Rannsókn á skipulagningu hryðjuverka lokið og boltinn hjá saksóknara Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 16:32 Frá upplýsingafundi lögreglu í september. Vísir/Vilhelm Rannsókn í máli tveggja manna sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka er nú lokið og eru gögnin komin til saksóknara sem ákveður næstu skref og hvort ákæra verði gefin út. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og verða þar áfram í hið minnsta fram á næstu viku. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu en rannsóknin beindist að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk og hins vegar brotum á vopnalögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæra verði gefin út og þá hvenær en að sögn Ólafs ætti ekki að líða langur tími þar til saksóknari tekur ákvörðun. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í síðustu viku en þeir höfðu þá þegar verið í varðhaldi í níu vikur. Lögmaður annars mannsins kærði úrskurðinn í síðustu viku til Landsréttar sem síðan staðfesti úrskurðinn, að sögn Ólafs. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald að svo stöddu. Fleiri hafa stöðu sakbornings á mögulegum vopnalagabrotum en saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara sagði þá innan við tíu talsins þegar fréttastofa ræddi við hann í síðustu viku. Upp komst um málið um miðjan september eftir upplýsingar um rannsókn sem hafði staðið yfir í nokkrar vikur, og sneri að framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum, leiddi til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess. Fjórir voru handteknir í sambandi við málið í september í umfangsmiklum aðgerðum víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá lagði lögregla hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Á upplýsingafundi lögreglu eftir að upp komst um málið var vísað til þess að rætt hafi verið um Alþingi og árshátíð lögreglumanna sem möguleg skotmörk. Um miðjan október kom síðan fram í fjölmiðlum að mennirnir hefðu rætt sín á milli að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og sósíalistana Gunnar Smára Egilsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi þingmenn Pírata einnig komið til tals. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu en rannsóknin beindist að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk og hins vegar brotum á vopnalögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæra verði gefin út og þá hvenær en að sögn Ólafs ætti ekki að líða langur tími þar til saksóknari tekur ákvörðun. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í síðustu viku en þeir höfðu þá þegar verið í varðhaldi í níu vikur. Lögmaður annars mannsins kærði úrskurðinn í síðustu viku til Landsréttar sem síðan staðfesti úrskurðinn, að sögn Ólafs. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald að svo stöddu. Fleiri hafa stöðu sakbornings á mögulegum vopnalagabrotum en saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara sagði þá innan við tíu talsins þegar fréttastofa ræddi við hann í síðustu viku. Upp komst um málið um miðjan september eftir upplýsingar um rannsókn sem hafði staðið yfir í nokkrar vikur, og sneri að framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum, leiddi til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess. Fjórir voru handteknir í sambandi við málið í september í umfangsmiklum aðgerðum víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá lagði lögregla hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Á upplýsingafundi lögreglu eftir að upp komst um málið var vísað til þess að rætt hafi verið um Alþingi og árshátíð lögreglumanna sem möguleg skotmörk. Um miðjan október kom síðan fram í fjölmiðlum að mennirnir hefðu rætt sín á milli að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og sósíalistana Gunnar Smára Egilsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi þingmenn Pírata einnig komið til tals.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55
„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05
Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15