LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 10:00 LeBron James skoraði 39 stig fyrir Lakers í nótt. Ronald Cortes/Getty Images Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers. Eins og lokatölurnar gefa til kynna lögðu liðin meiri áherslu á sóknarleik en varnarleik í nótt og það voru heimamenn frá San Antonio sem leiddu með einu stigi að fyrsta leikhluta loknum, 34-33. Enn var jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleikshléinu munaði aðeins tveimur stigum, en nú voru það gestirnir sem leiddu, 68-70. LeBron og félagar frá Los Angeles náðu svo loks að slíta sig örlítið frá heimamönnum í þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig gegn 29 stigum heimamanna og Lakers vann að lokum nauman fimm stiga sigur, 138-143. Eins og áður segir var það LeBron sem fór fyrir liði Lakers, en hann skoraði 39 stig, tók 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði heimamanna var það Keldon Johnson sem var atkvæðamestur með 26 stig, tíu fráköst og þrjár stoðsendingar. Lakers liðið situr nú í 13. sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigra og 11 töp, sæti ofar en Spurs sem hefur aðeins unni sex leiki og tapað 15. 👑 @KingJames propelled the @Lakers to the win, dropping 23 points in the 2nd half on his way to a season-high 39 points! #LakeShow 🔥 39 PTS | 11 REB pic.twitter.com/Bl62cXJUa4— NBA (@NBA) November 27, 2022 Úrslit næturinnar Dallas Mavericks 100-105 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 105-118 Houston Rockets Los Angeles Lakers 143-138 San Antonio Spurs Utah Jazz 112-113 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira
Eins og lokatölurnar gefa til kynna lögðu liðin meiri áherslu á sóknarleik en varnarleik í nótt og það voru heimamenn frá San Antonio sem leiddu með einu stigi að fyrsta leikhluta loknum, 34-33. Enn var jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleikshléinu munaði aðeins tveimur stigum, en nú voru það gestirnir sem leiddu, 68-70. LeBron og félagar frá Los Angeles náðu svo loks að slíta sig örlítið frá heimamönnum í þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig gegn 29 stigum heimamanna og Lakers vann að lokum nauman fimm stiga sigur, 138-143. Eins og áður segir var það LeBron sem fór fyrir liði Lakers, en hann skoraði 39 stig, tók 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði heimamanna var það Keldon Johnson sem var atkvæðamestur með 26 stig, tíu fráköst og þrjár stoðsendingar. Lakers liðið situr nú í 13. sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigra og 11 töp, sæti ofar en Spurs sem hefur aðeins unni sex leiki og tapað 15. 👑 @KingJames propelled the @Lakers to the win, dropping 23 points in the 2nd half on his way to a season-high 39 points! #LakeShow 🔥 39 PTS | 11 REB pic.twitter.com/Bl62cXJUa4— NBA (@NBA) November 27, 2022 Úrslit næturinnar Dallas Mavericks 100-105 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 105-118 Houston Rockets Los Angeles Lakers 143-138 San Antonio Spurs Utah Jazz 112-113 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Dallas Mavericks 100-105 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 105-118 Houston Rockets Los Angeles Lakers 143-138 San Antonio Spurs Utah Jazz 112-113 Phoenix Suns
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira