Umfjöllun: Hörður - Haukar 37-43 | Haukar halda áfram að mjaka sér upp töfluna Hjörvar Ólafsson skrifar 3. desember 2022 17:22 Guðmundur Bragi Ástþórsson lék á als oddi fyrir Hauka. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Haukar gerðu góða ferð til Ísafjarðar en liðið sótti tvö stig þangað í leik sínum við Hörð í 11. umferð Olísdeildar karla í handbolta í dag. Lokatölur í leiknum urðu 43-37 Haukum í vil en gestirnir náðu fljótlega frumkvæðinu í leiknum og fóru að lokum með sannfærandi sex marka sigur af hólmi. Guðmundur Bragi Ástþórsson var frábær í liði Hauka en hann skoraði 14 mörk í leiknum og Andri Már Rúnarsson kom næstur hjá gestunum með átta mörk. Endijs Kusners var hins vegar drjúgur fyrir Hörð en hann skoraði 10 mörk. Haukar jöfnuðu Selfoss að stigum með þessum sigri en liðin hafa hvort um sig 11 stig í sjöunda til áttunda sæti deildarinnar. Hörður er aftur á móti áfram án sigurs með eitt stig og vermir botnsætið. Af hverju unnu Haukar? Sóknarleikur Hauka var vel útfærður og liðið gerði fá mistök á þeim enda vallarins. Guðmundur Bragi dró vagninn og Andri Már lagði þung lóð á vogarskálina. Hverjir stóðu upp úr? Títtnefndur Guðmundur Bragi var í sérflokki á vellinum í dag og Andri Már Endijs Kusners voru þeir sem komust næst með tærnar að hælum hans. Magnús Gunnar Karlsson átti svo fínan leik í marki Hauka. Hvað gekk illa? Enn og aftur byrja Harðverjar illa og grafa sér svo djúpa holu að erfitt er að komast upp úr henni í tæka tíð fyrir lok leikja sinna. Heimamenn gáfust þó ekki upp og héldu muninum í kringum sex mörk. Hvað gerist næst? Haukar sækja KA-menn heim í síðasta leik sínum fyrir jólafrí laugardaginn eftir slétta viku. Harðverjar geta hins vegar farið að huga að jólahaldi sínu þar sem þeir eru komnir í frí. Olís-deild karla Hörður Haukar Handbolti
Haukar gerðu góða ferð til Ísafjarðar en liðið sótti tvö stig þangað í leik sínum við Hörð í 11. umferð Olísdeildar karla í handbolta í dag. Lokatölur í leiknum urðu 43-37 Haukum í vil en gestirnir náðu fljótlega frumkvæðinu í leiknum og fóru að lokum með sannfærandi sex marka sigur af hólmi. Guðmundur Bragi Ástþórsson var frábær í liði Hauka en hann skoraði 14 mörk í leiknum og Andri Már Rúnarsson kom næstur hjá gestunum með átta mörk. Endijs Kusners var hins vegar drjúgur fyrir Hörð en hann skoraði 10 mörk. Haukar jöfnuðu Selfoss að stigum með þessum sigri en liðin hafa hvort um sig 11 stig í sjöunda til áttunda sæti deildarinnar. Hörður er aftur á móti áfram án sigurs með eitt stig og vermir botnsætið. Af hverju unnu Haukar? Sóknarleikur Hauka var vel útfærður og liðið gerði fá mistök á þeim enda vallarins. Guðmundur Bragi dró vagninn og Andri Már lagði þung lóð á vogarskálina. Hverjir stóðu upp úr? Títtnefndur Guðmundur Bragi var í sérflokki á vellinum í dag og Andri Már Endijs Kusners voru þeir sem komust næst með tærnar að hælum hans. Magnús Gunnar Karlsson átti svo fínan leik í marki Hauka. Hvað gekk illa? Enn og aftur byrja Harðverjar illa og grafa sér svo djúpa holu að erfitt er að komast upp úr henni í tæka tíð fyrir lok leikja sinna. Heimamenn gáfust þó ekki upp og héldu muninum í kringum sex mörk. Hvað gerist næst? Haukar sækja KA-menn heim í síðasta leik sínum fyrir jólafrí laugardaginn eftir slétta viku. Harðverjar geta hins vegar farið að huga að jólahaldi sínu þar sem þeir eru komnir í frí.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti