„Við erum alltof lítið félag fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 13:01 Stevce Alusovski gerði Vardar Skopje að tvöföldum meisturum áður en hann tók við Þór á Akureyri. EPA/GEORGI LICOVSKI Sá handboltaveruleiki sem Stevce Alusovski er vanur samræmdist ekki þeim handboltaveruleikanum hjá Þór á Akureyri. Því var óhjákvæmilegt að binda endi á samstarfið. Fyrr í vikunni sagði Þór Alusovski upp störfum. Margir ráku upp stór augu þegar Þórsarar réðu hann fyrir síðasta tímabil enda hafði Alusovski þjálfað norður-makedónska stórliðið Vardar Skopje áður en hann kom til Akureyrar. Á síðasta tímabili endaði í Þór í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og tapaði fyrir Fjölni, 2-0, í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þórsarar hafa svo byrjað þetta tímabil illa og Alusovski skilur við þá í 7. sæti Grill 66 deildarinnar. „Þetta var eiginlega óhjákvæmilegt. Það var búið að leita leiða til að finna lausnir og ákveðnir hlutir sem menn vildu breyta. Við reyndum það en það gekk ekkert upp,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi í dag. Getan fyrir framan okkur Að hans sögn voru aðilarnir, Þórsarar og Alusovski, of ólíkir til að hjónabandið gæti gengið upp. „Þegar við réðum hann vonuðum við að við myndum hitta. En svo kom í ljós að hans hugmyndafræði og geta sem þjálfari er nokkrum skrefum framar fyrir okkur. Við erum alltof lítið félag fyrir hann,“ sagði Árni. Þór gerði nýjan samning við Alusovski í sumar í von um að aðilar gætu mæst á miðri leið. „Við héldum langa fundi og héldum að við værum að komast niður eitthvað plan þar sem hann gæti tekið 1-2 skref aftur á bak og við eitt skref áfram og við mæst. En eins og veturinn byrjaði gekk þetta ekki upp. Hann vill gera þetta hraðar en við.“ Sjá ekki eftir ráðningunni Árni ber Alusovski samt vel söguna og segir hann afar færan í sínu fagi. „Hann er með mikinn metnað, gríðarlegur fagmaður í öllu sem hann gerir og gífurlega hæfur þjálfari. Einstaklingarnir eru margir hverjir orðnir miklu, miklu betri en ekki liðið. Þór er bara ekki þarna,“ sagði Árni sem sér alls ekki eftir því að hafa ráðið Alusovski. „Þetta var þvílíkt þroskandi fyrir okkur í kringum þetta, leikmennina og félagið. Hann gerði ótrúlega margt gott fyrir okkur.“ Halldór Örn Tryggvason, fyrrverandi þjálfari Þórs, tók tímabundið við liðinu og stýrir því gegn Fram U annað kvöld. Þórsarar eru samt í þjálfaraleit og Árni greip í frasa frá fyrrverandi sóttvarnalækni þegar hann lýsti leitinni. „Við erum í viðræðum við einstaklinga og ætlum að reyna að klára þetta um helgina eða eftir helgi. Það eru margar sviðsmyndir. Við erum ekki á byrjunarreit,“ sagði Árni. Gleðin þarf að vera til staðar Honum finnst að Þór eigi að vera með ágætlega sterkt lið í Grill 66 deildinni. „Miðað við mannskap á þetta að vera nokkuð frambærilegt Grilllið, ekkert meira en það. En það þarf líka að vera gaman að æfa handbolta. Við erum með stráka sem eru átta tíma í vinnu eða skóla og þurfa svo að mæta handboltaæfingar og það þarf að vera gaman, ekki bara til að verða betri í handbolta,“ sagði Árni að endingu. Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Fyrr í vikunni sagði Þór Alusovski upp störfum. Margir ráku upp stór augu þegar Þórsarar réðu hann fyrir síðasta tímabil enda hafði Alusovski þjálfað norður-makedónska stórliðið Vardar Skopje áður en hann kom til Akureyrar. Á síðasta tímabili endaði í Þór í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og tapaði fyrir Fjölni, 2-0, í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þórsarar hafa svo byrjað þetta tímabil illa og Alusovski skilur við þá í 7. sæti Grill 66 deildarinnar. „Þetta var eiginlega óhjákvæmilegt. Það var búið að leita leiða til að finna lausnir og ákveðnir hlutir sem menn vildu breyta. Við reyndum það en það gekk ekkert upp,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi í dag. Getan fyrir framan okkur Að hans sögn voru aðilarnir, Þórsarar og Alusovski, of ólíkir til að hjónabandið gæti gengið upp. „Þegar við réðum hann vonuðum við að við myndum hitta. En svo kom í ljós að hans hugmyndafræði og geta sem þjálfari er nokkrum skrefum framar fyrir okkur. Við erum alltof lítið félag fyrir hann,“ sagði Árni. Þór gerði nýjan samning við Alusovski í sumar í von um að aðilar gætu mæst á miðri leið. „Við héldum langa fundi og héldum að við værum að komast niður eitthvað plan þar sem hann gæti tekið 1-2 skref aftur á bak og við eitt skref áfram og við mæst. En eins og veturinn byrjaði gekk þetta ekki upp. Hann vill gera þetta hraðar en við.“ Sjá ekki eftir ráðningunni Árni ber Alusovski samt vel söguna og segir hann afar færan í sínu fagi. „Hann er með mikinn metnað, gríðarlegur fagmaður í öllu sem hann gerir og gífurlega hæfur þjálfari. Einstaklingarnir eru margir hverjir orðnir miklu, miklu betri en ekki liðið. Þór er bara ekki þarna,“ sagði Árni sem sér alls ekki eftir því að hafa ráðið Alusovski. „Þetta var þvílíkt þroskandi fyrir okkur í kringum þetta, leikmennina og félagið. Hann gerði ótrúlega margt gott fyrir okkur.“ Halldór Örn Tryggvason, fyrrverandi þjálfari Þórs, tók tímabundið við liðinu og stýrir því gegn Fram U annað kvöld. Þórsarar eru samt í þjálfaraleit og Árni greip í frasa frá fyrrverandi sóttvarnalækni þegar hann lýsti leitinni. „Við erum í viðræðum við einstaklinga og ætlum að reyna að klára þetta um helgina eða eftir helgi. Það eru margar sviðsmyndir. Við erum ekki á byrjunarreit,“ sagði Árni. Gleðin þarf að vera til staðar Honum finnst að Þór eigi að vera með ágætlega sterkt lið í Grill 66 deildinni. „Miðað við mannskap á þetta að vera nokkuð frambærilegt Grilllið, ekkert meira en það. En það þarf líka að vera gaman að æfa handbolta. Við erum með stráka sem eru átta tíma í vinnu eða skóla og þurfa svo að mæta handboltaæfingar og það þarf að vera gaman, ekki bara til að verða betri í handbolta,“ sagði Árni að endingu.
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn