Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. desember 2022 21:05 Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri er efins um skynsemi þess að sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina ríkisstofnun enda segir hann að Skógræktarinnar vegna sé engin þörf á sameiningu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur ákveðið að Skógræktin og Landgræðslan verði sameinaðar í eina ríkisstofnun. Mörgum finnst þetta skynsamlegt en aðrir eru ekki jafn sannfærðir eins og skógræktarstjóri sjálfur. „Skógræktarinnar vegna er engin þörf á að sameina að mínu mati. Hitti er svo annað mál að ég sé alveg möguleikana í sameiningu og það eru talsverðir möguleikar á að mynda öfluga stofnun en það þarf auðvitað að standa vel að því og allt það,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og bætir við. „Skógræktarinnar vegna er ekki knýjandi ástæða, það gengur vel hjá okkur, við eru á góðri siglingu, það er framgangur í skógrækt og okkur tekst vel til. Þá er spurning þegar vel gengur hvort að einhver breyting á því sé af hinu góða eða hinu slæma og það veit maður ekkert náttúrulega fyrir fram.“ Um 130 manns vinna hjá báðum stofnunum í dag. Þröstur segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á því hvar höfuðstöðvar nýrrar stofunnar ættu að vera en nefnir þó þessa fjóra staði. Höfuðstvöðar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Egilsstaðir að sjálfsögðu, Gunnarsholt, Akureyri og Selfoss.“ Hvernig leggst þessi sameining í þitt starfsfólk? „Misjafnlega. Það eru flestir bara blátt áfram um að láta þetta ganga, það er alveg ljóst, hvað svo sem þeim finnst um það, þar að segja hvort þeim finnist það jákvætt eða neikvætt, þá er starfsfólk almennt blátt áfram um að þetta gangi vel,“ segir Þröstur. Höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Akureyri Múlaþing Árborg Rangárþing ytra Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur ákveðið að Skógræktin og Landgræðslan verði sameinaðar í eina ríkisstofnun. Mörgum finnst þetta skynsamlegt en aðrir eru ekki jafn sannfærðir eins og skógræktarstjóri sjálfur. „Skógræktarinnar vegna er engin þörf á að sameina að mínu mati. Hitti er svo annað mál að ég sé alveg möguleikana í sameiningu og það eru talsverðir möguleikar á að mynda öfluga stofnun en það þarf auðvitað að standa vel að því og allt það,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og bætir við. „Skógræktarinnar vegna er ekki knýjandi ástæða, það gengur vel hjá okkur, við eru á góðri siglingu, það er framgangur í skógrækt og okkur tekst vel til. Þá er spurning þegar vel gengur hvort að einhver breyting á því sé af hinu góða eða hinu slæma og það veit maður ekkert náttúrulega fyrir fram.“ Um 130 manns vinna hjá báðum stofnunum í dag. Þröstur segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á því hvar höfuðstöðvar nýrrar stofunnar ættu að vera en nefnir þó þessa fjóra staði. Höfuðstvöðar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Egilsstaðir að sjálfsögðu, Gunnarsholt, Akureyri og Selfoss.“ Hvernig leggst þessi sameining í þitt starfsfólk? „Misjafnlega. Það eru flestir bara blátt áfram um að láta þetta ganga, það er alveg ljóst, hvað svo sem þeim finnst um það, þar að segja hvort þeim finnist það jákvætt eða neikvætt, þá er starfsfólk almennt blátt áfram um að þetta gangi vel,“ segir Þröstur. Höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Akureyri Múlaþing Árborg Rangárþing ytra Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira