Samþætting þjónustu við eldra fólk Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 6. desember 2022 18:03 Á síðasta kjörtímabili var mikil vinna lögð í breytingu á þjónustu í þágu farsældar barna. Útkoman úr þeirri vinnu voru farsældarlögin svokölluðu og innleiðing á þeim er farin á stað og lofar góðu. Samstarf um aukna þjónustu í þágu farsældar barna er framtíðarstef í velferð barna til að vaxa sem fullgildir einstaklingar í íslensku samfélagi. Þegar þessar breytingar verða að fullu virkjaðar má búast við miklum framförum í þjónustu við börn. Samfella í þjónustu skilar betri niðurstöðu fyrir barnið og samfélagið sjálf. Þeir sem vinna í þjónustu barna hafa fagnað þessari hugarfarsbreytingu sem lengi hefur verið kallað eftir og þegar var farið að talað um að nýta þessa hugmyndafræði þessa fyrir aðra þjónustuhópa. Það hefur nú verið gert Heilbrigðisráðherra ásamt félags- og vinnumarkaðsráðherra ýttu í gær úr vör drög að aðgerðaáætlun til fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk. Um er að ræða heildarendurskoðun þjónustu við aldraða og eru fimm þættir lagðir til grundvallar: Samþætting, virkni, upplýsing, þróun og heimili. Ber verkefnið heitið – Gott að eldast. Líkt og kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið hafa svo sannarlega tekið verkefnið af fullri alvöru upp á sína arma og stendur til að leggja fram þingsályktunartillögu á komandi vorþingi sem felur í sér aðgerðaráætlun um samþættingu á þjónustu við eldra fólk með það að markmiðið að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða samfélagslegt umbótaverkefni sem á að efla þjónustu við eldra fólk og auka samvinnu og samþættingu milli heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu. Þjónusta á forsendum þjónustuþega Þjóðin er að eldast og breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á að samfélagið þurfi að aðlagast með. Við þurfum að leita nýrra og lausnamiðaðri leiða ásamt því að auka samvinnu og samtal. Það er mikilvægt að þjónusta sé veitt þegar hennar er þörf á forsendum fólksins sjálfs. Forvarnir, heilsuefling og endurhæfing spila stórt hlutverk í heilbrigðri öldrun þjóðarinnar til framtíðar. Við viljum að fólki geti látið sig hlakka til efri áranna og síðustu áratugir ævinnar eiga að vera meðal þeirra allra bestu. Það er fátt verðmætara samfélaginu en að viðhalda færni og virkni einstaklingsins. Líkt og með breytingar í þágu farsældar barna er þetta verkefni sem nú er hafið arðbært fyrir þjóðfélagið. En mesti ábatinn er að þegar þessi hugmyndafræði verður komin inn í alla þjónustu sem snýr að eldra fólki því þá verður heldur betur gott að eldast á Íslandi. Halla Signý Kristjánsdóttir Þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Eldri borgarar Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili var mikil vinna lögð í breytingu á þjónustu í þágu farsældar barna. Útkoman úr þeirri vinnu voru farsældarlögin svokölluðu og innleiðing á þeim er farin á stað og lofar góðu. Samstarf um aukna þjónustu í þágu farsældar barna er framtíðarstef í velferð barna til að vaxa sem fullgildir einstaklingar í íslensku samfélagi. Þegar þessar breytingar verða að fullu virkjaðar má búast við miklum framförum í þjónustu við börn. Samfella í þjónustu skilar betri niðurstöðu fyrir barnið og samfélagið sjálf. Þeir sem vinna í þjónustu barna hafa fagnað þessari hugarfarsbreytingu sem lengi hefur verið kallað eftir og þegar var farið að talað um að nýta þessa hugmyndafræði þessa fyrir aðra þjónustuhópa. Það hefur nú verið gert Heilbrigðisráðherra ásamt félags- og vinnumarkaðsráðherra ýttu í gær úr vör drög að aðgerðaáætlun til fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk. Um er að ræða heildarendurskoðun þjónustu við aldraða og eru fimm þættir lagðir til grundvallar: Samþætting, virkni, upplýsing, þróun og heimili. Ber verkefnið heitið – Gott að eldast. Líkt og kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið hafa svo sannarlega tekið verkefnið af fullri alvöru upp á sína arma og stendur til að leggja fram þingsályktunartillögu á komandi vorþingi sem felur í sér aðgerðaráætlun um samþættingu á þjónustu við eldra fólk með það að markmiðið að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða samfélagslegt umbótaverkefni sem á að efla þjónustu við eldra fólk og auka samvinnu og samþættingu milli heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu. Þjónusta á forsendum þjónustuþega Þjóðin er að eldast og breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á að samfélagið þurfi að aðlagast með. Við þurfum að leita nýrra og lausnamiðaðri leiða ásamt því að auka samvinnu og samtal. Það er mikilvægt að þjónusta sé veitt þegar hennar er þörf á forsendum fólksins sjálfs. Forvarnir, heilsuefling og endurhæfing spila stórt hlutverk í heilbrigðri öldrun þjóðarinnar til framtíðar. Við viljum að fólki geti látið sig hlakka til efri áranna og síðustu áratugir ævinnar eiga að vera meðal þeirra allra bestu. Það er fátt verðmætara samfélaginu en að viðhalda færni og virkni einstaklingsins. Líkt og með breytingar í þágu farsældar barna er þetta verkefni sem nú er hafið arðbært fyrir þjóðfélagið. En mesti ábatinn er að þegar þessi hugmyndafræði verður komin inn í alla þjónustu sem snýr að eldra fólki því þá verður heldur betur gott að eldast á Íslandi. Halla Signý Kristjánsdóttir Þingmaður Framsóknar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar