Innlent

Sjö ára drengur á meðal þeirra al­var­legu slösuðu

Kjartan Kjartansson skrifar
Þrír þeirra slösuðu voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöldi.
Þrír þeirra slösuðu voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Einn þeirra þriggja sem eru alvarlega slasaðir eftir bílslysið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi er sjö ára gamall drengur. Fólkið sem slasaðist alvarlega er úr báðum bílunum.

Fimm slösuðust þegar tveir bíla sem komu hvor úr sinni áttinni rákust framan á hvor annan á Hnífsdalsvegi á Vestfjörðum í gærkvöldi. Allir sem voru í bílunum eru heimamenn. Þrír voru fluttir alvarlega slasaðir með sjúkraflugvél til Reykjavíkur en tveir eru enn á sjúkrahúsinu á Ísafirði.

Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, staðfestir við Vísi að sjö ára drengur sé á meðal þeirra alvarlega slösuðu. Miðillinn mbl.is sagði fyrst frá því að sjö ára barn væri á meðal slasaðra. Hlynur segir Vísi að þeir sem eru alvarlega slasaðir séu úr báðum bílunum.

Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir út vegna slyssins þegar hópslysaáætlun var virkjuð í gærkvöldi. Tildrög þess eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum þegar slysið varð.

Hlynur lýsir ástandi þeirra slösuðu sem stöðugu.


Tengdar fréttir

Fimm slösuðust í á­rekstri á Hnífs­dals­vegi

Tveggja bíla árekstur varð á Hnífsdalsvegi fyrr í kvöld. Fimm eru slasaðir og komu inn á sjúkrahús á Ísafirði. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð. Tvær flugvélar fluttu þrjá af þeim slösuðu suður. Enginn er sagður látinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×