Til hamingju kæra barn Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2022 14:01 Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur. Líklega eru skrifaðar í dag greinar um hversu mikilvægt er að muna eftir því hverju þú átt rétt á og hvað þarf að gera til að tryggja betra samfélag og betri heim fyrir þig. En við sem vinnum með börnum, fyrir börn og/eða eigum börn verðum ekki bara að muna eftir því sem stendur í Barnasáttmálanum heldur verðum við líka að sjá til þess að þú þekkir Barnasáttmálann. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að kynna fyrir þér þessi réttindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru samtök sem berjast fyrir auknum réttindum þínum og eru hluti af samtökum sem starfa um allan heim. Sums staðar í heiminum þurfum við að berjast fyrir því að börn fái að borða, annars staðar að þau fái að vera í skóla, séu ekki þvinguð til að giftast, séu ekki látin vinna erfiðisvinnu, sé ekki nauðgað eða beitt ofbeldi og sums staðar þurfum við að berjast fyrir því að börn séu ekki látin taka þátt í stríði. Á Íslandi höfum við barist fyrst og fremst fyrir því að verja börn fyrir hvers kyns ofbeldi og að þið fáið að taka þátt í að ákveða lög, reglur og fleira. Það á nefnilega ekki að ákveða eitthvað sem hefur áhrif á ykkur án þess að þið hafið eitthvað um það að segja. Í tengslum við Dag mannréttinda barna höfum við hjá Barnaheillum sent til kennara þinna og skólastjóra hugmyndir af því hvernig hægt er að fræða þig betur um Barnasáttmálann og réttindi þín. Við höfum til dæmis komið með hugmyndir um hvernig hægt er að hafa nemendaþing í skólanum þínum, komið með hugmyndir af leikjum og fleira. Núna sendum við í skólann þinn kynningu sem við vonum að kennarinn þinn sýni bekknum þínum sem fjallar um hvað Ísland geti gert betur til að tryggja að alltaf sé verið að hugsa um hvað er best fyrir þig. Það er nefnilega nefnd hjá Sameinuðu þjóðunum sem heitir Barnaréttarnefnd og skoðar hún vel hvernig hvert og eitt land er að fara eftir Barnasáttmálanum og hvað þarf að bæta. Við hjá Barnaheillum viljum svo í samstarfi við barnamálaráðherrann okkar að þú segir okkur hvað þér finnst um þessar athugasemdir og segir líka hvað annað við getum gert betur svo við séum alltaf að vinna að þeim málum sem mestu skipta. Þú getur alltaf haft samband við okkur á netfanginu barnaheill@barnaheill.is og þú getur líka alltaf hringt í okkur á virkum dögum í síma 553-5900. Ef þú ert hins vegar í mikilli hættu og málið getur ekki beðið þá skaltu hringja strax í 112 en þar er mikið af góðu fólki sem er alltaf tilbúið til að hjálpa þér. Ég veit að flestir sem lesa þessa grein eru fullorðnir og kannski næ ég ekki að hvetja þig til að lesa greinina. En þá vil ég biðja þá sem lesa greinina og vinna með börnum, vinna fyrir börn og/eða eiga börn að fræða þig um Barnasáttmálann og jafnvel skoða saman kynninguna á þessum lokaathugasemdum frá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Svo er á morgun, mánudag, haldinn stór fundur um þessar athugasemdir sem allir eru velkomnir á. En til hamingju með daginn kæra barn, allir dagar ársins eiga að sjálfsögðu að vera dagar mannréttinda barna en í dag minnum við okkur sérstaklega á það. Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendra verkefna Barnaheill – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Mannréttindi Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur. Líklega eru skrifaðar í dag greinar um hversu mikilvægt er að muna eftir því hverju þú átt rétt á og hvað þarf að gera til að tryggja betra samfélag og betri heim fyrir þig. En við sem vinnum með börnum, fyrir börn og/eða eigum börn verðum ekki bara að muna eftir því sem stendur í Barnasáttmálanum heldur verðum við líka að sjá til þess að þú þekkir Barnasáttmálann. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að kynna fyrir þér þessi réttindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru samtök sem berjast fyrir auknum réttindum þínum og eru hluti af samtökum sem starfa um allan heim. Sums staðar í heiminum þurfum við að berjast fyrir því að börn fái að borða, annars staðar að þau fái að vera í skóla, séu ekki þvinguð til að giftast, séu ekki látin vinna erfiðisvinnu, sé ekki nauðgað eða beitt ofbeldi og sums staðar þurfum við að berjast fyrir því að börn séu ekki látin taka þátt í stríði. Á Íslandi höfum við barist fyrst og fremst fyrir því að verja börn fyrir hvers kyns ofbeldi og að þið fáið að taka þátt í að ákveða lög, reglur og fleira. Það á nefnilega ekki að ákveða eitthvað sem hefur áhrif á ykkur án þess að þið hafið eitthvað um það að segja. Í tengslum við Dag mannréttinda barna höfum við hjá Barnaheillum sent til kennara þinna og skólastjóra hugmyndir af því hvernig hægt er að fræða þig betur um Barnasáttmálann og réttindi þín. Við höfum til dæmis komið með hugmyndir um hvernig hægt er að hafa nemendaþing í skólanum þínum, komið með hugmyndir af leikjum og fleira. Núna sendum við í skólann þinn kynningu sem við vonum að kennarinn þinn sýni bekknum þínum sem fjallar um hvað Ísland geti gert betur til að tryggja að alltaf sé verið að hugsa um hvað er best fyrir þig. Það er nefnilega nefnd hjá Sameinuðu þjóðunum sem heitir Barnaréttarnefnd og skoðar hún vel hvernig hvert og eitt land er að fara eftir Barnasáttmálanum og hvað þarf að bæta. Við hjá Barnaheillum viljum svo í samstarfi við barnamálaráðherrann okkar að þú segir okkur hvað þér finnst um þessar athugasemdir og segir líka hvað annað við getum gert betur svo við séum alltaf að vinna að þeim málum sem mestu skipta. Þú getur alltaf haft samband við okkur á netfanginu barnaheill@barnaheill.is og þú getur líka alltaf hringt í okkur á virkum dögum í síma 553-5900. Ef þú ert hins vegar í mikilli hættu og málið getur ekki beðið þá skaltu hringja strax í 112 en þar er mikið af góðu fólki sem er alltaf tilbúið til að hjálpa þér. Ég veit að flestir sem lesa þessa grein eru fullorðnir og kannski næ ég ekki að hvetja þig til að lesa greinina. En þá vil ég biðja þá sem lesa greinina og vinna með börnum, vinna fyrir börn og/eða eiga börn að fræða þig um Barnasáttmálann og jafnvel skoða saman kynninguna á þessum lokaathugasemdum frá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Svo er á morgun, mánudag, haldinn stór fundur um þessar athugasemdir sem allir eru velkomnir á. En til hamingju með daginn kæra barn, allir dagar ársins eiga að sjálfsögðu að vera dagar mannréttinda barna en í dag minnum við okkur sérstaklega á það. Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendra verkefna Barnaheill – Save the Children á Íslandi
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar