Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2022 15:00 Um er að ræða nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jónssonar innviðaráðherra. Fyrirhuguð gjaldtaka er ný af nálinni hér á landi en innviðaráðuneytið bendir á að Ísland sé eitt fárra ríkja sem ekki leggur skatt á flugferðir. Vísir/Vilhelm Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð hefur verið lagt fram í samráðsgátt en með frumvarpinu er lagt til að ný heildstæð lög taki við af óskýrum og dreifðum lagaákvæðum sem nú eru í gildi. Frumvarpið var upphaflega lagt fram árið 2021 en hlaut ekki afgreiðslu. Í kynningu málsins í Samráðsgátt kemur fram að frumvarpið kynni til sögunnar varaflugvallargjald en markmiðið er að flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið og varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll með fullnægjandi hætti. „Greiða skal varaflugvallargjald fyrir hvern farþega um borð í loftfari, hvort sem er í flugi til eða frá Íslandi eða í innanlandsflugi og rennur gjaldið í ríkissjóð. Varaflugvallargjald skal nema 200 kr. fyrir hvern farþega á hvern fluglegg. Varaflugvallargjalds skal getið í verði farseðils,“ segir í frumvarpinu sem fylgir með í samráðsgáttinni. Tekjur ríkissjóðs gætu orðið um 1,2 til 1,5 milljarðar króna ef gert er ráð fyrir að sex milljónir farþega, svipaður fjöldi og gert er ráð fyrir að fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár, greiði gjaldið. Samkvæmt farþegaspá Isavia til ársins 2024, sem vísað er til í frumvarpinu, má þó búast við allt að átta milljónum farþega um Keflavíkurflugvöll árið 2024. Ísland eitt af fáum ríkjum sem engan skatt leggur á flugferðir Tilkoma varaflugvalla myndi gera það að verkum að flugrekendur gætu í auknum mæli gert sér kleift að skrá þá flugvelli í millilandaflugi en til að þeir teljist fullnægjandi fyrir alþjóðaflug þurfi að ráðast í talsverða uppbyggingu. Gera má ráð fyrir að árlegur kostnaður vegna þarfa millilandaflugs verði um 608 milljónir króna á Egilsstaðaflugvelli og 345 milljónir króna árlega á Akureyrarflugvelli. Með innheimtu varafluggvallagjalds væri fjármögnum innanlandsflugvalla tryggð. Um er að ræða sambærilega skattheimtu og þekkist í flestum ríkjum innan EES-svæðisins, að því er kemur fram í frumvarpinu, en Ísland er eitt af fáum ríkjum sem leggur engan skatt á flugferðir. Akureyrarflugvöllur. Vísir/Tryggvi Lögð var áhersla á að byggja upp varaflugvelli hér á landi í Flugstefnu Íslands sem kynnt var samhliða Samgönguáætlun 2020-2034 og var þar nefnt að styðja þyrfti við uppbyggingu Akureyrar- og Egilsstaðaflugvalla sem alþjóðlegra fluggátta. „Ljóst er að uppbygging varaflugvalla á Íslandi hefur síðustu ár ekki verið í samræmi við þann vöxt sem hefur verið í alþjóðafluginu. Mikilvægt er út frá öryggissjónarmiðum að hægt sé að lenda vélum á leið til Keflavíkur á öðrum völlum hér á landi komi til lokunar hans af einhverjum ástæðum,“ segir í frumvarpinu um tilefni og nauðsyn lagasetningar. Mótmæla gjaldtökunni Líkt og fram kom í frétt Innherja sem birtist á Vísi í síðasta mánuði lögðust bæði Icelandair og Isavia gegn gjaldtökunni í umsögn um fjárlagafrumvarp næsta árs en gjaldtakan myndi draga úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða flug yfir Atlantshafið. Hélt Isavia því fram að það væri „óheppilegt og óráðlegt að leggja fram óútfærðar hugmyndir um aukna gjaldtöku á flugumferð“ sem sakir standa. Varaflugvallargjald hefur einnig áður komið til tals en árið 2019, þegar fram kom í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára að hóflegt þjónustugjald skyldi renna til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla, gagnrýndi Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair gjaldtökuna harðlega. Slíkt gjald myndi aðallega leggjast á íslenska flugrekendur, enda þeir umfangsmestir í flugi til og frá Íslandi, sem og í innanlandsflugi. Benti hann á að slík gjaldtaka gæti einnig verið ólögmæt, auk þess sem að ekkert svigrúm væri hjá íslenskum flugrekendum til að takast á við auknar álögur. Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. 29. ágúst 2022 18:54 Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35 Boðað varaflugvallagjald sagt ólöglegt Forstjóri Icelandair segir áform um varaflugvallagjöld ólögleg og varhugaverð og brjóta gegn EES-samningi. Isavia lýsir áhyggjum af samblöndun byggðastefnu og reksturs Keflavíkurf lugvallar. 4. