Lögreglumaður dæmdur fyrir manndráp í Svíþjóð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2022 12:41 Aldrei áður hefur lögreglumaður í Svíþjóð verið ákærður fyrir manndráp, hvað þá sakfelldur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Nils Petter Nilsson Lögreglumaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir að valda dauða manns í bænum Lidingö í Svíþjóð í fyrra en þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður og sakfelldur fyrir slíkt. Lögreglumaðurinn fær þó að halda starfi sínu þrátt fyrir dóminn. Maðurinn sem lést var á sextugsaldri en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar lögreglumaðurinn sem var dæmdur og annar lögreglumaður handtóku hann í nóvember í fyrra en lögreglu hafði verið tilkynnt að hann væri í einhvers konar geðrofi. Að því er kemur fram í frétt SVT lést maðurinn eftir að honum hafði haldið niðri á stigapalli með miklum krafti. Við krufningu kom fram að maðurinn hafði farið í hjartastopp eftir köfnun en lögreglumaðurinn þrýsti á bak mannsins meðan hann lá á maganum. Atvikið í heild sinni náðist á upptöku af myndavél í sorphirðubíl sem var í nágreninu en upptakan var lögð fram við meðferð málsins og spilaði að mati dómsins lykilhlutverk í að ákæra var lögð fram og lögreglumaðurinn síðan sakfelldur. Héraðsdómur Stokkhólms segir ljóst að lögreglumaðurinn hafi orðið manninum að bana og að ekki hafi verið neyðarviðbrögð af hans hálfu. Hann hafi átt að átta sig á því að maðurinn gæti látist af völdum aðgerða hans. Lögreglumaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm og honum gert að greiða dagsektir en nefnd á vegum lögreglunnar hafði áður ákveðið að lögreglumaðurinn myndi halda starfi sínu, óháð því hver dómurinn yrði. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir manndráp við handtöku og sömuleiðis fyrsta sinn sem dómur hefur fallið í slíku máli. Svíþjóð Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Maðurinn sem lést var á sextugsaldri en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar lögreglumaðurinn sem var dæmdur og annar lögreglumaður handtóku hann í nóvember í fyrra en lögreglu hafði verið tilkynnt að hann væri í einhvers konar geðrofi. Að því er kemur fram í frétt SVT lést maðurinn eftir að honum hafði haldið niðri á stigapalli með miklum krafti. Við krufningu kom fram að maðurinn hafði farið í hjartastopp eftir köfnun en lögreglumaðurinn þrýsti á bak mannsins meðan hann lá á maganum. Atvikið í heild sinni náðist á upptöku af myndavél í sorphirðubíl sem var í nágreninu en upptakan var lögð fram við meðferð málsins og spilaði að mati dómsins lykilhlutverk í að ákæra var lögð fram og lögreglumaðurinn síðan sakfelldur. Héraðsdómur Stokkhólms segir ljóst að lögreglumaðurinn hafi orðið manninum að bana og að ekki hafi verið neyðarviðbrögð af hans hálfu. Hann hafi átt að átta sig á því að maðurinn gæti látist af völdum aðgerða hans. Lögreglumaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm og honum gert að greiða dagsektir en nefnd á vegum lögreglunnar hafði áður ákveðið að lögreglumaðurinn myndi halda starfi sínu, óháð því hver dómurinn yrði. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir manndráp við handtöku og sömuleiðis fyrsta sinn sem dómur hefur fallið í slíku máli.
Svíþjóð Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira