Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 13:12 Sergey Cherkasov er talinn vera njósnari en yfirvöld í Rússlandi halda því fram að hann sé heróínsmyglari og vilja fá hann framseldan til Rússlands. Facebook Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. Cherkasov var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir skjalafals og annað. Nú vilja Rússar hins vegar fá hann aftur heim en þeir þvertaka fyrir að Cherkasov sé njósnari. Þess í stað halda Rússar því fram að hann sé heróínsmyglari sem sé eftirlýstur í Rússlandi og vilja fá hann framseldan. Yfirvöld í Rússlandi sögðu Cherkasvo ekki vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, heldur væri hann eftirlýstur glæpamaður. Rússar sendu fjölmörg dómskjöl máli sínu til stuðnings til Brasilíu en þar kom fram að Cherkasov væri meðlimur í glæpagengi sem smyglaði heróíni frá Afganistan til Rússlands og seldi þar í landi á milli 2011 og 2013. Hæstiréttur Brasilíu þarf að ákveða að framselja Cherkasov til Rússlands og verði það gert yrði Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti, eða Luiz Inácio Lula da Silva, arftaki hans, að staðfesta þá niðurstöðu. Blaðamenn VG í Noregi og rannsakendur Bellingcat hafa komið höndum yfir gögnin sem Rússar sendur til Brasilíu. Þeir segja fjölmargar stórar holur á bæði gögnunum og sögu Rússa. Njósnarar GRU hafa verið handteknir víða og nú nýverið bæði í Noregi og í Svíþjóð. Sjá einnig: Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Gögn sem rannsakendur Bellingcat hafa keypt á svarta markaði Rússlands sýna meðal annars að Cherkasov ferðaðist reglulega til Rússlands á eigin nafni á þeim tíma sem hann á að hafa verið eftirlýstur þar. Þá birtust ákærurnar gegn Cherkasov ekki á sakaskrá hans fyrr en eftir að hann var handtekinn í Brasilíu, nærri því tíu árum eftir að hann átti að hafa verið bendlaður við áðurnefnt heróínsmygl. Dómsmálið sem Rússar vísa til er raunverulegt en svo virðist sem Cherkasvo hafi verið bætt inn í dómsskjölin í því máli. Nafn hans fannst ekki í fyrstu útgáfu skjalanna sem voru enn á vefsíðu dómstóls í Moskvu og þrír lögmenn sem komu að málinu könnuðust ekki við hafa heyrt eða lesið nafnið Cherkasov í skjölunum. Þá er mikið ósamræmi í skjölunum um það hvort og hvenær Cherkasov á að hafa verið handtekinn fyrir smygl. Í einu skjali segir að Cherkasov hafi smyglað heróíni frá júlí 2011 til ágúst 2013, þegar hann á að hafa verið handtekinn. Gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi benda hins vegar til þess að Cherkasov hafi verið í Brasilíu á þessum tíma. Þar bjó hann sem Ferreira og starfaði hjá ferðaskrifstofu við að byggja upp gervi sitt. Hann var einnig í námi í Johns Hopkins í Bandaríkjunum um tíma sem Ferreira. Gögnin sýna að hann ferðaðist aftur til Rússlands sem Cherkasov í júní 2015 en þá átti hann að vera eftirlýstur þar. Ekki í fyrsta sinn sem Rússar falsa ásakanir gegn eigin útsendurum Rannsóknarsamtökin segja þetta ekki í fyrsta sinn sem Rússar reyna að frelsa njósnara með því að falsa ásakanir sem þessar gegn þeim. Það eigi einnig við í máli Artem Uss, sem er sonur ríkisstjóra frá Síberíu. Hann var handtekinn á Ítalíu í október vegna ákæru gegn honum í Bandaríkjunum. Uss er sakaður um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og hafa Bandaríkjamenn farið fram á að hann verði framseldur frá Ítalíu. Rússar hafa á sama tíma höfðað mál gegn Uss og ákært hann fyrir fjárþvætti. Þeir vilja að hann verði framseldur til Rússlands. Eins og í máli Cherkasvos, þá birtist sú ákæra ekki á sakaskrá Rússlands fyrr en eftir að hann var handtekinn á Ítalíu. Þegar Tyrkir handtóku hælisleitanda frá Téténíu árið 2017 fóru Frakkar fram á að hann yrði framseldur til þeirra þar sem hann væri grunaður um að hafa komið að morðinu á Alexander Pereplichny árið 2012. Rússar kröfðust þess á sama tíma að maðurinn yrði framseldur til þeirra og héldu því fram að hann héti Valid Lurakhmaev og væri eftirlýstur. Maðurinn var framseldur til Rússlands en seinna kom í ljós að hann hét ekki Valid Lurakhmaev, heldur Alexander Fedin og að hann starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna (FSB) sem launmorðingi. Rússland Brasilía Holland Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Cherkasov var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir skjalafals og annað. Nú vilja Rússar hins vegar fá hann aftur heim en þeir þvertaka fyrir að Cherkasov sé njósnari. Þess í stað halda Rússar því fram að hann sé heróínsmyglari sem sé eftirlýstur í Rússlandi og vilja fá hann framseldan. Yfirvöld í Rússlandi sögðu Cherkasvo ekki vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, heldur væri hann eftirlýstur glæpamaður. Rússar sendu fjölmörg dómskjöl máli sínu til stuðnings til Brasilíu en þar kom fram að Cherkasov væri meðlimur í glæpagengi sem smyglaði heróíni frá Afganistan til Rússlands og seldi þar í landi á milli 2011 og 2013. Hæstiréttur Brasilíu þarf að ákveða að framselja Cherkasov til Rússlands og verði það gert yrði Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti, eða Luiz Inácio Lula da Silva, arftaki hans, að staðfesta þá niðurstöðu. Blaðamenn VG í Noregi og rannsakendur Bellingcat hafa komið höndum yfir gögnin sem Rússar sendur til Brasilíu. Þeir segja fjölmargar stórar holur á bæði gögnunum og sögu Rússa. Njósnarar GRU hafa verið handteknir víða og nú nýverið bæði í Noregi og í Svíþjóð. Sjá einnig: Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Gögn sem rannsakendur Bellingcat hafa keypt á svarta markaði Rússlands sýna meðal annars að Cherkasov ferðaðist reglulega til Rússlands á eigin nafni á þeim tíma sem hann á að hafa verið eftirlýstur þar. Þá birtust ákærurnar gegn Cherkasov ekki á sakaskrá hans fyrr en eftir að hann var handtekinn í Brasilíu, nærri því tíu árum eftir að hann átti að hafa verið bendlaður við áðurnefnt heróínsmygl. Dómsmálið sem Rússar vísa til er raunverulegt en svo virðist sem Cherkasvo hafi verið bætt inn í dómsskjölin í því máli. Nafn hans fannst ekki í fyrstu útgáfu skjalanna sem voru enn á vefsíðu dómstóls í Moskvu og þrír lögmenn sem komu að málinu könnuðust ekki við hafa heyrt eða lesið nafnið Cherkasov í skjölunum. Þá er mikið ósamræmi í skjölunum um það hvort og hvenær Cherkasov á að hafa verið handtekinn fyrir smygl. Í einu skjali segir að Cherkasov hafi smyglað heróíni frá júlí 2011 til ágúst 2013, þegar hann á að hafa verið handtekinn. Gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi benda hins vegar til þess að Cherkasov hafi verið í Brasilíu á þessum tíma. Þar bjó hann sem Ferreira og starfaði hjá ferðaskrifstofu við að byggja upp gervi sitt. Hann var einnig í námi í Johns Hopkins í Bandaríkjunum um tíma sem Ferreira. Gögnin sýna að hann ferðaðist aftur til Rússlands sem Cherkasov í júní 2015 en þá átti hann að vera eftirlýstur þar. Ekki í fyrsta sinn sem Rússar falsa ásakanir gegn eigin útsendurum Rannsóknarsamtökin segja þetta ekki í fyrsta sinn sem Rússar reyna að frelsa njósnara með því að falsa ásakanir sem þessar gegn þeim. Það eigi einnig við í máli Artem Uss, sem er sonur ríkisstjóra frá Síberíu. Hann var handtekinn á Ítalíu í október vegna ákæru gegn honum í Bandaríkjunum. Uss er sakaður um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og hafa Bandaríkjamenn farið fram á að hann verði framseldur frá Ítalíu. Rússar hafa á sama tíma höfðað mál gegn Uss og ákært hann fyrir fjárþvætti. Þeir vilja að hann verði framseldur til Rússlands. Eins og í máli Cherkasvos, þá birtist sú ákæra ekki á sakaskrá Rússlands fyrr en eftir að hann var handtekinn á Ítalíu. Þegar Tyrkir handtóku hælisleitanda frá Téténíu árið 2017 fóru Frakkar fram á að hann yrði framseldur til þeirra þar sem hann væri grunaður um að hafa komið að morðinu á Alexander Pereplichny árið 2012. Rússar kröfðust þess á sama tíma að maðurinn yrði framseldur til þeirra og héldu því fram að hann héti Valid Lurakhmaev og væri eftirlýstur. Maðurinn var framseldur til Rússlands en seinna kom í ljós að hann hét ekki Valid Lurakhmaev, heldur Alexander Fedin og að hann starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna (FSB) sem launmorðingi.
Rússland Brasilía Holland Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira