Bókabíllinn: úti að aka Brynhildur Bolladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:01 Síðustu vikur hef ég rétt eins og í skáldsögum blikkað augunum margoft og klórað mér í höfðinu til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma. Bókabíllinn er að hætta þjónustu sinni við borgarbúa eftir rúm 50 ár á götunni. Á fimmtudögum sjáum ég og dóttir mín bláu rútuna keyra inn Laugalækinn á leið okkar heim úr leikskólanum og hún æpir upp yfir sig af gleði „Bókabíllinn!“ og við förum og veljum okkur bækur í ævintýraheiminum sem bíllinn er. Ég og hún. Gæðastundir. Kaldhæðni örlaganna er sú að strákurinn minn (18 mánaða) mun eins og fram horfir ekki fá að upplifa þessar stundir, ekki finna gleðina við það þegar bíllinn keyrir inn götuna og hann getur valið sér ævintýri til að týna sér í, flett í gegnum bækur og vegið og metið hverjar skuli taka með heim. Strákurinn minn sem finnst svo gaman að lesa, mun læra að lesa sjálfur og kunna að lesa sér til gagns mun ekki fá þessar stundir. Við fjölskyldan notum bókasöfnin líka, en ekkert er í beint göngufjarlægð frá okkur. Bókasöfn eru eitthvað það stórkostlegasta sem til er og Borgarbókasafnið býður svo sannarlega frábæra þjónustu í allskonar formi. Ég geri mér grein fyrir því að verkefni borgarinnar eru mörg og ærin, málaflokkarnir eru margir og flóknir, fjármagnið af skornum skammti. Eins og alltaf. En í stóra samhenginu eru 100 milljónir í nærþjónustu sem eykur ánægju og gleði af lestri einhvernveginn eitthvað svo lítið. Þegar ég hugsa út fyrir heimilisbókhaldið mitt og yfir í rekstur borgarinnar þá get ég ekki annað en spurt mig hvort þetta sé í alvöru sú forgangsröðun sem þurfi að fara í. Fátt hefur verið háværara í umræðu um skólakerfið sl. ár en hvernig lestrarkunnáttu og lesskilningi fari aftur, fyrir utan auðvitað mögulega útdauða íslenskunnar. Ekkert af þessu er nú kannski á ábyrgð Bókabílsins, en hverfi hann þá styður það a.m.k. ekki við bækur í nábýli fólks í Laugarnesi, Kjalarnesi, Fossvogi, Hlíðum, Grafarholti… Í raun ætti Bókabíllinn að aka meira, stoppa á fleiri stöðum. Ég sé strax í svipinn að það mætti bæta Vesturbæjarlaug við. Kæri Dagur borgarstjóri, kæra Pálína borgarbókavörður. Ég skrifa þessi orð í veikri von um að ákvörðuninni verði snúið við og Bókabíllinn efldur þess í stað. Borgin gerð enn blómlegri en hún er, með ávöxtum bókmenntanna sem auðga lífið svo sannarlega. Leyfum Bókabílnum að gera það sem hann gerir svo vel, að vera úti að aka. Höfundur er lögfræðingur og lestrarhestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Reykjavík Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hef ég rétt eins og í skáldsögum blikkað augunum margoft og klórað mér í höfðinu til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma. Bókabíllinn er að hætta þjónustu sinni við borgarbúa eftir rúm 50 ár á götunni. Á fimmtudögum sjáum ég og dóttir mín bláu rútuna keyra inn Laugalækinn á leið okkar heim úr leikskólanum og hún æpir upp yfir sig af gleði „Bókabíllinn!“ og við förum og veljum okkur bækur í ævintýraheiminum sem bíllinn er. Ég og hún. Gæðastundir. Kaldhæðni örlaganna er sú að strákurinn minn (18 mánaða) mun eins og fram horfir ekki fá að upplifa þessar stundir, ekki finna gleðina við það þegar bíllinn keyrir inn götuna og hann getur valið sér ævintýri til að týna sér í, flett í gegnum bækur og vegið og metið hverjar skuli taka með heim. Strákurinn minn sem finnst svo gaman að lesa, mun læra að lesa sjálfur og kunna að lesa sér til gagns mun ekki fá þessar stundir. Við fjölskyldan notum bókasöfnin líka, en ekkert er í beint göngufjarlægð frá okkur. Bókasöfn eru eitthvað það stórkostlegasta sem til er og Borgarbókasafnið býður svo sannarlega frábæra þjónustu í allskonar formi. Ég geri mér grein fyrir því að verkefni borgarinnar eru mörg og ærin, málaflokkarnir eru margir og flóknir, fjármagnið af skornum skammti. Eins og alltaf. En í stóra samhenginu eru 100 milljónir í nærþjónustu sem eykur ánægju og gleði af lestri einhvernveginn eitthvað svo lítið. Þegar ég hugsa út fyrir heimilisbókhaldið mitt og yfir í rekstur borgarinnar þá get ég ekki annað en spurt mig hvort þetta sé í alvöru sú forgangsröðun sem þurfi að fara í. Fátt hefur verið háværara í umræðu um skólakerfið sl. ár en hvernig lestrarkunnáttu og lesskilningi fari aftur, fyrir utan auðvitað mögulega útdauða íslenskunnar. Ekkert af þessu er nú kannski á ábyrgð Bókabílsins, en hverfi hann þá styður það a.m.k. ekki við bækur í nábýli fólks í Laugarnesi, Kjalarnesi, Fossvogi, Hlíðum, Grafarholti… Í raun ætti Bókabíllinn að aka meira, stoppa á fleiri stöðum. Ég sé strax í svipinn að það mætti bæta Vesturbæjarlaug við. Kæri Dagur borgarstjóri, kæra Pálína borgarbókavörður. Ég skrifa þessi orð í veikri von um að ákvörðuninni verði snúið við og Bókabíllinn efldur þess í stað. Borgin gerð enn blómlegri en hún er, með ávöxtum bókmenntanna sem auðga lífið svo sannarlega. Leyfum Bókabílnum að gera það sem hann gerir svo vel, að vera úti að aka. Höfundur er lögfræðingur og lestrarhestur.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar