Heilu þorpin grafin undir ösku og leðju Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2022 10:14 Frá þorpinu Kajar Kuning þar sem öskan og leðjan nær upp að húsþökum. AP/Imanuel Yoga Björgunarsveitir hafa unnið hörðum höndum að því að flytja fólk af svæðinu í kringum eldfjallið Semeru á Austur-Jövu í Indónesíu. Eldgosið byrjaði að spúa ösku í gær en hún náði meira en 1.500 metra í loftið og liggja heilu þorpin undir ösku og leðju. Verst ku staðan vera í þorpunum Sumberwuluh og Supiturang þar sem askan er sögð ná upp að þaki húsa. AP fréttaveitan segir að engar tilkynningar um mannfalli hafi borist en búið er að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi. Samkvæmt fréttaveitunni hófst eldgosið vegna mikillar rigningar í Indónesíu. Hún leiddi til þess að hraunhvelfing yfir gíg eldfjallsins hrundi. Við það flæddi hrauns og heitt gas niður hlíðar fjallsins og yfir þorp. Brú sem var nýverið nýbyggð eftir að hún eyðilagðist í eldgosi í fyrra, eyðilagðist aftur. Síðast gaus í Semeru í desember í fyrra og þá dó 51. Margir þeirra voru að vinna í hlíðum fjallsins við að grafa sand og dóu í þorpum sem grófust undir leðju. Þá þurfti að flytja rúmlega tíu þúsund manns af svæðinu við eldfjallið en Austur-Java er mjög þéttbýl og þúsundir búa í hlíðum eldfjallsins og við rætur þess. People inspect their ash-covered village following the eruption of Mount Semeru in Lumajang, East Java, Indonesia, Monday, Dec. 5, 2022. Indonesia's highest volcano on its most densely populated island released searing gas clouds and rivers of lava Sunday in its latest eruption.AP/Imanuel Yoga Ríkisstjóri héraðsins segir íbúa enn muna vel eftir eldgosinu í fyrra og flestir hafi flúið þegar eldfjallið byrjaði að láta á sér kræla í gær. Margir hafi þó snúið aftur í dag til að huga að heimilum sínum og eigum. AFP segir um 2.500 manns halda til í neyðarskýlum. Þá sé verið að dreifa grímum til íbúa og setja upp fjöldaeldhús sem fólk geti notað. Svo virðist sem virkni í eldfjallinu hafi dregist saman en sérfræðingar óttast enn samspil mikillar ösku og rigningar. Það gæti leitt til frekari skriðufalla. [UPDATE] Pada pukul 12.00 WIB, Gunung Semeru naik status menjadi Level IV (Awas), dari sebelumnya Level III (Siaga).Dihimbau utk tidak beraktivitas dalam radius 8 km dari puncak, dan sektoral arah tenggara (Besuk Kobokai dan Kali Lanang) sejauh 19 km dari puncak.#KLHK pic.twitter.com/9tLp0HbVUw— Kementerian LHK (@KementerianLHK) December 4, 2022 Villagers inspect an area affected by the eruption of Mount Semeru in Kajar Kuning vilage in Lumajang, East Java, Indonesia, Monday, Dec. 5, 2022. Indonesia's highest volcano on its most densely populated island released searing gas clouds and rivers of lava Sunday in its latest eruption.AP/Imanuel Yoga Indónesía Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Verst ku staðan vera í þorpunum Sumberwuluh og Supiturang þar sem askan er sögð ná upp að þaki húsa. AP fréttaveitan segir að engar tilkynningar um mannfalli hafi borist en búið er að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi. Samkvæmt fréttaveitunni hófst eldgosið vegna mikillar rigningar í Indónesíu. Hún leiddi til þess að hraunhvelfing yfir gíg eldfjallsins hrundi. Við það flæddi hrauns og heitt gas niður hlíðar fjallsins og yfir þorp. Brú sem var nýverið nýbyggð eftir að hún eyðilagðist í eldgosi í fyrra, eyðilagðist aftur. Síðast gaus í Semeru í desember í fyrra og þá dó 51. Margir þeirra voru að vinna í hlíðum fjallsins við að grafa sand og dóu í þorpum sem grófust undir leðju. Þá þurfti að flytja rúmlega tíu þúsund manns af svæðinu við eldfjallið en Austur-Java er mjög þéttbýl og þúsundir búa í hlíðum eldfjallsins og við rætur þess. People inspect their ash-covered village following the eruption of Mount Semeru in Lumajang, East Java, Indonesia, Monday, Dec. 5, 2022. Indonesia's highest volcano on its most densely populated island released searing gas clouds and rivers of lava Sunday in its latest eruption.AP/Imanuel Yoga Ríkisstjóri héraðsins segir íbúa enn muna vel eftir eldgosinu í fyrra og flestir hafi flúið þegar eldfjallið byrjaði að láta á sér kræla í gær. Margir hafi þó snúið aftur í dag til að huga að heimilum sínum og eigum. AFP segir um 2.500 manns halda til í neyðarskýlum. Þá sé verið að dreifa grímum til íbúa og setja upp fjöldaeldhús sem fólk geti notað. Svo virðist sem virkni í eldfjallinu hafi dregist saman en sérfræðingar óttast enn samspil mikillar ösku og rigningar. Það gæti leitt til frekari skriðufalla. [UPDATE] Pada pukul 12.00 WIB, Gunung Semeru naik status menjadi Level IV (Awas), dari sebelumnya Level III (Siaga).Dihimbau utk tidak beraktivitas dalam radius 8 km dari puncak, dan sektoral arah tenggara (Besuk Kobokai dan Kali Lanang) sejauh 19 km dari puncak.#KLHK pic.twitter.com/9tLp0HbVUw— Kementerian LHK (@KementerianLHK) December 4, 2022 Villagers inspect an area affected by the eruption of Mount Semeru in Kajar Kuning vilage in Lumajang, East Java, Indonesia, Monday, Dec. 5, 2022. Indonesia's highest volcano on its most densely populated island released searing gas clouds and rivers of lava Sunday in its latest eruption.AP/Imanuel Yoga
Indónesía Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira