur í gang með Selfossliðinu. Seinni bylgjan hrósar henni fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en eins og flestir vita þá er faðir hennar, Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Valsliðsins. Er að reyna að finna sig aftur Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Ásdísi Þóru eftir síðasta leik Selfossliðsins og sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu svo þessa ákvörðun hjá þessum unga og öfluga leikstjórnanda. „Ég vil gera betur og er enn þá að reyna að komast í mitt gamla form. Bara reyna að finna mig aftur. Ég finn klárlega að það er á góðri leið,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir meðal annars í viðtalinu. Ásdís Þóra var með 5 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum í Eyjum. „Ég held að þetta sé hundrað prósent rétt sem hún gerði. Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni. Pabbi hennar er að þjálfa í Val og þetta hefur örugglega verið rætt vel,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Er ekki bara fínt að vera laus við hann,“ skaut Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, léttur inn í. Stór ákvörðun „Systir hennar er líka í Valsliðinu og þetta er alveg stór ákvörðun. Þetta var frábær leikur hjá henni. Hún er með mikla handboltahæfileika en lenti í erfiðum meiðslum. Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá henni að fara og spila á Selfossi. Ég vil sjá hana klára tímabilið á Selfossi,“ sagði Sigurlaug. „Ég er alveg þar því ég held að það séu fullt af tækifærum fyrir hana þarna. Sóknarleikurinn hjá Selfossi er mjög góður á köflum og stór partur er henni að þakka. Hún er svo frábær miðjumaður og nær að stjórna spilinu vel, dreifa spilinu og hjálpa hinum líka,“ sagði Sigurlaug. Gæðin í sendingunum „Þú sérð líka bara gæðin í sendingunum hjá henni. Hún er að láta boltann detta inn á línu, senda no-look og bomba honum niður í hornin,“ sagði Einar sem er sammála Sigurlaugu um að Ásdís eigi að klára tímabilið með Selfossliðinu. Það má sjá allt spjallið um Ásdísi Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ásdís Þóra og ákvörðunin að fara á Selfoss
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira