Helst var Kári kominn til að leggja mat á nýja rannsókn á sáðfrumum karla og þýðingu hennar fyrir horfur mannkynsins, en vikið var að stöðu íslenskunnar, sem margir hafa áhyggjur af nú um mundir.

Kári blæs á áhyggjurnar af tungumálinu: „Mér þykir vænt um hana, en ég hef engar áhyggjur af henni.“ Svo einfalt var það og Kári sagðist telja að það yrði í lagi með tungumálið þegar fram í sækir.
Meira um málið í þættinum hér að ofan, þar sem farið var um víðan völl; manntöl til forna, enska í hlaðvörpum, yfirgengilegar skammstafanir unga fólksins og auðvitað sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka.