Við leit dagsins var notast við neðansjávarfar frá Teledyne Gavia ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Neðansjávarfarið er búið hliðarhljóðsjá og myndavél til þess að athuga megi sjávarbotninn en þegar leit lýkur í kvöld mun úrvinnsla gagna frá neðansjávarfarinu hefjast.
Hér að neðan má sjá neðansjávarfarið fært á léttbát og staðsetningu undirbúna fyrir leit fyrr í dag.