Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 09:00 Björgvin Páll Gústavsson sló í gegn á Ólympíuleikunum í Peking. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. Björgvin var fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpinu Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland komst þar alla leið í úrslit og vann til silfurverðlauna. Íslendingar spiluðu átta leiki í Peking og farið verður yfir hvern þeirra í einum þætti af Stórasta landinu. Björgvin spilaði sinn fyrsta landsleik 2003 en fór ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en fimm árum seinna. Það voru Ólympíuleikarnir í Peking en það þótti nokkuð umdeilt þegar Guðmundur Guðmundsson valdi Björgvin fram yfir Birki Ívar Guðmundsson. Björgvin Páll ræðir við Sigfús Sigurðsson. Björgvin Páll var þarna á sínu fyrsta stórmóti en Sigfús á því síðasta.vísir/vilhelm „Birkir Ívar hafði verið þarna í svolítið langan tíma. Mjög góður og stöðugur markvörður en við höfðum verið í smá brasi með markvörsluna á mótunum á undan og mér leið smá eins og ég ætti að vera x-faktor. Það var smá óvissa sem fylgdi mér. Það var hroki og egó í mér og ég var ekkert smeykur við þetta,“ sagði Björgvin sem hefur farið á öll stórmót frá Ólympíuleikunum í Peking. Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking en Björgvin byrjaði ekki í markinu, heldur Hreiðar Levý Guðmundsson. Björgvin kom hins vegar inn á í fyrri hálfleik en var lengi í gang. „Við vorum í brasi í vörninni en sérstaklega við markverðirnir. Ég held við höfum varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hreiðar byrjaði leikinn en komst ekki í takt. Svo kom ég inn á en komst heldur ekki í takt,“ sagði Björgvin. En eitt varið skot breytti öllu fyrir hann. „Ég náði að verja bolta þegar það voru svona fimmtán sekúndur eftir af fyrri hálfleik og það gerði það kannski að verkum að ég byrjaði þann seinni. Ég hugsaði, þetta er fyrsti leikurinn og ef ég kem núna verður framhaldið auðveldara. Aðeins að sýna hver ég er. Það var í kollinum þegar ég byrjaði seinni hálfleikinn.“ Björgvin var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og Ísland vann tveggja marka sigur, 33-31. Og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Hlusta má á fyrsta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Stórasta landið Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira
Björgvin var fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpinu Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland komst þar alla leið í úrslit og vann til silfurverðlauna. Íslendingar spiluðu átta leiki í Peking og farið verður yfir hvern þeirra í einum þætti af Stórasta landinu. Björgvin spilaði sinn fyrsta landsleik 2003 en fór ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en fimm árum seinna. Það voru Ólympíuleikarnir í Peking en það þótti nokkuð umdeilt þegar Guðmundur Guðmundsson valdi Björgvin fram yfir Birki Ívar Guðmundsson. Björgvin Páll ræðir við Sigfús Sigurðsson. Björgvin Páll var þarna á sínu fyrsta stórmóti en Sigfús á því síðasta.vísir/vilhelm „Birkir Ívar hafði verið þarna í svolítið langan tíma. Mjög góður og stöðugur markvörður en við höfðum verið í smá brasi með markvörsluna á mótunum á undan og mér leið smá eins og ég ætti að vera x-faktor. Það var smá óvissa sem fylgdi mér. Það var hroki og egó í mér og ég var ekkert smeykur við þetta,“ sagði Björgvin sem hefur farið á öll stórmót frá Ólympíuleikunum í Peking. Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking en Björgvin byrjaði ekki í markinu, heldur Hreiðar Levý Guðmundsson. Björgvin kom hins vegar inn á í fyrri hálfleik en var lengi í gang. „Við vorum í brasi í vörninni en sérstaklega við markverðirnir. Ég held við höfum varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hreiðar byrjaði leikinn en komst ekki í takt. Svo kom ég inn á en komst heldur ekki í takt,“ sagði Björgvin. En eitt varið skot breytti öllu fyrir hann. „Ég náði að verja bolta þegar það voru svona fimmtán sekúndur eftir af fyrri hálfleik og það gerði það kannski að verkum að ég byrjaði þann seinni. Ég hugsaði, þetta er fyrsti leikurinn og ef ég kem núna verður framhaldið auðveldara. Aðeins að sýna hver ég er. Það var í kollinum þegar ég byrjaði seinni hálfleikinn.“ Björgvin var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og Ísland vann tveggja marka sigur, 33-31. Og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Hlusta má á fyrsta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Stórasta landið Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira