Fótbolti

Íhugaði að hætta eftir fyrsta leik á HM en mamma talaði hann af því

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
France v Australia: Group D - FIFA World Cup Qatar 2022 AL WAKRAH, QATAR - NOVEMBER 22: Lucas Hernandez of France injury during the FIFA World Cup Qatar 2022 Group D match between France and Australia at Al Janoub Stadium on November 22, 2022 in Al Wakrah, Qatar. (Photo by Richard Sellers/Getty Images)
France v Australia: Group D - FIFA World Cup Qatar 2022 AL WAKRAH, QATAR - NOVEMBER 22: Lucas Hernandez of France injury during the FIFA World Cup Qatar 2022 Group D match between France and Australia at Al Janoub Stadium on November 22, 2022 in Al Wakrah, Qatar. (Photo by Richard Sellers/Getty Images)

Hinn 26 ára Lucas Hernández, leikmaður Bayern München og franska landsliðsins, íhugaði að binda enda á knattspyrnuferil sinn eftir að hafa slitið krossband í fyrsta leik franska landsliðsins á HM í Katar.

Frakkar unnu 4-1 sigur gegn Ástralíu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu, en Hernández þurfti að fara af velli eftir að hafa meiðst í aðdraganda marksins sem Ástralir skoruðu strax á níundu mínútu leiksins.

Meiðsli Hernández eru alvarleg og mun leikmaðurinn ekki aðeins missa af því sem eftir er af heimsmeistaramótinu, heldur verður hann frá keppni út tímabilið. 

Ef marka má fregnir franska miðilsins L'Équipe íhugaði Hernández að leggja skóna á hilluna frægu eftir meiðslin. Það var hins vegar móðir hans sem talaði Hernández af því að hætta.

Eftir meiðslin flaug Hernández til München þar sem hann gekkst undir aðgerð. Sú aðgerð gekk vel og hann hefur nú grínast í liðsfélögum sínum að hann verði orðinn klár fyrir úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fram fer þann 18. desember, en Frakkar eiga titil að verja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×