„Þetta var mjög þungt“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. nóvember 2022 21:01 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum. „Þetta var mjög þungt. Við byrjuðum þetta ekki nógu vel og grófum okkur holu í fyrri hálfleik, þar sem við náðum ekki upp þeim leik og því sem við viljum standa fyrir. Þá varð þetta svolítið erfitt og við að einblína á hluti sem við stjórnum ekki, en það er hins vegar bara mjög erfitt þessi misserin, ákveðnar breytingar sem eru að eiga sér stað í hreyfingunni.“ Breytingarnar sem Jóhann talar um er væntanlega vísun í dómgæslu leiksins, en hann var oft ósammála dómaratríóinu í kvöld og eftir leik varði Ólafur bróðir hans drjúgum tíma í hrókasamræður við dómarana. En Grindavík tapaði þessu leik klárlega ekki á dómgæslunni. „Við náðum bara ekki upp okkar leik. Það vantaði orku þó það hafi komið smá neisti í seinni hálfleik. Þetta er rosalega erfitt þegar við hittum svona illa. Við tökum 37 þriggja stiga skot, og það voru svona 10 sem við áttum ekkert að vera að taka, og flest af þeim sem duttu komu þegar leikurinn var búinn. Þannig að þetta var erfitt og Stjarnan átti bara skilið að vinna. Þegar við áttum þarna smá orku í seinni hálfleik eru þeir bara með eitt stykki Rob Turner og hann bara skorar þegar hann ætlar sér og það er erfitt við að eiga. En bara hrós á Stjörnuna, þeir voru flottir, og við þurfum að setjast aðeins niður og laga okkar leik.“ Grindvíkingum tókst að minnka muninn í 10 stig í upphafi 4. leikhluta en þá var eins og orkan væri endanlega á þrotum og Stjörnumenn gengu á lagið. Grindavík skoraði aðeins 7 stig á síðustu 10 mínútum leiksins, voru þeir orðnir þreyttir? „Algjörlega, og það sást bara, en það er samt engin afsökun. Þú getur alveg þegar þú ert orðinn þreyttur farið þetta á þrjóskunni. En við einhvern veginn komum því aldrei af stað almennilega og þá var þetta bara erfitt.“Einn tölfræðiþáttur stóð ansi áberandi uppúr á skýrslunni í kvöld, en Stjarnan tók 57 fráköst á móti aðeins 29 hjá Grindavík. Þetta var bölvað basl í teignum í kvöld? Já já en það kemur líka á móti að við hittum mjög illa og fleiri fráköst í boði fyrir þá. En jú jú, við erum þunnir og allt það, búið að vera veikindi eins og ég sagði við þig fyrir leik, og Breki t.d. bara á dollunni í allan dag þannig að þetta var mjög erfitt. En engar afsaknir, við eigum bara leik í næstu viku, svo það er bara „on to the next one“ eins og maðurinn sagði. Darmian Pitts átti fína innkomu í lið Grindavíkur í kvöld og var öflugur meðan hann var inná, en undir lokin var hann kominn með krampa í fæturna og eyddi megninu af lokamínútunum í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara Grindavíkur. Var Jóhann sáttur með það sem hann sá frá Pitts í hans fyrsta leik? „Já þetta er hörku „player“. Þú ert ekkert sjö „solid“ ár í Evrópu sem atvinnumaður ef þú ert lélegur í körfubolta. Alltaf á sama stað og alltaf að skila tölum. Þetta er hörku „player“ og hann á bara eftir að verða betri.“ – sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
„Þetta var mjög þungt. Við byrjuðum þetta ekki nógu vel og grófum okkur holu í fyrri hálfleik, þar sem við náðum ekki upp þeim leik og því sem við viljum standa fyrir. Þá varð þetta svolítið erfitt og við að einblína á hluti sem við stjórnum ekki, en það er hins vegar bara mjög erfitt þessi misserin, ákveðnar breytingar sem eru að eiga sér stað í hreyfingunni.“ Breytingarnar sem Jóhann talar um er væntanlega vísun í dómgæslu leiksins, en hann var oft ósammála dómaratríóinu í kvöld og eftir leik varði Ólafur bróðir hans drjúgum tíma í hrókasamræður við dómarana. En Grindavík tapaði þessu leik klárlega ekki á dómgæslunni. „Við náðum bara ekki upp okkar leik. Það vantaði orku þó það hafi komið smá neisti í seinni hálfleik. Þetta er rosalega erfitt þegar við hittum svona illa. Við tökum 37 þriggja stiga skot, og það voru svona 10 sem við áttum ekkert að vera að taka, og flest af þeim sem duttu komu þegar leikurinn var búinn. Þannig að þetta var erfitt og Stjarnan átti bara skilið að vinna. Þegar við áttum þarna smá orku í seinni hálfleik eru þeir bara með eitt stykki Rob Turner og hann bara skorar þegar hann ætlar sér og það er erfitt við að eiga. En bara hrós á Stjörnuna, þeir voru flottir, og við þurfum að setjast aðeins niður og laga okkar leik.“ Grindvíkingum tókst að minnka muninn í 10 stig í upphafi 4. leikhluta en þá var eins og orkan væri endanlega á þrotum og Stjörnumenn gengu á lagið. Grindavík skoraði aðeins 7 stig á síðustu 10 mínútum leiksins, voru þeir orðnir þreyttir? „Algjörlega, og það sást bara, en það er samt engin afsökun. Þú getur alveg þegar þú ert orðinn þreyttur farið þetta á þrjóskunni. En við einhvern veginn komum því aldrei af stað almennilega og þá var þetta bara erfitt.“Einn tölfræðiþáttur stóð ansi áberandi uppúr á skýrslunni í kvöld, en Stjarnan tók 57 fráköst á móti aðeins 29 hjá Grindavík. Þetta var bölvað basl í teignum í kvöld? Já já en það kemur líka á móti að við hittum mjög illa og fleiri fráköst í boði fyrir þá. En jú jú, við erum þunnir og allt það, búið að vera veikindi eins og ég sagði við þig fyrir leik, og Breki t.d. bara á dollunni í allan dag þannig að þetta var mjög erfitt. En engar afsaknir, við eigum bara leik í næstu viku, svo það er bara „on to the next one“ eins og maðurinn sagði. Darmian Pitts átti fína innkomu í lið Grindavíkur í kvöld og var öflugur meðan hann var inná, en undir lokin var hann kominn með krampa í fæturna og eyddi megninu af lokamínútunum í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara Grindavíkur. Var Jóhann sáttur með það sem hann sá frá Pitts í hans fyrsta leik? „Já þetta er hörku „player“. Þú ert ekkert sjö „solid“ ár í Evrópu sem atvinnumaður ef þú ert lélegur í körfubolta. Alltaf á sama stað og alltaf að skila tölum. Þetta er hörku „player“ og hann á bara eftir að verða betri.“ – sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48