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð hefur verið lagt fram í samráðsgátt en með frumvarpinu er lagt til að ný heildstæð lög taki við af óskýrum og dreifðum lagaákvæðum sem nú eru í gildi. Frumvarpið var upphaflega lagt fram árið 2021 en hlaut ekki afgreiðslu. Í kynningu málsins í Samráðsgátt kemur fram að frumvarpið kynni til sögunnar varaflugvallargjald en markmiðið er að flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið og varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll með fullnægjandi hætti. „Greiða skal varaflugvallargjald fyrir hvern farþega um borð í loftfari, hvort sem er í flugi til eða frá Íslandi eða í innanlandsflugi og rennur gjaldið í ríkissjóð. Varaflugvallargjald skal nema 200 kr. fyrir hvern farþega á hvern fluglegg. Varaflugvallargjalds skal getið í verði farseðils,“ segir í frumvarpinu sem fylgir með í samráðsgáttinni. Tekjur ríkissjóðs gætu orðið um 1,2 til 1,5 milljarðar króna ef gert er ráð fyrir að sex milljónir farþega, svipaður fjöldi og gert er ráð fyrir að fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár, greiði gjaldið. Samkvæmt farþegaspá Isavia til ársins 2024, sem vísað er til í frumvarpinu, má þó búast við allt að átta milljónum farþega um Keflavíkurflugvöll árið 2024. Ísland eitt af fáum ríkjum sem engan skatt leggur á flugferðir Tilkoma varaflugvalla myndi gera það að verkum að flugrekendur gætu í auknum mæli gert sér kleift að skrá þá flugvelli í millilandaflugi en til að þeir teljist fullnægjandi fyrir alþjóðaflug þurfi að ráðast í talsverða uppbyggingu. Gera má ráð fyrir að árlegur kostnaður vegna þarfa millilandaflugs verði um 608 milljónir króna á Egilsstaðaflugvelli og 345 milljónir króna árlega á Akureyrarflugvelli. Með innheimtu varafluggvallagjalds væri fjármögnum innanlandsflugvalla tryggð. Um er að ræða sambærilega skattheimtu og þekkist í flestum ríkjum innan EES-svæðisins, að því er kemur fram í frumvarpinu, en Ísland er eitt af fáum ríkjum sem leggur engan skatt á flugferðir. Akureyrarflugvöllur. Vísir/Tryggvi Lögð var áhersla á að byggja upp varaflugvelli hér á landi í Flugstefnu Íslands sem kynnt var samhliða Samgönguáætlun 2020-2034 og var þar nefnt að styðja þyrfti við uppbyggingu Akureyrar- og Egilsstaðaflugvalla sem alþjóðlegra fluggátta. „Ljóst er að uppbygging varaflugvalla á Íslandi hefur síðustu ár ekki verið í samræmi við þann vöxt sem hefur verið í alþjóðafluginu. Mikilvægt er út frá öryggissjónarmiðum að hægt sé að lenda vélum á leið til Keflavíkur á öðrum völlum hér á landi komi til lokunar hans af einhverjum ástæðum,“ segir í frumvarpinu um tilefni og nauðsyn lagasetningar. Mótmæla gjaldtökunni Líkt og fram kom í frétt Innherja sem birtist á Vísi í síðasta mánuði lögðust bæði Icelandair og Isavia gegn gjaldtökunni í umsögn um fjárlagafrumvarp næsta árs en gjaldtakan myndi draga úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða flug yfir Atlantshafið. Hélt Isavia því fram að það væri „óheppilegt og óráðlegt að leggja fram óútfærðar hugmyndir um aukna gjaldtöku á flugumferð“ sem sakir standa. Varaflugvallargjald hefur einnig áður komið til tals en árið 2019, þegar fram kom í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára að hóflegt þjónustugjald skyldi renna til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla, gagnrýndi Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair gjaldtökuna harðlega. Slíkt gjald myndi aðallega leggjast á íslenska flugrekendur, enda þeir umfangsmestir í flugi til og frá Íslandi, sem og í innanlandsflugi. Benti hann á að slík gjaldtaka gæti einnig verið ólögmæt, auk þess sem að ekkert svigrúm væri hjá íslenskum flugrekendum til að takast á við auknar álögur.
Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. 29. ágúst 2022 18:54 Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35 Boðað varaflugvallagjald sagt ólöglegt Forstjóri Icelandair segir áform um varaflugvallagjöld ólögleg og varhugaverð og brjóta gegn EES-samningi. Isavia lýsir áhyggjum af samblöndun byggðastefnu og reksturs Keflavíkurf lugvallar. 4. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. 29. ágúst 2022 18:54
Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35
Boðað varaflugvallagjald sagt ólöglegt Forstjóri Icelandair segir áform um varaflugvallagjöld ólögleg og varhugaverð og brjóta gegn EES-samningi. Isavia lýsir áhyggjum af samblöndun byggðastefnu og reksturs Keflavíkurf lugvallar. 4. nóvember 2019 07:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent