Englendingar léku sér að Senegal og eru komnir í 8-liða úrslit Arnar Geir Halldórsson skrifar 4. desember 2022 20:54 Öflugir. vísir/Getty England mætir heimsmeisturum Frakklands í 8-liða úrslitum á HM í fótbolta eftir afar öruggan sigur á Senegal í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Raheem Sterling var óvænt ekki í leikmannahópi enska liðsins í kvöld af fjölskylduástæðum. Segja má að England hafi stýrt leiknum frá upphafi til enda en Senegal fékk þó tækifæri til að komast yfir eftir rúman hálftíma þegar Jordan Pickford þurfti að hafa sig allan við til að verja frá Boulaye Dia. Jordan Henderson kom enska liðinu í forystu á 42.mínútu þegar hann batt endi á góða skyndisókn eftir góðan undirbúning frá ungstirninu Jude Bellingham. England er komið yfir í leiknum en það er Jordan Henderson sem skorar á 37. mínútu pic.twitter.com/MD5mKt81Tr— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022 1-0 varð 2-0 skömmu síðar þegar markahrókurinn Harry Kane komst loks á blað. Aftur kom markið eftir snarpa skyndisókn sem hófst hjá Bellingham áður en Phil Foden setti Kane í gegn. Afgreiðslan hjá Kane afar góð og enska liðið með tveggja marka forystu í leikhléið. Harry Kane skorar hér annað mark Englands rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Kane með sitt fyrsta mark á þessu HM pic.twitter.com/9GRcPJYuaw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022 Senegal, án sinnar skærustu stjörnu, Sadio Mane, átti aldrei möguleika á að koma til baka í síðari hálfleiknum og þess í stað gerði Bukayo Saka endanlega út um leikinn eftir frábæran undirbúning Foden. Saka með þriðja mark Englands á 57. mínútu eftir góða sendingu frá Foden pic.twitter.com/sshOug2Azn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022 HM 2022 í Katar
England mætir heimsmeisturum Frakklands í 8-liða úrslitum á HM í fótbolta eftir afar öruggan sigur á Senegal í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Raheem Sterling var óvænt ekki í leikmannahópi enska liðsins í kvöld af fjölskylduástæðum. Segja má að England hafi stýrt leiknum frá upphafi til enda en Senegal fékk þó tækifæri til að komast yfir eftir rúman hálftíma þegar Jordan Pickford þurfti að hafa sig allan við til að verja frá Boulaye Dia. Jordan Henderson kom enska liðinu í forystu á 42.mínútu þegar hann batt endi á góða skyndisókn eftir góðan undirbúning frá ungstirninu Jude Bellingham. England er komið yfir í leiknum en það er Jordan Henderson sem skorar á 37. mínútu pic.twitter.com/MD5mKt81Tr— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022 1-0 varð 2-0 skömmu síðar þegar markahrókurinn Harry Kane komst loks á blað. Aftur kom markið eftir snarpa skyndisókn sem hófst hjá Bellingham áður en Phil Foden setti Kane í gegn. Afgreiðslan hjá Kane afar góð og enska liðið með tveggja marka forystu í leikhléið. Harry Kane skorar hér annað mark Englands rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Kane með sitt fyrsta mark á þessu HM pic.twitter.com/9GRcPJYuaw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022 Senegal, án sinnar skærustu stjörnu, Sadio Mane, átti aldrei möguleika á að koma til baka í síðari hálfleiknum og þess í stað gerði Bukayo Saka endanlega út um leikinn eftir frábæran undirbúning Foden. Saka með þriðja mark Englands á 57. mínútu eftir góða sendingu frá Foden pic.twitter.com/sshOug2Azn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022