Körfuboltakvöld ekki sammála Viðari Erni: „Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2022 15:30 Það var hart barist í leik Vals og Hattar. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ósáttur með ritaraborðið í leik Vals og sinna manna í Subway deild karla. Körfuboltakvöld fór yfir síðustu mínútu leiksins til að komast að því hvort Viðar Örn hefði eitthvað fyrir sér. Leiknum lauk með naumum sigri Vals en eftir leik sagði Viðar Örn eftirfarandi: Viðar Örn taldi sína menn eiga meiri tíma inni.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni.“ „Ég óska eftir því að það sé IRS [endursýningar fyrir dómara] í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ „Hér sjáum við eina mínútu og fimmtán sekúndur eftir, Höttur með boltann og fjórum stigum yfir. Seinir að fara í aðgerðina og [Nemanja] Knezevic með skot, enn nóg eftir á skotklukkunni þegar hann tekur þetta skot,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvort [David Guardia] Ramos, leikmaður Hattar, hefði brotið af sér í næstu sókn Vals. Sævar Sævarsson og Steinar Aronsson voru sammála um að Ramos hefði ekki gert neitt rangt: „Það er ekkert á þetta, hann hoppar áfram ef eitthvað er.“ „Hér sjáum við villuna hjá [Obadiah Nelson] Trotter, Það hefði verið hægt að dæma óíþróttamannslega villu á þetta því hann er að brjóta viljandi að ástæðulausu,“ sagði Hörður um þá ákvörðun. Steinar tók í sama streng og sagði brotið vera heimskulegustu ákvörðun leiksins. „Hér sjáum við svo klukkuna í lokin, Timothy Guers hikar og fer svo upp i skotið. Engin villa hér, sjáum villuna og hérna flautar dómarinn. Klukkan virðist alveg vera rétt en dómararnir flauta villuna seint,“ sagði Hörður en þarna eru 0.09 sekúndur eftir á klukkunni. Klippa: Körfuboltakvöld um ummæli Viðars og síðustu andartökin í leik Vals og Hattar „Alveg sammála því. Um leið og flautið kemur þá stoppar klukkan en flautið hefði mátt koma hálfri sekúndu eða sekúndu fyrr. Þetta play í lokin hjá Hetti gengur mjög vel, hann nær skoti í fínu jafnvægi. Þeir eru því skoti og þessu þriggja stiga skoti frá Knezevic að vinna. Kannski betra ef einhver annar hefði þetta skot,“ bætti Sævar við um síðustu andartök leiksins. „Þetta var frábær leikur hjá Hetti fannst mér en þeir mega naga sig frekar í handarbökin en ritaraborðið að Obi Trotter sé að dúndra í Kára [Jónsson] með 14 sekúndur eftir á klukku. Það var ekkert að gerast. Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra,“ sagði Steinar að endingu en alla umræðu þeirra félaga sem og lokasekúndur leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfubolti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Leiknum lauk með naumum sigri Vals en eftir leik sagði Viðar Örn eftirfarandi: Viðar Örn taldi sína menn eiga meiri tíma inni.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni.“ „Ég óska eftir því að það sé IRS [endursýningar fyrir dómara] í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ „Hér sjáum við eina mínútu og fimmtán sekúndur eftir, Höttur með boltann og fjórum stigum yfir. Seinir að fara í aðgerðina og [Nemanja] Knezevic með skot, enn nóg eftir á skotklukkunni þegar hann tekur þetta skot,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvort [David Guardia] Ramos, leikmaður Hattar, hefði brotið af sér í næstu sókn Vals. Sævar Sævarsson og Steinar Aronsson voru sammála um að Ramos hefði ekki gert neitt rangt: „Það er ekkert á þetta, hann hoppar áfram ef eitthvað er.“ „Hér sjáum við villuna hjá [Obadiah Nelson] Trotter, Það hefði verið hægt að dæma óíþróttamannslega villu á þetta því hann er að brjóta viljandi að ástæðulausu,“ sagði Hörður um þá ákvörðun. Steinar tók í sama streng og sagði brotið vera heimskulegustu ákvörðun leiksins. „Hér sjáum við svo klukkuna í lokin, Timothy Guers hikar og fer svo upp i skotið. Engin villa hér, sjáum villuna og hérna flautar dómarinn. Klukkan virðist alveg vera rétt en dómararnir flauta villuna seint,“ sagði Hörður en þarna eru 0.09 sekúndur eftir á klukkunni. Klippa: Körfuboltakvöld um ummæli Viðars og síðustu andartökin í leik Vals og Hattar „Alveg sammála því. Um leið og flautið kemur þá stoppar klukkan en flautið hefði mátt koma hálfri sekúndu eða sekúndu fyrr. Þetta play í lokin hjá Hetti gengur mjög vel, hann nær skoti í fínu jafnvægi. Þeir eru því skoti og þessu þriggja stiga skoti frá Knezevic að vinna. Kannski betra ef einhver annar hefði þetta skot,“ bætti Sævar við um síðustu andartök leiksins. „Þetta var frábær leikur hjá Hetti fannst mér en þeir mega naga sig frekar í handarbökin en ritaraborðið að Obi Trotter sé að dúndra í Kára [Jónsson] með 14 sekúndur eftir á klukku. Það var ekkert að gerast. Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra,“ sagði Steinar að endingu en alla umræðu þeirra félaga sem og lokasekúndur leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira