Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2022 07:53 Maðurinn kvartaði til Persónuvernd vegna málsins. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. Maðurinn leitaði til Persónuverndar þar sem hann sóttist eftir því að fá eytt upplýsingum um sig sem birtar voru í leitarniðurstöðum í leitarvél Google þegar leitað var eftir nafni viðkomandi. Í greinunum var fjallað um meint einelti sem kvartandi átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google hafnaði beiðni viðkomandi um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að fyrirliggjandi gögn gæfu ekki til kynna að þær ásakanir sem fram kæmu í fréttaumfjölluninni væru rangar. Auk þess var fréttaumfjöllunin ennþá talin þjóna almannahagsmunum þar sem stutt væri síðan fréttaumfjöllunin var birt og þar sem umfjöllunin tengdist störfum kvartanda. Litið til atvinnu mannsins og „hlutverki hans í þjóðfélaginu“ Það var niðurstaða Persónuverndar að með hliðsjón af atvinnu mannsins sem kvartaði til stofnunarinnar og hlutverki hans í þjóðlífinu, þá vegi hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda. „Réttur almennings til upplýsingafrelsis var því talinn víkja til hliðar rétti kvartanda til að gleymast,“ segir á vef stofnunarinnar. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni á vef Persónuverndar þar sem hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um kvartanda. Jafnvel þó persónuauðkenni hafi verið afmáð þá var ákveðið að birta úrskurðinn ekki í heild sinni þó að búið væri að taka saman útdrátt úr honum. Eiga í vissum tilfellum rétt á að upplýsingar verði fjarlægðar Á vef Persónuverndar segir að almennt geti einstaklingar í vissum tilfellum átt rétt á því að upplýsingar sem birtast í leitarvélum, til að mynda Google, verði fjarlægðar. „Þó niðurstöður fáist fjarlægðar af leitarvélum verður efnið enn á netinu en hægt er að fá það fjarlægt í sumum tilfellum. Í þessu tilfelli var talið að hagsmunir almennings vægju þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda vegna atvinnu og hlutverks hans í þjóðlífinu,“ segir á vef Persónuverndar. Persónuvernd Vinnumarkaður Google Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Maðurinn leitaði til Persónuverndar þar sem hann sóttist eftir því að fá eytt upplýsingum um sig sem birtar voru í leitarniðurstöðum í leitarvél Google þegar leitað var eftir nafni viðkomandi. Í greinunum var fjallað um meint einelti sem kvartandi átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google hafnaði beiðni viðkomandi um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að fyrirliggjandi gögn gæfu ekki til kynna að þær ásakanir sem fram kæmu í fréttaumfjölluninni væru rangar. Auk þess var fréttaumfjöllunin ennþá talin þjóna almannahagsmunum þar sem stutt væri síðan fréttaumfjöllunin var birt og þar sem umfjöllunin tengdist störfum kvartanda. Litið til atvinnu mannsins og „hlutverki hans í þjóðfélaginu“ Það var niðurstaða Persónuverndar að með hliðsjón af atvinnu mannsins sem kvartaði til stofnunarinnar og hlutverki hans í þjóðlífinu, þá vegi hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda. „Réttur almennings til upplýsingafrelsis var því talinn víkja til hliðar rétti kvartanda til að gleymast,“ segir á vef stofnunarinnar. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni á vef Persónuverndar þar sem hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um kvartanda. Jafnvel þó persónuauðkenni hafi verið afmáð þá var ákveðið að birta úrskurðinn ekki í heild sinni þó að búið væri að taka saman útdrátt úr honum. Eiga í vissum tilfellum rétt á að upplýsingar verði fjarlægðar Á vef Persónuverndar segir að almennt geti einstaklingar í vissum tilfellum átt rétt á því að upplýsingar sem birtast í leitarvélum, til að mynda Google, verði fjarlægðar. „Þó niðurstöður fáist fjarlægðar af leitarvélum verður efnið enn á netinu en hægt er að fá það fjarlægt í sumum tilfellum. Í þessu tilfelli var talið að hagsmunir almennings vægju þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda vegna atvinnu og hlutverks hans í þjóðlífinu,“ segir á vef Persónuverndar.
Persónuvernd Vinnumarkaður Google Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira