Vill tryggja launahækkanir sem allra fyrst Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 2. desember 2022 12:19 Vísir/Egill Aðilar vinnumarkaðarins halda áfram að funda í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag en gert var hlé á fundarhöldum í gær svo viðsemjendur gætu farið yfir málin með sínu baklandi. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir mikilvægt að ná saman eins fljótt og mögulegt er. Vilhjálmur segist bjartsýnn fyrir viðræður dagsins: „Það er hugur í mér um að reyna að ná að klára kjarasamninginn með það að markmiði að koma launahækkunum út til minna félagsmanna eins fljótt og verða má enda hefur lágtekjufólk á íslenskum vinnumarkaði þurft að þola gríðarlegar hækkanir á liðnum misserum. Ég tel engan tíma mega missa í því að koma launahækkunum út til fólksins. Það er megin markmiðið. Það er að ganga í garð jólahátíð og ég veit að það er mikið af lágtekjufólki sem á erfitt með að ná endum saman. Ég tek þá ábyrgð gríðarlega alvarlega að okkur takist að koma þessum launahækkunum út til fólksins. Hvort það takist, það verður tíminn að leiða í ljós.“ Vilhjálmur segir eftir sem áður að hans vilji sé til þess að semja um krónutöluhækkanir í þessum viðræðum. Krónutöluhækkanir gagnist lágtekufólki best. „Já, við erum að semja um krónutöluhækkanir enda hef ég sagt það í ræðu og riti í gegnum árin að prósentuhækkanir gagnvart lágtekjufólki eru aflgjafi misskiptingar og óréttlætis.“ En skynjar Vilhjálmur samningsvilja hjá Samtökum atvinnulífsins? „Ég held að það sé allavega vilji til þess að reyna eins og kostur er að ná þessu saman. Það þarf alltaf tvo til þegar tveir deila það liggur bara fyrir ef það á að nást lausn. Svo ég biðla bara til samtaka atvinnulífsins að leggja sitt af mörkum til þess að við náum saman.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira
Vilhjálmur segist bjartsýnn fyrir viðræður dagsins: „Það er hugur í mér um að reyna að ná að klára kjarasamninginn með það að markmiði að koma launahækkunum út til minna félagsmanna eins fljótt og verða má enda hefur lágtekjufólk á íslenskum vinnumarkaði þurft að þola gríðarlegar hækkanir á liðnum misserum. Ég tel engan tíma mega missa í því að koma launahækkunum út til fólksins. Það er megin markmiðið. Það er að ganga í garð jólahátíð og ég veit að það er mikið af lágtekjufólki sem á erfitt með að ná endum saman. Ég tek þá ábyrgð gríðarlega alvarlega að okkur takist að koma þessum launahækkunum út til fólksins. Hvort það takist, það verður tíminn að leiða í ljós.“ Vilhjálmur segir eftir sem áður að hans vilji sé til þess að semja um krónutöluhækkanir í þessum viðræðum. Krónutöluhækkanir gagnist lágtekufólki best. „Já, við erum að semja um krónutöluhækkanir enda hef ég sagt það í ræðu og riti í gegnum árin að prósentuhækkanir gagnvart lágtekjufólki eru aflgjafi misskiptingar og óréttlætis.“ En skynjar Vilhjálmur samningsvilja hjá Samtökum atvinnulífsins? „Ég held að það sé allavega vilji til þess að reyna eins og kostur er að ná þessu saman. Það þarf alltaf tvo til þegar tveir deila það liggur bara fyrir ef það á að nást lausn. Svo ég biðla bara til samtaka atvinnulífsins að leggja sitt af mörkum til þess að við náum saman.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira