Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 11:00 Íbúabyggð er ekki í hættu að svo stöddu og margir áhugasamir hafa lagt leið sína að fjallinu til að fylgjast með sjónarspilinu. AP/Marco Garcia Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. Byggð er ekki í hættu að svo stöddu og talið er að hraunið, sem rennur nú niður háar fjallshlíðarnar, nái ekki niður að íbúabyggð fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Almannavarnir landsins fylgjast þó vel með stöðu mála og hafa varað viðkvæma við útiveru á svæðinu vegna brennisteinsmengunar. David Ige, ríkisstjóri Hawaii, skrifaði undir neyðaryfirlýsingu í gær vegna gossins sem gerir þeim kleift að gefa út viðvaranir og framfylgja brottflutningum ef til þess kemur. Neyðarskýli voru opnuð á Kona og Kau svæðunum eftir að eldfjallið byrjaði að gjósa en þeim var lokað í gær. Einhverjir íbúar á svæðinu hafa engu að síður ákveðið að færa sig annað á meðan aðrir eru með varann á. Nicole Skilling, íbúi á svæðinu, var tilbúin fyrir allt þegar AP fréttaveitan náði tali af henni. AP/Caleb Jones AP fréttastofan ræddi meðal annars við Nicole Skilling sem hafði fjórum árum áður þurft að flýja heimili sitt eftir að stór hluti byggðar varð um 700 heimilum að bráð þegar Kīlauea gaus árið 2018. Kīlauea gaus aftur í fyrra og flæðir enn úr fjallinu ári síðar. Hún hafði ekki tekið ákvörðun um hvort hún myndi færa sig um set þegar fréttastofan náði tali af henni en var tilbúin með birgðir í bílnum sínum í versta falli. Sharing with you this evening, video from #MaunaLoa's NE Rift Zone. At ~11 am on Nov 29, 2022, the lava fountains were measured at 35-40 meters (115-148 ft) in height. The second video shows an a lava flow several meters (yards) thick, moving to the northeast. #MaunaLoaErupts pic.twitter.com/OoOK9kl2y5— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 30, 2022 Á sama tíma hafa margir haldið að gosstöðvunum til að sjá sjónarspilið með berum augum. Yfirvöld á svæðinu hafa bannað fólki að leggja á svæði nálægt gosstöðvunum en margir áhugasamir hafa einfaldlega lagt ólöglega á svæðinu. Gostungurnar teygja sig nú um 35 til 40 metra upp í loftið en hraunflæðið er talið frekar hægt, innan við tveir kílómetrar á klukkustund. Bjarminn frá gosinu sást víða á mánudag. AP/Marco Garcia Getty/USGS Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia Margir héldu að gosstöðvunum, þrátt fyrir að yfirvöld höfðu bannað bílum að leggja á svæðinu. AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Tengdar fréttir Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Byggð er ekki í hættu að svo stöddu og talið er að hraunið, sem rennur nú niður háar fjallshlíðarnar, nái ekki niður að íbúabyggð fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Almannavarnir landsins fylgjast þó vel með stöðu mála og hafa varað viðkvæma við útiveru á svæðinu vegna brennisteinsmengunar. David Ige, ríkisstjóri Hawaii, skrifaði undir neyðaryfirlýsingu í gær vegna gossins sem gerir þeim kleift að gefa út viðvaranir og framfylgja brottflutningum ef til þess kemur. Neyðarskýli voru opnuð á Kona og Kau svæðunum eftir að eldfjallið byrjaði að gjósa en þeim var lokað í gær. Einhverjir íbúar á svæðinu hafa engu að síður ákveðið að færa sig annað á meðan aðrir eru með varann á. Nicole Skilling, íbúi á svæðinu, var tilbúin fyrir allt þegar AP fréttaveitan náði tali af henni. AP/Caleb Jones AP fréttastofan ræddi meðal annars við Nicole Skilling sem hafði fjórum árum áður þurft að flýja heimili sitt eftir að stór hluti byggðar varð um 700 heimilum að bráð þegar Kīlauea gaus árið 2018. Kīlauea gaus aftur í fyrra og flæðir enn úr fjallinu ári síðar. Hún hafði ekki tekið ákvörðun um hvort hún myndi færa sig um set þegar fréttastofan náði tali af henni en var tilbúin með birgðir í bílnum sínum í versta falli. Sharing with you this evening, video from #MaunaLoa's NE Rift Zone. At ~11 am on Nov 29, 2022, the lava fountains were measured at 35-40 meters (115-148 ft) in height. The second video shows an a lava flow several meters (yards) thick, moving to the northeast. #MaunaLoaErupts pic.twitter.com/OoOK9kl2y5— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 30, 2022 Á sama tíma hafa margir haldið að gosstöðvunum til að sjá sjónarspilið með berum augum. Yfirvöld á svæðinu hafa bannað fólki að leggja á svæði nálægt gosstöðvunum en margir áhugasamir hafa einfaldlega lagt ólöglega á svæðinu. Gostungurnar teygja sig nú um 35 til 40 metra upp í loftið en hraunflæðið er talið frekar hægt, innan við tveir kílómetrar á klukkustund. Bjarminn frá gosinu sást víða á mánudag. AP/Marco Garcia Getty/USGS Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia Margir héldu að gosstöðvunum, þrátt fyrir að yfirvöld höfðu bannað bílum að leggja á svæðinu. AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia
Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Tengdar fréttir Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04