Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 12:21 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að nóvember, sem senn líður undir lok, hafi verið óvanalega hlýr. Vísir Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri. Hlýindi nóvembermánaðar hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Í Reykjavík hefur til að mynda ekki náð að snjóa í mánuðinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þetta sé fremur óvanalegt. „Það hafa verið ríkjandi austan og suðaustanáttir nánast allan mánuðinn með mildu lofti og það hefur einkennt veðurlagið. Hér um miðjan mánuðinn jafnaðist hitametið í Reykjavík 12,7 gráður. Þrálát hlýindi hafa verið einkenni á þessum mánuði en alveg þar til í gær þá hafði einhvers staðar á landinu hiti náð átta stigum alla daga mánaðarins og spennan verður núna um mánaðamótin að sjá hvort nýtt nóvemberhitamet verði slegið á Akureyri en það er frá 1956 og var 4,8 gráður. Hann stendur núna í 4,7 en það er kaldur dagur í dag en hins vegar er spáð mjög hlýju veðri á morgun sem lokar þessum sérstaka nóvembermánuði.“ En nóvember var ekki hlýrri en október er það? „Jú það stefnir í að það verði hlýrra víða um land en var í október. Það er frekar sérstakt en ekki einsdæmi. Það hefur gerst áður.“ Mánuðinum mun að öllum líkindum ljúka með trompi gangi spár eftir. „Það verður sérstaklega hlýtt á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Ég gæti trúað því að hitinn einhvers staðar á Norðurlandi færi í 14-15 stig en 12-13 á Akureyri og það rignir dálítið á suður og Suðausturlandi sérstaklega og Norðlendingar kalla þetta gjarnan hnjúkaþey þegar þetta gerist á haustin eða snemma vetrar en þetta stendur reyndar ekki lengi yfir. Þessi hlýjasta stroka fer yfir á 6-12 klukkustundum.“ Norðurljósin dönsuðu á himninum fyrir Akureyringa í gærkvöldi.Hanna Rún Hilmarsdóttir Sunnan og suðaustanáttir hafa verið ríkjandi í nóvember en það hefur ýtt undir hlýindin. „Við höfum fengið hlýja nóvembermánuði, til dæmis var þokkalega hlýtt 2014 og það var líka mjög hlýtt fyrir 20 árum síðan 2002 en allra hlýjasti nóvembermánuður sem veðurbækur geyma er frá 1945 og við náum nú ekki að velta honum úr sessi.“ En eru þessi hlýindi tilfallandi eða hluti af stærri þróun? „Stutta svarið er að þetta sé tilfallandi og við fáum alltaf svona hlýja nóvember mánuði á áratugs eða tveggja áratuga fresti. En hins vegar, ef þeim fer fjölgandi upp frá þessu, sem við vitum svo sem ekkert um, þá getum við farið að tala um loftslagsbreytingar“, segir Einar. Veður Akureyri Tengdar fréttir Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13 Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04 Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Hlýindi nóvembermánaðar hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Í Reykjavík hefur til að mynda ekki náð að snjóa í mánuðinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þetta sé fremur óvanalegt. „Það hafa verið ríkjandi austan og suðaustanáttir nánast allan mánuðinn með mildu lofti og það hefur einkennt veðurlagið. Hér um miðjan mánuðinn jafnaðist hitametið í Reykjavík 12,7 gráður. Þrálát hlýindi hafa verið einkenni á þessum mánuði en alveg þar til í gær þá hafði einhvers staðar á landinu hiti náð átta stigum alla daga mánaðarins og spennan verður núna um mánaðamótin að sjá hvort nýtt nóvemberhitamet verði slegið á Akureyri en það er frá 1956 og var 4,8 gráður. Hann stendur núna í 4,7 en það er kaldur dagur í dag en hins vegar er spáð mjög hlýju veðri á morgun sem lokar þessum sérstaka nóvembermánuði.“ En nóvember var ekki hlýrri en október er það? „Jú það stefnir í að það verði hlýrra víða um land en var í október. Það er frekar sérstakt en ekki einsdæmi. Það hefur gerst áður.“ Mánuðinum mun að öllum líkindum ljúka með trompi gangi spár eftir. „Það verður sérstaklega hlýtt á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Ég gæti trúað því að hitinn einhvers staðar á Norðurlandi færi í 14-15 stig en 12-13 á Akureyri og það rignir dálítið á suður og Suðausturlandi sérstaklega og Norðlendingar kalla þetta gjarnan hnjúkaþey þegar þetta gerist á haustin eða snemma vetrar en þetta stendur reyndar ekki lengi yfir. Þessi hlýjasta stroka fer yfir á 6-12 klukkustundum.“ Norðurljósin dönsuðu á himninum fyrir Akureyringa í gærkvöldi.Hanna Rún Hilmarsdóttir Sunnan og suðaustanáttir hafa verið ríkjandi í nóvember en það hefur ýtt undir hlýindin. „Við höfum fengið hlýja nóvembermánuði, til dæmis var þokkalega hlýtt 2014 og það var líka mjög hlýtt fyrir 20 árum síðan 2002 en allra hlýjasti nóvembermánuður sem veðurbækur geyma er frá 1945 og við náum nú ekki að velta honum úr sessi.“ En eru þessi hlýindi tilfallandi eða hluti af stærri þróun? „Stutta svarið er að þetta sé tilfallandi og við fáum alltaf svona hlýja nóvember mánuði á áratugs eða tveggja áratuga fresti. En hins vegar, ef þeim fer fjölgandi upp frá þessu, sem við vitum svo sem ekkert um, þá getum við farið að tala um loftslagsbreytingar“, segir Einar.
Veður Akureyri Tengdar fréttir Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13 Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04 Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13
Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04
Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18