RÚV á ekki að sýna frá HM í Katar Ólafur Hauksson skrifar 18. nóvember 2022 09:01 Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims. Einu réttu siðferðislegu viðbrögð okkar Íslendinga – og heimsins alls – er að sýna ekkert í sjónvarpi frá HM. Það er RÚV ekki sæmandi að segja fréttir af dauða 6.500 verkamanna við að byggja fótboltastúkurnar og hefja svo daginn eftir beinar útsendingar frá þeim sömu mannvirkjum. Með slíkri útsendingu er verið að ganga erinda böðlanna. Sjónvarpi allra landsmanna er ekki stætt á því að vera þátttakandi í falskri glansmyndasýningu frá Katar. Það er engin afsökun fyrir meðvirkni í mannréttindabrotum að HM sé svo vinsæl og margir ætli að horfa. Allur óþverraskapurinn þrífst vegna sjónvarpsútsendinganna og af engri annarri ástæðu. Það minnsta sem áhugafólk um fótbolta getur gert til að sýna andúð á framferði Katara er að neita sér um að horfa á HM. Hvetja RÚV til að hætta við útsendingarnar. Um leið eru það skýr skilaboð til FIFA, alþjóðasamtaka knattspyrnusambanda, vegna þeirrar spillingar sem leiddi til þess að Katar var valið til að halda HM. Höfundur starfar við almannatengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Ólafur Hauksson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims. Einu réttu siðferðislegu viðbrögð okkar Íslendinga – og heimsins alls – er að sýna ekkert í sjónvarpi frá HM. Það er RÚV ekki sæmandi að segja fréttir af dauða 6.500 verkamanna við að byggja fótboltastúkurnar og hefja svo daginn eftir beinar útsendingar frá þeim sömu mannvirkjum. Með slíkri útsendingu er verið að ganga erinda böðlanna. Sjónvarpi allra landsmanna er ekki stætt á því að vera þátttakandi í falskri glansmyndasýningu frá Katar. Það er engin afsökun fyrir meðvirkni í mannréttindabrotum að HM sé svo vinsæl og margir ætli að horfa. Allur óþverraskapurinn þrífst vegna sjónvarpsútsendinganna og af engri annarri ástæðu. Það minnsta sem áhugafólk um fótbolta getur gert til að sýna andúð á framferði Katara er að neita sér um að horfa á HM. Hvetja RÚV til að hætta við útsendingarnar. Um leið eru það skýr skilaboð til FIFA, alþjóðasamtaka knattspyrnusambanda, vegna þeirrar spillingar sem leiddi til þess að Katar var valið til að halda HM. Höfundur starfar við almannatengsl.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar