Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 08:58 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill auka heimildir lögreglu og gefa henni búnað til að verja sig svo hægt verði að skera upp herör gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. Lögregla telur að rekja megi hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club á fimmtudagskvöld til erja tveggja hópa. Á þriðja tug grímuklæddra manna réðst inn á staðinn, leitaði uppi tvo menn og stakk þá ítrekað. Síðan þá hafa hótanir gengið á milli hópanna. Í sumum tilfellum hafi bensínsprengjum verið kastað í hús og rúður brotnar. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að árásin í síðustu viku afhjúpi hversu djúpstætt vandamál skipulögð glæpastarfsemi sé orðin á Íslandi. Það komi ekki á óvart í ljósi stöðunnar í sumum nágrannalöndunum. „Þetta er bara samfélag sem við viljum ekki sjá skjóta rótum hér,“ sagði Jón í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú sé í undirbúningi mikið átak til að höggva að rótum skipulagðrar glæpastarfsemi sem felist í því að efla lögregluna og tryggja öryggi lögreglumanna. „Ég vil kalla það stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Jón. Frumvarp um forvirkar heimildir „sárasaklaust“ Liður í átakinu sagði hann að ráðast í skipulagsbreytingar hjá lögreglunni en einnig að samþykkja frumvarp um auknar heimildir lögreglu. Kallaði Jón það afbrotavarnarheimildir en gjarnan hefur verið rætt um forvirkar rannsóknarheimildir í þessu samhengi. Slíkar heimildir hafa verið umdeildar á Alþingi til lengri tíma en Jón fullyrti að frumvarp sitt væri „sárasaklaust“. Engin grundvallarbreyting yrði með því og það væri mildara en sumir stjórnarandstöðuþingmenn hefðu gefið í skyn. Heimildirnar ættu aðeins við um skipulagða brotastarfsemi og ógn við ríkið og gæfu lögreglu heimild til þess að fylgjast með fólki sem tengdist ákveðinni glæpastarfsemi án þess að það væri grunað um ákveðin brot. Sakaði Jón stjórnarandstöðuþingmenn um að afmynda söguna og rugla fólk í ríminu með gagnrýni sinni á frumvarpið. Hann hefði þrátt fyrir það trú á að frumvarpið yrði samþykkt fyrir jól og að þingmenn áttuðu sig á ábyrgð sinni eftir árásina á fimmtudag. „Það er ekki í boði að gera ekki neitt,“ sagði Jón. Einnig væri nauðsynlegt að búa lögreglumönnum starfsskilyrði til að þeir gætu sinnt störfum sínum. Ákall væri eftir því að þeir fengju að nota rafbyssur. Eins og sakir standa þurfi lögreglan að berjast gegn hnífum með spreyi og kylfum. „Það er það sem við búum lögreglunni okkar gegn vopnuðu fólki.“ Fleiri en tuttugu manns ruddust inn á Bankastræti Club og réðust á tvo menn með hnífum á fimmtudagskvöld.Vísir/Vilhelm Efast ekki um að aðgerðir verði umdeildar Ef frumvarpið um forvirkar rannsóknarheimildir færi í gegnum þingið og auknar fjárveitingar til lögreglunnar fengjust sagðist Jón bjartsýnn á að landslagið hvað varðaði skipulagða brotastarfsemi yrði gjörbreytt á næsta ári. Það yrði þó ekki endilega átakalaust. „Það má vel vera að við þurfum að stíga hér skref sem verða umdeild, ég efast ekkert um það. Bæði þessum leyfisveitingum, mögulega í nýjum varnarvopnum og slíku fyrir lögreglu. Það verður umdeilt en við verðum að gera það,“ sagði dómsmálaráðherra. Lögreglumál Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31 Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44 Taldir hafa flúið land Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og nótt í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, þar af ein kona. Alls hafa því átján verið handteknir í tengslum við rannsóknina en níu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 20. nóvember 2022 11:08 Fjórir til viðbótar í gæsluvarðhald og rúmlega tíu í felum Þeir fjórir sem lögregla handtók í nótt í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás sem var gerð á Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld voru rétt í þessu úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Alls eru nú níu í gæsluvarðhaldi en lögregla hefur sleppt hinum fimm sem hún hefur handtekið við rannsóknina úr haldi. 19. nóvember 2022 18:54 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Lögregla telur að rekja megi hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club á fimmtudagskvöld til erja tveggja hópa. Á þriðja tug grímuklæddra manna réðst inn á staðinn, leitaði uppi tvo menn og stakk þá ítrekað. Síðan þá hafa hótanir gengið á milli hópanna. Í sumum tilfellum hafi bensínsprengjum verið kastað í hús og rúður brotnar. