Ætlar ekki að snúa aftur á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2022 10:25 Donald Trump segist ætla að einbeita sér að sínum eigin samfélagsmiðli. Chip Somodevilla/Getty Images) Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki sjá ástæðu til þess að snúa aftur á samfélagsmiðilinn Twitter. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Greint var frá því í nótt að búið væri að opna fyrir aðgang forsetans fyrrverandi að nýju. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti þá að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. Þar spurði hann einfaldlega hvort opna ætti á aðgang Trumps, sem hefur verið lokaður síðan í janúar á síðasta ári. Tæpur meirihluti, 51,8 prósent af hinum rétt rúmlega 15 milljónum sem tóku þátt í könnunni sögðu já. 48,2 prósent sögðu hins vegar nei. Reikningi Trump var lokað af þáverandi stjórnendum Twitter eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Töldu stjórnendur miðilsins að Trump hefði með tístum sínum hvatt fylgjendur sína til óeirða og ofbeldis. Í kjölfarið reyndi Trump ítrekað að fá aðgang sinn aftur, en hann var afar virkur á miðlinum á árum áður, bæði sem forseti og áður en hann tók við embættinu árið 2017. Hann virðist þó ekki hafa áhuga á því að snúa aftur. „Ég sé enga ástæðu til þess,“ hefur Reuters eftir Trump og segir að ummælin hafi verið látin falla á fundi Repúblikana er hann var spurður út í mögulega endurkomu á Twitter. Þetta voru upplýsingarnar sem biðu þeirra sem reyndu að sjá gömul tíst frá Donald Trump, þangað til í nótt, þegar opnað var fyrir aðganginn að nýju.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Sagðist hann ætla að halda sig við sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social, sem settur var í loftið til höfuðs Twitter. Trump tilkynnti nýverið að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2024. Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Reuters. Greint var frá því í nótt að búið væri að opna fyrir aðgang forsetans fyrrverandi að nýju. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti þá að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. Þar spurði hann einfaldlega hvort opna ætti á aðgang Trumps, sem hefur verið lokaður síðan í janúar á síðasta ári. Tæpur meirihluti, 51,8 prósent af hinum rétt rúmlega 15 milljónum sem tóku þátt í könnunni sögðu já. 48,2 prósent sögðu hins vegar nei. Reikningi Trump var lokað af þáverandi stjórnendum Twitter eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Töldu stjórnendur miðilsins að Trump hefði með tístum sínum hvatt fylgjendur sína til óeirða og ofbeldis. Í kjölfarið reyndi Trump ítrekað að fá aðgang sinn aftur, en hann var afar virkur á miðlinum á árum áður, bæði sem forseti og áður en hann tók við embættinu árið 2017. Hann virðist þó ekki hafa áhuga á því að snúa aftur. „Ég sé enga ástæðu til þess,“ hefur Reuters eftir Trump og segir að ummælin hafi verið látin falla á fundi Repúblikana er hann var spurður út í mögulega endurkomu á Twitter. Þetta voru upplýsingarnar sem biðu þeirra sem reyndu að sjá gömul tíst frá Donald Trump, þangað til í nótt, þegar opnað var fyrir aðganginn að nýju.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Sagðist hann ætla að halda sig við sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social, sem settur var í loftið til höfuðs Twitter. Trump tilkynnti nýverið að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2024.
Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28
Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49