Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2022 22:11 Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss. Arnar Halldórsson Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá yfir Hafnasand en þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna þá tíð þegar leiðin til Þorlákshafnar lá um sandauðn. Gamli vegurinn til Þorlákshafnar.Arnar Halldórsson „Á gamla veginum þá bara dró í sandskafla. Og það var eins gott að bílarnir biluðu ekki á leiðinni því þá voru þeir bara tilbúnir undir málningu aftur. Þeir sandblésu bara,“ segir Katrín Stefánsdóttir, veitingahússeigandi í Þorlákshöfn, þegar hún rifjar upp hvernig þetta var áður. Katrín Stefánsdóttir rifjar upp hvernig Hafnasandur var áður.Arnar Halldórsson Krakkarnir í þorpinu þurftu ekki sandkassa. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, minnist þess þegar þurfti að moka sand frá hurðinni heima hjá sér á vorin, sumrin og haustin, og svo snjó á veturna. En svo hófst landgræðsluátak. Grétar sýnir okkur Hafnasand en hann er núna algróinn. Hafnasandur er orðinn þakinn gróðri.Arnar Halldórsson „Til þess að gera bæinn byggilegri þá þurfti að ráðast í mikla landgræðslu hérna. Og eins og sjá má hefur það gengið ofboðslega vel,“ segir Grétar Ingi. Með samningi sveitarfélagsins Ölfuss, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar fyrir sex árum var svo ákveðið að hefja viðamikla skógrækt. Þorláksskógar ná vestur úr Selvogi langleiðina að ósum Ölfusár.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Til að menn átti sig á umfanginu bendir Grétar á að skógræktarsvæðið nái alveg frá Ölfusá og vestur út í Selvog. Allt höfuðborgarsvæðið kæmist þar fyrir. Þar segir hann að Ölfusingar fái sína Heiðmörk. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé langstærsta skógræktarverkefni sem er í gangi á Íslandi í dag,“ segir formaður bæjarráðs Ölfuss. Einnig var fjallað um Þorláksskóga í þættinum Um land allt sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skógrækt og landgræðsla Ölfus Um land allt Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. 23. nóvember 2022 17:05 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Hárgreiðslufólk kolefnisjafnar ferðalag sitt til Íslands með gróðursetningu Rútur streyma nú í Þorláksskóga með þátttakendur hárgreiðsluráðstefnunnar og munu gera næstu daga þar sem allir þátttakendur fá að setja niður stiklinga í sandinn við Þorlákshöfn, sem verða svo að myndarlegum plöntum. Ætlunin er að planta í fimm þúsund hektara á svæðinu í þeim tilgangi að rækta upp skóg á næstu árum. 5. maí 2019 20:15 Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. 14. júní 2018 15:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá yfir Hafnasand en þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna þá tíð þegar leiðin til Þorlákshafnar lá um sandauðn. Gamli vegurinn til Þorlákshafnar.Arnar Halldórsson „Á gamla veginum þá bara dró í sandskafla. Og það var eins gott að bílarnir biluðu ekki á leiðinni því þá voru þeir bara tilbúnir undir málningu aftur. Þeir sandblésu bara,“ segir Katrín Stefánsdóttir, veitingahússeigandi í Þorlákshöfn, þegar hún rifjar upp hvernig þetta var áður. Katrín Stefánsdóttir rifjar upp hvernig Hafnasandur var áður.Arnar Halldórsson Krakkarnir í þorpinu þurftu ekki sandkassa. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, minnist þess þegar þurfti að moka sand frá hurðinni heima hjá sér á vorin, sumrin og haustin, og svo snjó á veturna. En svo hófst landgræðsluátak. Grétar sýnir okkur Hafnasand en hann er núna algróinn. Hafnasandur er orðinn þakinn gróðri.Arnar Halldórsson „Til þess að gera bæinn byggilegri þá þurfti að ráðast í mikla landgræðslu hérna. Og eins og sjá má hefur það gengið ofboðslega vel,“ segir Grétar Ingi. Með samningi sveitarfélagsins Ölfuss, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar fyrir sex árum var svo ákveðið að hefja viðamikla skógrækt. Þorláksskógar ná vestur úr Selvogi langleiðina að ósum Ölfusár.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Til að menn átti sig á umfanginu bendir Grétar á að skógræktarsvæðið nái alveg frá Ölfusá og vestur út í Selvog. Allt höfuðborgarsvæðið kæmist þar fyrir. Þar segir hann að Ölfusingar fái sína Heiðmörk. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé langstærsta skógræktarverkefni sem er í gangi á Íslandi í dag,“ segir formaður bæjarráðs Ölfuss. Einnig var fjallað um Þorláksskóga í þættinum Um land allt sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skógrækt og landgræðsla Ölfus Um land allt Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. 23. nóvember 2022 17:05 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Hárgreiðslufólk kolefnisjafnar ferðalag sitt til Íslands með gróðursetningu Rútur streyma nú í Þorláksskóga með þátttakendur hárgreiðsluráðstefnunnar og munu gera næstu daga þar sem allir þátttakendur fá að setja niður stiklinga í sandinn við Þorlákshöfn, sem verða svo að myndarlegum plöntum. Ætlunin er að planta í fimm þúsund hektara á svæðinu í þeim tilgangi að rækta upp skóg á næstu árum. 5. maí 2019 20:15 Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. 14. júní 2018 15:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. 23. nóvember 2022 17:05
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06
Hárgreiðslufólk kolefnisjafnar ferðalag sitt til Íslands með gróðursetningu Rútur streyma nú í Þorláksskóga með þátttakendur hárgreiðsluráðstefnunnar og munu gera næstu daga þar sem allir þátttakendur fá að setja niður stiklinga í sandinn við Þorlákshöfn, sem verða svo að myndarlegum plöntum. Ætlunin er að planta í fimm þúsund hektara á svæðinu í þeim tilgangi að rækta upp skóg á næstu árum. 5. maí 2019 20:15
Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. 14. júní 2018 15:57
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent