Hefur miklar áhyggjur af KR-liðinu: „Vont að horfa á þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 14:02 Roberts Freimanis skoraði 4 stig á 13 mínútum í skellinum á móti Val en tók ekki eitt einasta frákast. Vísir/Bára KR vann sex Íslandsmeistaratitla í röð frá 2014 til 2019 en nú er liðið í bullandi fallhættu. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru ekkert öruggir með að þeir spili í deildinni næsta vetur án breytinga. KR-ingar eru í miklum vandræðum í Subway deild karla í körfubolta og þeir steinlágu á móti Val í síðasta leik sínum. Fyrir vikið situr liðið við botninn með aðeins einn sigur í sex leikjum. KR-liðið hefur tapað öllum fjórum heimaleikjum sínum og er með verstu nettóstöðu í allri deildinni eða mínus 76 stig eftir aðeins sex leiki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að KR-liðið og léleg frammistaða þess var tekin fyrir í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Hermann Hauksson, fyrrum leikmaður félagsins og sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, talaði ekki undir rós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi þegar kom að KR-liðinu. Hrein hörmung að horfa á þetta „Þeir sem voru mættir í búning í Frostaskjólinu þetta kvöldið hefðu átt að vera einhvers annars staðar. Þeir hefðu alveg eins getað verið upp í stúku með áhorfendum og sett einhvern annan flokk á þetta. Það var hrein hörmung að horfa á þetta,“ sagði Hermann Hauksson. „Hugmyndaleysið og andleysið. Þú getur ekki boðið KR áhorfendum upp á þetta. Ég horfi á þetta lið og mér finnst enginn vera með eitthvað skipulag eða eitthvað verkfæri í höndunum sem hann veit hann á að nota. Ég veit ekki hvort menn séu með almennileg skil á því hvað þeir eiga að gera í þessu liði,“ sagði Hermann. „Mér finnst allir bara horfa á hvern annan og bíða eftir því að einhver geri eitthvað en svo gerist ekki neitt. Það er eitthvað mikið að þarna og það er vont að horfa á þetta,“ sagði Hermann. Ég sé ekki undankomuleiðina Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu er líka svartsýnn fyrir hönd KR-liðsins. „Ég sé ekki undankomuleiðina. Ég sé undankomuleiðina hjá Þór og hvernig þeir geta farið að toga sig upp töfluna. ÍR vantar leikmenn því það eru meiddir leikmenn hjá þeim. KR þarf bara að hreinsa og þá ekki bara einn eða tvo. Ég held að þeir þurfi að hreinsa tvo, þrjá,“ sagði Sævar. „Það sem ég vildi sjá KR gera er að láta þessa tvo, Saimon Sutt og Roberts Freimanis, fara. Þeir eru bara ekki að virka. Ég vil sjá þá koma með gæja inn í þetta eins og stóri gæinn í Haukum. Þeir þurfa að fá einhverja fimmu, mann inn í teig til að binda þetta saman og leyfa þá [Jordan] Semple að fara að spila meira sem fjarka,“ sagði Hermann. „Ég hef verulega áhyggjur af þessu því það er ekkert auðvelt að finna allt í einu einhvern leikmann núna sem smellur inn í liðið,“ sagði Hermann. Það má horfa á umfjöllunina um KR hér fyrir neðan. Klippa: Hermann Hauksson hefur miklar áhyggur af KR Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
KR-ingar eru í miklum vandræðum í Subway deild karla í körfubolta og þeir steinlágu á móti Val í síðasta leik sínum. Fyrir vikið situr liðið við botninn með aðeins einn sigur í sex leikjum. KR-liðið hefur tapað öllum fjórum heimaleikjum sínum og er með verstu nettóstöðu í allri deildinni eða mínus 76 stig eftir aðeins sex leiki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að KR-liðið og léleg frammistaða þess var tekin fyrir í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Hermann Hauksson, fyrrum leikmaður félagsins og sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, talaði ekki undir rós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi þegar kom að KR-liðinu. Hrein hörmung að horfa á þetta „Þeir sem voru mættir í búning í Frostaskjólinu þetta kvöldið hefðu átt að vera einhvers annars staðar. Þeir hefðu alveg eins getað verið upp í stúku með áhorfendum og sett einhvern annan flokk á þetta. Það var hrein hörmung að horfa á þetta,“ sagði Hermann Hauksson. „Hugmyndaleysið og andleysið. Þú getur ekki boðið KR áhorfendum upp á þetta. Ég horfi á þetta lið og mér finnst enginn vera með eitthvað skipulag eða eitthvað verkfæri í höndunum sem hann veit hann á að nota. Ég veit ekki hvort menn séu með almennileg skil á því hvað þeir eiga að gera í þessu liði,“ sagði Hermann. „Mér finnst allir bara horfa á hvern annan og bíða eftir því að einhver geri eitthvað en svo gerist ekki neitt. Það er eitthvað mikið að þarna og það er vont að horfa á þetta,“ sagði Hermann. Ég sé ekki undankomuleiðina Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu er líka svartsýnn fyrir hönd KR-liðsins. „Ég sé ekki undankomuleiðina. Ég sé undankomuleiðina hjá Þór og hvernig þeir geta farið að toga sig upp töfluna. ÍR vantar leikmenn því það eru meiddir leikmenn hjá þeim. KR þarf bara að hreinsa og þá ekki bara einn eða tvo. Ég held að þeir þurfi að hreinsa tvo, þrjá,“ sagði Sævar. „Það sem ég vildi sjá KR gera er að láta þessa tvo, Saimon Sutt og Roberts Freimanis, fara. Þeir eru bara ekki að virka. Ég vil sjá þá koma með gæja inn í þetta eins og stóri gæinn í Haukum. Þeir þurfa að fá einhverja fimmu, mann inn í teig til að binda þetta saman og leyfa þá [Jordan] Semple að fara að spila meira sem fjarka,“ sagði Hermann. „Ég hef verulega áhyggjur af þessu því það er ekkert auðvelt að finna allt í einu einhvern leikmann núna sem smellur inn í liðið,“ sagði Hermann. Það má horfa á umfjöllunina um KR hér fyrir neðan. Klippa: Hermann Hauksson hefur miklar áhyggur af KR
Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira