Börnin sem bjarga heiminum Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 10:01 Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða. Nú er það svo að ég trúi því að allt líf sé heilagt og mig minnir að íslenska lýðveldið sem var stofnað á Þingvöllum 1944 hafi byggst á orðinu mannhelgi. Íslenska er hins vegar erfitt tungumál og það getur verið erfitt fyrir alla að flytja sem fullorðnir einstaklingar í nýjan menningarheim, læra á nýja menningu og aðlagast henni. Sjálf bjó ég sem innflytjandi í Svíþjóð í þrjú ár og það var ekki fyrr en ég var búin að læra sænsku ansi vel að ég fór að aðlagast því samfélagi. Og nú er það svo að innflytjendur og flóttamenn sem koma til Íslands læra íslensku misvel og eiga mismunandi auðvelt með að aðlagast íslensku samfélagi. En skiptir það í raun og veru máli? Því ég fór allt í einu að hugsa þessa hluti á algjörlega nýjan hátt. Ég lít svo á að allir sem velja að búa og lifa á Íslandi séu í raun orðnir Íslendingar. Við eigum bara mismunandi bakgrunn og mismunandi uppruna. En þótt flóttamenn og innflytjendur læri kannski ekki allir íslensku þá eiga flestir flóttamenn og innflytjendur börn. Og það eru börnin sem bjarga heiminum. Við megum aldrei gleyma því að þótt foreldrarnir aðlagist kannski aldrei alveg íslensku samfélagi, þá gera börnin það. Börnin verða tvítyngd eða þrítyngd og þau líta á sig sem Íslendinga. Þessi börn eru svo mikil gjöf til okkar sem erum hér. Börn innflytjenda og flóttamanna eru mörg afburðabörn. Þetta eru börn sem leggja mikið á sig til að komast inn í samfélagið. Þau vilja oft menntast og eru oft tilbúin að gefa til baka til þess samfélags sem var tilbúið að taka á móti þeim úr styrjöldum eða efnahagslega erfiðum aðstæðum. Ég hef séð börn innflytjenda blómstra á Íslandi, vaxa, þroskast, læra og ég bara veit að þau eiga eftir að bera uppi íslenskt samfélag eftir nokkur ár. Þau eiga líka eftir að breyta því hvernig við gamla fólkið hugsum um heiminn og það er kominn tími til að breyta hugsanaganginum. Í stað þess að leggja alltaf áherslu á það hvað innflytjendur og flóttamenn séu mikil byrði á samfélaginu, vil ég snúa umræðunni við og tala um það hvað innflytjendur og flóttamenn eiga æðisleg börn og hversu mikil tækifæri eru fólgin í þessum börnum sem koma með nýja sýn og nýja menningarheima inn í okkar lokaða þröngsýna samfélag. Ég vil þakka öllu því fólki sem leggur á sig að búa hér á Íslandi, vinna og starfa í okkar samfélagi, þrátt fyrir alla fordómana og vitleysuna sem er í innfæddum Íslendingum. Ísland er kalt land, myrkrið er hér mikið á veturna, hráslagaleg súldin étur sig inn í allt og alla. Það verða aldrei allir sem vilja búa hér. Það er algjör misskilningur. Ég vil því enda þetta pár, með því að lýsa þeirri skoðun minni, að þótt ef til vill verði að loka landinu fyrir innstreymi fólks einhvern tímann í framtíðinni, þá erum við alls ekki kominn þangað ennþá. Við eigum að fagna og hlúa vel að því fólki sem vill búa og starfa með okkur. Við eigum að gefa börnum þeirra tækifæri til að gefa til baka til íslensks samfélag. Við erum öll Íslendingar, sama hvaðan við komum. Höfundur er efnafræðingur, M.Sc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða. Nú er það svo að ég trúi því að allt líf sé heilagt og mig minnir að íslenska lýðveldið sem var stofnað á Þingvöllum 1944 hafi byggst á orðinu mannhelgi. Íslenska er hins vegar erfitt tungumál og það getur verið erfitt fyrir alla að flytja sem fullorðnir einstaklingar í nýjan menningarheim, læra á nýja menningu og aðlagast henni. Sjálf bjó ég sem innflytjandi í Svíþjóð í þrjú ár og það var ekki fyrr en ég var búin að læra sænsku ansi vel að ég fór að aðlagast því samfélagi. Og nú er það svo að innflytjendur og flóttamenn sem koma til Íslands læra íslensku misvel og eiga mismunandi auðvelt með að aðlagast íslensku samfélagi. En skiptir það í raun og veru máli? Því ég fór allt í einu að hugsa þessa hluti á algjörlega nýjan hátt. Ég lít svo á að allir sem velja að búa og lifa á Íslandi séu í raun orðnir Íslendingar. Við eigum bara mismunandi bakgrunn og mismunandi uppruna. En þótt flóttamenn og innflytjendur læri kannski ekki allir íslensku þá eiga flestir flóttamenn og innflytjendur börn. Og það eru börnin sem bjarga heiminum. Við megum aldrei gleyma því að þótt foreldrarnir aðlagist kannski aldrei alveg íslensku samfélagi, þá gera börnin það. Börnin verða tvítyngd eða þrítyngd og þau líta á sig sem Íslendinga. Þessi börn eru svo mikil gjöf til okkar sem erum hér. Börn innflytjenda og flóttamanna eru mörg afburðabörn. Þetta eru börn sem leggja mikið á sig til að komast inn í samfélagið. Þau vilja oft menntast og eru oft tilbúin að gefa til baka til þess samfélags sem var tilbúið að taka á móti þeim úr styrjöldum eða efnahagslega erfiðum aðstæðum. Ég hef séð börn innflytjenda blómstra á Íslandi, vaxa, þroskast, læra og ég bara veit að þau eiga eftir að bera uppi íslenskt samfélag eftir nokkur ár. Þau eiga líka eftir að breyta því hvernig við gamla fólkið hugsum um heiminn og það er kominn tími til að breyta hugsanaganginum. Í stað þess að leggja alltaf áherslu á það hvað innflytjendur og flóttamenn séu mikil byrði á samfélaginu, vil ég snúa umræðunni við og tala um það hvað innflytjendur og flóttamenn eiga æðisleg börn og hversu mikil tækifæri eru fólgin í þessum börnum sem koma með nýja sýn og nýja menningarheima inn í okkar lokaða þröngsýna samfélag. Ég vil þakka öllu því fólki sem leggur á sig að búa hér á Íslandi, vinna og starfa í okkar samfélagi, þrátt fyrir alla fordómana og vitleysuna sem er í innfæddum Íslendingum. Ísland er kalt land, myrkrið er hér mikið á veturna, hráslagaleg súldin étur sig inn í allt og alla. Það verða aldrei allir sem vilja búa hér. Það er algjör misskilningur. Ég vil því enda þetta pár, með því að lýsa þeirri skoðun minni, að þótt ef til vill verði að loka landinu fyrir innstreymi fólks einhvern tímann í framtíðinni, þá erum við alls ekki kominn þangað ennþá. Við eigum að fagna og hlúa vel að því fólki sem vill búa og starfa með okkur. Við eigum að gefa börnum þeirra tækifæri til að gefa til baka til íslensks samfélag. Við erum öll Íslendingar, sama hvaðan við komum. Höfundur er efnafræðingur, M.Sc.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun