Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2022 10:52 Þegar þessi mynd var tekin, var geimfarið um tíu þúsund kílómetra frá tunglinu. NASA Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. Geimfarinu var skotið af stað þann 16. nóvember eftir ítrekaðar frestanir en um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins. Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna er að sýna geimferðina í beinni útsendingu. Fylgjast má með nákvæmri staðsetningu geimfarins, hraða þess og öðrum upplýsingum hér á vef NASA. Þegar geimfarið verður næst tunglinu, verður það í um 128 kílómetra fjarlægð frá yfirborði þess. Margar myndavélar eru á Orion og má búast við flottum myndum af tunglinu í kjölfar dagsins í dag. Fylgjast má með útsendingu NASA hér að neðan. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd, fer Orion-geimfarið næst tunglinu í fyrstu sporbraut þess og þeirri síðustu, þegar þyngdarkraftur tunglsins verður notaður til að senda það aftur til jarðarinnar. Í millitíðinni verður geimfarið í um sjötíu þúsund kílómetra fjarlægð frá tunglinu. Heilt yfir á geimferðin að taka tæpa 26 daga. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Artemis-áætlunin Tunglið Bandaríkin Tengdar fréttir Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Geimfarinu var skotið af stað þann 16. nóvember eftir ítrekaðar frestanir en um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins. Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna er að sýna geimferðina í beinni útsendingu. Fylgjast má með nákvæmri staðsetningu geimfarins, hraða þess og öðrum upplýsingum hér á vef NASA. Þegar geimfarið verður næst tunglinu, verður það í um 128 kílómetra fjarlægð frá yfirborði þess. Margar myndavélar eru á Orion og má búast við flottum myndum af tunglinu í kjölfar dagsins í dag. Fylgjast má með útsendingu NASA hér að neðan. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd, fer Orion-geimfarið næst tunglinu í fyrstu sporbraut þess og þeirri síðustu, þegar þyngdarkraftur tunglsins verður notaður til að senda það aftur til jarðarinnar. Í millitíðinni verður geimfarið í um sjötíu þúsund kílómetra fjarlægð frá tunglinu. Heilt yfir á geimferðin að taka tæpa 26 daga. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1.
Artemis-áætlunin Tunglið Bandaríkin Tengdar fréttir Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29