Strax eru farin að sjást ummerki um að þessir fjölmiðlar hafi snúið baki við Trump.
Repúblikanar komu ekki vel út úr þingkosningunum vestanhafs fyrr í mánuðinum. Demókrötum tókst að bæta við sig sæti í öldungadeildinni og útlit er fyrir að Repúblikanar nái eingöngu naumum meirihluta í fulltrúadeildinni.
Frambjóðendum sem Trump studdi virðist hafa gengið sérstaklega illa í kosningunum og eftir það hafa sést augljós merki þess að fjölmiðlaveldi Murdochs hafi snúið baki við forsetanum fyrrverandi.
Sjá einnig: Trump lýsir yfir framboði
Í frétt Guardian er vísað til þess að í fjölmiðlum eins og Fox News, Wall Street Journal og New York Post hafi Trump verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars hafi hann verið kallaður tapari og kennt um að draga Repúblikanaflokkinn í gegnum hver vandræðin á fætur öðrum.
Þá er haft eftir háttsettum starfsmanni fjölmiðlasamsteypu Murdochs að fjölmiðlakóngurinn hafi rætt við Trump og tilkynnt honum beint að hann stæði ekki lengur við bakið á honum.
Meðal annars má benda til nýlegrar forsíðu New York Post þar sem gert var grín að Trump. Á forsíðu dagblaðsins í dag segir svo smáum stöfum neðst að „Flórída-maður“ hafi verið með tilkynningu og að lesa mætti nánar um það á blaðsíðu 26.
Today's cover: Here s how Donald Trump sabotaged the Republican midterms https://t.co/YUtDosSGfp pic.twitter.com/vpI94nKuBh
— New York Post (@nypost) November 10, 2022
Þá vakti athygli í gær að í umfjöllun Fox News um líklega frambjóðendur Repúblikanaflokksins var Trump ekki meðal þeirra þrettán sem nefndir voru.
interesting -- Harris Faulker on her Fox News show showed a graphic of 13 potential Republican presidential candidates and Trump wasn't among them pic.twitter.com/wdhF4OSSZY
— Aaron Rupar (@atrupar) November 15, 2022
Margir áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins hafa einnig verið harðorðir í garð Trumps og gefið í skyn að nú sé nóg komið. Hann geti ekki leitt flokkinn áfram.
Lachlan Murdoch, sonur Ruperts, er sagður hafa rætt við Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og sagt honum að Murdochveldið styddi hann í komandi baráttu um tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna 2024.
Það er að segja, ef DeSantis ákveður að bjóða sig fram. Hann þykir mjög líklegur til þess en hefur ekkert gefið upp enn.
Politicio segir að DeSantis hafi ekki tekið ákvörðun enn. Hins vegar bendi allt til að hann muni bjóða sig fram. Miðillin hefur eftir mönnum sem tengjast honum að DeSantis ætli að einbeita sér að því að vera ríkisstjóri og að yfirlýsing Trumps hafi í raun lítil áhrif á hann.
Sjá einnig: Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn
Einn ráðgjafi DeSantis sagði miðlinum að ríkisstjórinn muni verja næstu mánuðum í fylgjast með Trump „slá sjálfan sig í rot“.