„Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 16:31 Kelsey Plum varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu á dögunum aðeins nokkrum vikum eftir að hún varð WNBA-meistari. Getty/Mark Metcalfe Það er gríðarlega mikill munur á því að hvað leikmenn í NBA-deildinni og leikmenn í WNBA-deildinni eru að fá borgað í laun fyrir vinnu sína. Einn af bestu leikmönnum WNBA-deildarinnar á síðasta tímabili hefur lagt inn sín sjónarmið í umræðuna. Skiljanlega þykir körfuknattleikskonum í WNBA-deildinni á sér brotið þegar þær horfa upp á risalaun kollega þeirra í karladeildinni á sama tíma og þær eru aðeins að fá brotabrot af þeim. Munurinn er gríðarlegur og í raun algjörlega út í hött þótt að vinsældir NBA séu auðvitað miklu miklu meiri. Stephen Curry, ein stærsta stjarnan í NBA-deildinni, fær 48 milljónir dollara fyrir þetta tímabil. Hann er að fá 216 sinnum meira heldur en meðallaun leikmanns í kvennadeildinni. Ef við deilum launum Curry niður á leiki þá er hann að fá 700 þúsund dollara fyrir hvern leik. Stórstjörnur í WNBA, eins og þær Elena Delle Donne og Skylar Diggins Smith fá 222 þúsund dollara útborgað fyrir allt tímabilið. WNBA deildin er að auka vinsældir og sýnileika sinn sem vonandi hjálpar til að minnka þetta fáránlega bil sem fyrst. Nú hefur Kelsey Plum, leikmaður WNBA-meistara Las Vegas Aces og einn af fimm leikmönnum í liði ársins á síðustu leiktíð, tjáð sig um þetta launabil milli kynjanna í NBA og WNBA. Hún varð líka heimsmeistari með bandaríska landsliðinu í haust. „Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Við erum að biðja um að fá sama hlutfall af tekjum félaganna og karlarnir eru að fá,“ sagði Kelsey Plum eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún nefnir sem dæmi að hún fái ekkert þegar treyja með nafni hennar er seld en karlarnir fá aftur á móti tekjur af því, aukatekjur ofan á gríðarleg laun. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Skiljanlega þykir körfuknattleikskonum í WNBA-deildinni á sér brotið þegar þær horfa upp á risalaun kollega þeirra í karladeildinni á sama tíma og þær eru aðeins að fá brotabrot af þeim. Munurinn er gríðarlegur og í raun algjörlega út í hött þótt að vinsældir NBA séu auðvitað miklu miklu meiri. Stephen Curry, ein stærsta stjarnan í NBA-deildinni, fær 48 milljónir dollara fyrir þetta tímabil. Hann er að fá 216 sinnum meira heldur en meðallaun leikmanns í kvennadeildinni. Ef við deilum launum Curry niður á leiki þá er hann að fá 700 þúsund dollara fyrir hvern leik. Stórstjörnur í WNBA, eins og þær Elena Delle Donne og Skylar Diggins Smith fá 222 þúsund dollara útborgað fyrir allt tímabilið. WNBA deildin er að auka vinsældir og sýnileika sinn sem vonandi hjálpar til að minnka þetta fáránlega bil sem fyrst. Nú hefur Kelsey Plum, leikmaður WNBA-meistara Las Vegas Aces og einn af fimm leikmönnum í liði ársins á síðustu leiktíð, tjáð sig um þetta launabil milli kynjanna í NBA og WNBA. Hún varð líka heimsmeistari með bandaríska landsliðinu í haust. „Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Við erum að biðja um að fá sama hlutfall af tekjum félaganna og karlarnir eru að fá,“ sagði Kelsey Plum eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún nefnir sem dæmi að hún fái ekkert þegar treyja með nafni hennar er seld en karlarnir fá aftur á móti tekjur af því, aukatekjur ofan á gríðarleg laun. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira