Ekki mikill tími til stefnu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. desember 2022 18:43 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Von um skammtímasamning er úti ef ekki tekst að semja á næstu dögum að mati formanns VR. Mikil ólga ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að Starfsgreinasambandið samdi við Samtök atvinnulífsins um helgina. Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins náðu saman á laugardaginn eftir maraþonfund í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjaradeilum vetrarins er þó hvergi nærri lokið en stór stéttarfélög eins og VR og Efling eru ekki hluti af þeim samningum sem voru undirritaðir. VR gengur til samningaborðsins í samfloti með iðn- og tæknifólki en ekki var fundað í Karphúsinu í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að ef landa eigi skammtímasamningi verði það að gerast á næstu dögum. „Við erum bara í fullri vinnu við að undirbúa okkar atlögu að kjarasamningi og við höfum ekki langan tíma til stefnu að landa skammtímasamningum. Þetta eru bara nokkrir dagar. Svo bara koma jólin og ef að þetta dregst eitthvað mikið lengur þá er skammtímasamningur útaf borðinu og við þurfum að fara að ræða lengri samning.“ Ragnar Þór segir samningsaðila vera að ákveða næstu skref í viðræðunum. „Það er eiginlega bara eitthvað sem við erum vinna í núna á þessari stundu og eitthvað frameftir kvöldi. Og það ætti að skýrast á morgun hvernig við munum nálgast það verkefni.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður starfsgreinasambandsins, skrifaði ítarlegan pistil á facebook-síðu sína í gær þar sem hann segir fyrrum félaga sína vera að stinga sig í bakið og segir meðal annar að upplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla. Ragnar Þór segist ekki taka þetta til sín. „Hann verður að svara því. Ég tek þetta ekki til mín. Ég hef unnið af miklum heilindum og ég held að það viti allir sem mig þekkja innan hreyfingarinnar. Ég tek þetta bara einfaldlega ekki til mín. Ég tel þetta ekki eiga við mig og hann verður bara að svara fyrir það sjálfur við hverja hann á.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07 Samningsstaðan sé verri eftir samkomulag SGS við SA Ragnar Þór Ingófsson, formaður VR, segir samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir að Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins lentu nýjum kjarasamningi um helgina. Ragnar Þór segir VR aftur komið að samningaborðinu. 5. desember 2022 12:31 Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47 Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins náðu saman á laugardaginn eftir maraþonfund í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjaradeilum vetrarins er þó hvergi nærri lokið en stór stéttarfélög eins og VR og Efling eru ekki hluti af þeim samningum sem voru undirritaðir. VR gengur til samningaborðsins í samfloti með iðn- og tæknifólki en ekki var fundað í Karphúsinu í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að ef landa eigi skammtímasamningi verði það að gerast á næstu dögum. „Við erum bara í fullri vinnu við að undirbúa okkar atlögu að kjarasamningi og við höfum ekki langan tíma til stefnu að landa skammtímasamningum. Þetta eru bara nokkrir dagar. Svo bara koma jólin og ef að þetta dregst eitthvað mikið lengur þá er skammtímasamningur útaf borðinu og við þurfum að fara að ræða lengri samning.“ Ragnar Þór segir samningsaðila vera að ákveða næstu skref í viðræðunum. „Það er eiginlega bara eitthvað sem við erum vinna í núna á þessari stundu og eitthvað frameftir kvöldi. Og það ætti að skýrast á morgun hvernig við munum nálgast það verkefni.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður starfsgreinasambandsins, skrifaði ítarlegan pistil á facebook-síðu sína í gær þar sem hann segir fyrrum félaga sína vera að stinga sig í bakið og segir meðal annar að upplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla. Ragnar Þór segist ekki taka þetta til sín. „Hann verður að svara því. Ég tek þetta ekki til mín. Ég hef unnið af miklum heilindum og ég held að það viti allir sem mig þekkja innan hreyfingarinnar. Ég tek þetta bara einfaldlega ekki til mín. Ég tel þetta ekki eiga við mig og hann verður bara að svara fyrir það sjálfur við hverja hann á.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07 Samningsstaðan sé verri eftir samkomulag SGS við SA Ragnar Þór Ingófsson, formaður VR, segir samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir að Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins lentu nýjum kjarasamningi um helgina. Ragnar Þór segir VR aftur komið að samningaborðinu. 5. desember 2022 12:31 Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47 Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07
Samningsstaðan sé verri eftir samkomulag SGS við SA Ragnar Þór Ingófsson, formaður VR, segir samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir að Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins lentu nýjum kjarasamningi um helgina. Ragnar Þór segir VR aftur komið að samningaborðinu. 5. desember 2022 12:31
Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47
Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16
„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent