Samstaða náðist um loftslagshamfarasjóð Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. nóvember 2022 00:03 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun. Tinna er annar tveggja fulltrúa ungra umhverfissinna á loftslagsráðstefnunni COP 27 en á fimmta tug íslenskra fulltrúa sækja ráðstefnuna. Í samtali við fréttastofu segir Tinna að það hafi náðst söguleg samstaða um það að stofna loftslagshamfarasjóð. Sjóðurinn muni veita fjármagn til ríkja sem eru í viðkvæmri stöðu vegna afleiðinga loftslagsbreytinga, þarna sé verið að tala um flóð, þurrka og fellibyli. Ekki sé enn ljóst hvaða ríki falli undir kröfur sjóðsins. „Sjóðurinn er vegna tapa og tjóna sem eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þetta er búin að vera krafa lengi og sérstaklega hávær núna,“ segir Tinna. Mikilvægt að stíga ekki skref til baka Þrátt fyrir samstöðuna sem ríki um fyrrnefndan sjóð segir Tinna pattstöðu ríkja í nokkrum málaflokkum. „Þarna er verið að ræða um að við séum ekki að fara að stíga skref til baka frá því sem var samþykkt á COP26 í Glasgow í fyrra. Að við séum jafn sterk í orðalaginu um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu. Fólk vill hafa inni í textanum að hnattræn hlýnun þurfi að ná hámarki í seinasta lagi árið 2025,“ segir Tinna. Hún nefnir að einnig sé á um orðalag varðandi hvernig eigi að „fasa niður“ notkun á kolum en í samþykktinni sé enn sama orðalag og samþykkt var í Glasgow. „Það er búið að vera mikið ákall núna frá mörgum ríkjum núna, meðal annars Noregi að þarna sé einnig átt við olíu og gas,“ segir Tinna. „Við verðum bara að sjá hvað gerist“ Að hennar sögn vill Sádí Arabía að þessi klausa sé tekin út úr samþykktinni. Þau haldi því fram að málið snúist einungis um losun yfirhöfuð en ekki ákveðna losunarvalda. Annað innan ráðstefnunnar vilji herða orðalag klausunnar úr því að fasa niður í að fasa út ásamt því að hún innihaldi allt jarðefnaeldsneyti. „Mismunandi sjónarhorn hafa stangast á hérna í svo rosalega langan tíma. Þegar við náum þessari samstöðu um loftslagshamfarasjóðinn þá fannst manni svona eins og það gæti keyrt aðra hluti áfram. Á móti kemur er enn þá mikil tregða hvað varðar samdrátt í losun og sömuleiðis hvað varðar jarðeldsneyti þannig það er farið að hægjast aðeins á þessum anda og hraða um það að klára þetta sem mér fannst vera áður. Við verðum bara að sjá hvað gerist,“ segir Tinna. Hún segir lokasamþykkt þingsins birtast í kvöld og vonandi verði allt samþykkt í kjölfarið. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Egyptaland Tengdar fréttir Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45 Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37 Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Tinna er annar tveggja fulltrúa ungra umhverfissinna á loftslagsráðstefnunni COP 27 en á fimmta tug íslenskra fulltrúa sækja ráðstefnuna. Í samtali við fréttastofu segir Tinna að það hafi náðst söguleg samstaða um það að stofna loftslagshamfarasjóð. Sjóðurinn muni veita fjármagn til ríkja sem eru í viðkvæmri stöðu vegna afleiðinga loftslagsbreytinga, þarna sé verið að tala um flóð, þurrka og fellibyli. Ekki sé enn ljóst hvaða ríki falli undir kröfur sjóðsins. „Sjóðurinn er vegna tapa og tjóna sem eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þetta er búin að vera krafa lengi og sérstaklega hávær núna,“ segir Tinna. Mikilvægt að stíga ekki skref til baka Þrátt fyrir samstöðuna sem ríki um fyrrnefndan sjóð segir Tinna pattstöðu ríkja í nokkrum málaflokkum. „Þarna er verið að ræða um að við séum ekki að fara að stíga skref til baka frá því sem var samþykkt á COP26 í Glasgow í fyrra. Að við séum jafn sterk í orðalaginu um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu. Fólk vill hafa inni í textanum að hnattræn hlýnun þurfi að ná hámarki í seinasta lagi árið 2025,“ segir Tinna. Hún nefnir að einnig sé á um orðalag varðandi hvernig eigi að „fasa niður“ notkun á kolum en í samþykktinni sé enn sama orðalag og samþykkt var í Glasgow. „Það er búið að vera mikið ákall núna frá mörgum ríkjum núna, meðal annars Noregi að þarna sé einnig átt við olíu og gas,“ segir Tinna. „Við verðum bara að sjá hvað gerist“ Að hennar sögn vill Sádí Arabía að þessi klausa sé tekin út úr samþykktinni. Þau haldi því fram að málið snúist einungis um losun yfirhöfuð en ekki ákveðna losunarvalda. Annað innan ráðstefnunnar vilji herða orðalag klausunnar úr því að fasa niður í að fasa út ásamt því að hún innihaldi allt jarðefnaeldsneyti. „Mismunandi sjónarhorn hafa stangast á hérna í svo rosalega langan tíma. Þegar við náum þessari samstöðu um loftslagshamfarasjóðinn þá fannst manni svona eins og það gæti keyrt aðra hluti áfram. Á móti kemur er enn þá mikil tregða hvað varðar samdrátt í losun og sömuleiðis hvað varðar jarðeldsneyti þannig það er farið að hægjast aðeins á þessum anda og hraða um það að klára þetta sem mér fannst vera áður. Við verðum bara að sjá hvað gerist,“ segir Tinna. Hún segir lokasamþykkt þingsins birtast í kvöld og vonandi verði allt samþykkt í kjölfarið.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Egyptaland Tengdar fréttir Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45 Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37 Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45
Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37
Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03