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að árásin í síðustu viku afhjúpi hversu djúpstætt vandamál skipulögð glæpastarfsemi sé orðin á Íslandi. Það komi ekki á óvart í ljósi stöðunnar í sumum nágrannalöndunum. „Þetta er bara samfélag sem við viljum ekki sjá skjóta rótum hér,“ sagði Jón í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú sé í undirbúningi mikið átak til að höggva að rótum skipulagðrar glæpastarfsemi sem felist í því að efla lögregluna og tryggja öryggi lögreglumanna. „Ég vil kalla það stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Jón. Frumvarp um forvirkar heimildir „sárasaklaust“ Liður í átakinu sagði hann að ráðast í skipulagsbreytingar hjá lögreglunni en einnig að samþykkja frumvarp um auknar heimildir lögreglu. Kallaði Jón það afbrotavarnarheimildir en gjarnan hefur verið rætt um forvirkar rannsóknarheimildir í þessu samhengi. Slíkar heimildir hafa verið umdeildar á Alþingi til lengri tíma en Jón fullyrti að frumvarp sitt væri „sárasaklaust“. Engin grundvallarbreyting yrði með því og það væri mildara en sumir stjórnarandstöðuþingmenn hefðu gefið í skyn. Heimildirnar ættu aðeins við um skipulagða brotastarfsemi og ógn við ríkið og gæfu lögreglu heimild til þess að fylgjast með fólki sem tengdist ákveðinni glæpastarfsemi án þess að það væri grunað um ákveðin brot. Sakaði Jón stjórnarandstöðuþingmenn um að afmynda söguna og rugla fólk í ríminu með gagnrýni sinni á frumvarpið. Hann hefði þrátt fyrir það trú á að frumvarpið yrði samþykkt fyrir jól og að þingmenn áttuðu sig á ábyrgð sinni eftir árásina á fimmtudag. „Það er ekki í boði að gera ekki neitt,“ sagði Jón. Einnig væri nauðsynlegt að búa lögreglumönnum starfsskilyrði til að þeir gætu sinnt störfum sínum. Ákall væri eftir því að þeir fengju að nota rafbyssur. Eins og sakir standa þurfi lögreglan að berjast gegn hnífum með spreyi og kylfum. „Það er það sem við búum lögreglunni okkar gegn vopnuðu fólki.“ Fleiri en tuttugu manns ruddust inn á Bankastræti Club og réðust á tvo menn með hnífum á fimmtudagskvöld.Vísir/Vilhelm Efast ekki um að aðgerðir verði umdeildar Ef frumvarpið um forvirkar rannsóknarheimildir færi í gegnum þingið og auknar fjárveitingar til lögreglunnar fengjust sagðist Jón bjartsýnn á að landslagið hvað varðaði skipulagða brotastarfsemi yrði gjörbreytt á næsta ári. Það yrði þó ekki endilega átakalaust. „Það má vel vera að við þurfum að stíga hér skref sem verða umdeild, ég efast ekkert um það. Bæði þessum leyfisveitingum, mögulega í nýjum varnarvopnum og slíku fyrir lögreglu. Það verður umdeilt en við verðum að gera það,“ sagði dómsmálaráðherra.
Lögreglumál Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31 Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44 Taldir hafa flúið land Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og nótt í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, þar af ein kona. Alls hafa því átján verið handteknir í tengslum við rannsóknina en níu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 20. nóvember 2022 11:08 Fjórir til viðbótar í gæsluvarðhald og rúmlega tíu í felum Þeir fjórir sem lögregla handtók í nótt í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás sem var gerð á Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld voru rétt í þessu úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Alls eru nú níu í gæsluvarðhaldi en lögregla hefur sleppt hinum fimm sem hún hefur handtekið við rannsóknina úr haldi. 19. nóvember 2022 18:54 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31
Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44
Taldir hafa flúið land Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og nótt í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, þar af ein kona. Alls hafa því átján verið handteknir í tengslum við rannsóknina en níu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 20. nóvember 2022 11:08
Fjórir til viðbótar í gæsluvarðhald og rúmlega tíu í felum Þeir fjórir sem lögregla handtók í nótt í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás sem var gerð á Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld voru rétt í þessu úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Alls eru nú níu í gæsluvarðhaldi en lögregla hefur sleppt hinum fimm sem hún hefur handtekið við rannsóknina úr haldi. 19. nóvember 2022 18:54