Fjölmenningarhátíð á Hvolsvelli í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2022 12:21 Hátíðin fer fram í Hvolnum á Hvolsvelli í dag frá klukkan 14:00 til 16:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verður haldin fjölmenningarhátíð í félagsheimilinu Hvolnum þar sem íbúar frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal kynna menningu sína fyrir öðrum íbúum í gegnum söng, dans og matarsmakk . Einnig munu íslensk ungmenni kynna sína menningu, siði og hefðir fyrir gestum og bjóða upp á hangikjöt og lifrarpylsu. Í Rangárþingi eystra býr hópur fólks af erlendum uppruna frá ýmsum löndum. Af þeirri ástæðu var ákveðið að efna til fjölmenningarhátíðar í dag frá tvö til fjögur í Hvolnum. Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins er eina af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er hátíð, sem að spratt upp af grasrótinni hérna því við erum svo vel í sveit sett að það búa heilmörg þjóðbrot, eða fólk af erlendu bergi brotnu og það var fólk hérna frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal, sem tók sig saman og vildi endilega fá að kynna sína menningu fyrir íslenskum íbúum, sem og öðrum íbúum og á móti ætla íslenska ungmenni að kynna okkar íslenska hefðir fyrir erlenda fólkinu okkar,” segir Árný Lára. Þetta hljómar mjög spennandi og skemmtilegt hjá ykkur eða hvað? „Já, þetta verður alveg frábært. Það verða bæði söngatriði, smá ávörp og svo að sjálfsögðu verður hægt að smakka eitthvað góðgæti og einmitt frá okkur hérna, SS ætlar að gefa hangikjöt og lifrapylsu og eitthvað ægilega þjóðlegt. Svo ætla náttúrulega fólkið, sem er að halda þetta frá þessum löndum eitthvað ægilega gott góðmeti frá sér, þannig að ég hlakka mikið til að mæta.” Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á hátíðinni.Aðsend Árný Lára segist ekki vera alveg viss hvað mörg þjóðerni búi í Rangárþingi eystra en að þau séu mjög mörg. „Ég á son hér í öðrum bekk og þar eru 19 krakkar og þar eru 7 þjóðerni. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil fjölmenning hérna hjá okkur.” Árný Lára segir alla velkomna í Hvolinn í dag frá tvö til fjögur. „Og bara allir að mætta, það er ekki langt til okkar frá Reykjavík til dæmis.” Rangárþing eystra Menning Innflytjendamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Í Rangárþingi eystra býr hópur fólks af erlendum uppruna frá ýmsum löndum. Af þeirri ástæðu var ákveðið að efna til fjölmenningarhátíðar í dag frá tvö til fjögur í Hvolnum. Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins er eina af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er hátíð, sem að spratt upp af grasrótinni hérna því við erum svo vel í sveit sett að það búa heilmörg þjóðbrot, eða fólk af erlendu bergi brotnu og það var fólk hérna frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal, sem tók sig saman og vildi endilega fá að kynna sína menningu fyrir íslenskum íbúum, sem og öðrum íbúum og á móti ætla íslenska ungmenni að kynna okkar íslenska hefðir fyrir erlenda fólkinu okkar,” segir Árný Lára. Þetta hljómar mjög spennandi og skemmtilegt hjá ykkur eða hvað? „Já, þetta verður alveg frábært. Það verða bæði söngatriði, smá ávörp og svo að sjálfsögðu verður hægt að smakka eitthvað góðgæti og einmitt frá okkur hérna, SS ætlar að gefa hangikjöt og lifrapylsu og eitthvað ægilega þjóðlegt. Svo ætla náttúrulega fólkið, sem er að halda þetta frá þessum löndum eitthvað ægilega gott góðmeti frá sér, þannig að ég hlakka mikið til að mæta.” Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á hátíðinni.Aðsend Árný Lára segist ekki vera alveg viss hvað mörg þjóðerni búi í Rangárþingi eystra en að þau séu mjög mörg. „Ég á son hér í öðrum bekk og þar eru 19 krakkar og þar eru 7 þjóðerni. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil fjölmenning hérna hjá okkur.” Árný Lára segir alla velkomna í Hvolinn í dag frá tvö til fjögur. „Og bara allir að mætta, það er ekki langt til okkar frá Reykjavík til dæmis.”
Rangárþing eystra Menning Innflytjendamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira