Styttum biðlista á Akureyri Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 19:00 Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði. Það blasir hins vegar við að fjölgað hefur á biðlistum fatlaðra einstaklinga eftir húsnæði, nú má gera ráð fyrir að í árslok verði um 20 einstaklingar að bíða. Áætlanir hafa ekki gengið eftir varðandi þær byggingar sem eru á teikniborðinu og því er ljóst að róðurinn mun enn þyngjast árin 2023-2026. Nýr þjónustukjarni mun ekki rísa fyrr en árið 2026 miðað við núverandi áætlanir meirihlutans. Þetta er mjög slæm staða og ef vel ætti að vera þyrfti nú þegar að setja í forgang áætlun um annan þjónustukjarna. Hins vegar virðist meirihlutinn ætla að leggja meiri áherslu á uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélags, en tengist vissulega lýðheilsu og lífsgæðum margra íbúa. Lögbundin skylda sveitarfélagsins hvað varðar grunn mannréttindi og lífsgæði þessa hóps, er í mínum huga afskaplega rík og því vantar mikið uppá að meirihlutinn sýni það í sínum áætlunum fyrir komandi ár. Eins ber að nefna uppbyggingu varðandi félagslegar íbúðir, þar eru einnig biðlistar þar sem um 160 manns bíða eftir húsnæði. Í áætlunum fyrir allt kjörtímabilið er gert ráð fyrir að kaupa 10 félagslegar leiguíbúðir. Við verðum að gera betur í þessum málaflokkum, nú þegar blasir við að viðkvæmir hópar munu eiga mjög erfitt fjárhagslega og hafa enn minni möguleika á að komast á almennan leigumarkað eða kaupa sér húsnæði. Meirihlutinn er því alls ekki að gera það til þarf í þessum málaflokkum og til að forgangsraða í þágu almennings þá eru það m.a. þessir hópar sem þurfa að fá einna mest vægi. Ef ekki verður breyting á mun sveitarfélagið standa frammi fyrir mjög slæmri stöðu undir lok kjörtímabilsins. Við í Samfylkingunni munum því standa vaktina hvað þessi mál varðar og gera okkar allra besta til að veita meirihlutanum það aðhald sem hann sannarlega virðist þurfa. Það er vonandi að í endanlegri fjárhagsáætlun verði komið betur til móts við fyrrgreinda hópa. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar-jafnaðarflokks Íslands á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði. Það blasir hins vegar við að fjölgað hefur á biðlistum fatlaðra einstaklinga eftir húsnæði, nú má gera ráð fyrir að í árslok verði um 20 einstaklingar að bíða. Áætlanir hafa ekki gengið eftir varðandi þær byggingar sem eru á teikniborðinu og því er ljóst að róðurinn mun enn þyngjast árin 2023-2026. Nýr þjónustukjarni mun ekki rísa fyrr en árið 2026 miðað við núverandi áætlanir meirihlutans. Þetta er mjög slæm staða og ef vel ætti að vera þyrfti nú þegar að setja í forgang áætlun um annan þjónustukjarna. Hins vegar virðist meirihlutinn ætla að leggja meiri áherslu á uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélags, en tengist vissulega lýðheilsu og lífsgæðum margra íbúa. Lögbundin skylda sveitarfélagsins hvað varðar grunn mannréttindi og lífsgæði þessa hóps, er í mínum huga afskaplega rík og því vantar mikið uppá að meirihlutinn sýni það í sínum áætlunum fyrir komandi ár. Eins ber að nefna uppbyggingu varðandi félagslegar íbúðir, þar eru einnig biðlistar þar sem um 160 manns bíða eftir húsnæði. Í áætlunum fyrir allt kjörtímabilið er gert ráð fyrir að kaupa 10 félagslegar leiguíbúðir. Við verðum að gera betur í þessum málaflokkum, nú þegar blasir við að viðkvæmir hópar munu eiga mjög erfitt fjárhagslega og hafa enn minni möguleika á að komast á almennan leigumarkað eða kaupa sér húsnæði. Meirihlutinn er því alls ekki að gera það til þarf í þessum málaflokkum og til að forgangsraða í þágu almennings þá eru það m.a. þessir hópar sem þurfa að fá einna mest vægi. Ef ekki verður breyting á mun sveitarfélagið standa frammi fyrir mjög slæmri stöðu undir lok kjörtímabilsins. Við í Samfylkingunni munum því standa vaktina hvað þessi mál varðar og gera okkar allra besta til að veita meirihlutanum það aðhald sem hann sannarlega virðist þurfa. Það er vonandi að í endanlegri fjárhagsáætlun verði komið betur til móts við fyrrgreinda hópa. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar-jafnaðarflokks Íslands á Akureyri.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun