Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. desember 2022 08:34 Dagur B. Eggertsson, Einar Þorsteinsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir þegar sitjandi meirihluti var kynntur til sögunnar í vor. Vísir/Vilhelm Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Í tilkynningu frá borginni segir að áætlunin taki mið af nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar og geri ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri, eins og það er orðað. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára 2023-2027. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með afgreiðslu á yfir 100 hagræðingar- og umbótatillögum sem lagðar voru fram við síðari umræðu um áætlunina og fjallað hefur verið um. Niðurstaðan gerir ráð fyrir aðhaldi í rekstri til að styrkja afkomu á rekstri A-hluta borgarsjóðs. „Dregið verður saman í fjárfestingu frá fyrri áætlun en áfram verður kraftur settur í viðhaldsmál og uppbyggingu grænna innviða í vaxandi borg,“ segir einnig. Ennfremur segir að farið verði í margvíslegar aðgerðir til að auka skilvirkni í rekstri og hagræða á öllum sviðum starfsemi borgarinnar með það að markmiði að ekki komi til skerðingar á velferðar- og skólaþjónustu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessa fjárhagsáætlun endurspegla skynsamleg viðbrögð við aðstæðum í efnahagsmálum. „Í kjölfar heimsfaraldurs var farið í markvissar aðgerðir til að sporna gegn atvinnuleysi og farið í miklar fjárfestingar. Nú þegar harðnar aðeins á dalnum rifum við seglin í fjárfestingaráætlun og hagræðum í rekstri,“ segir borgarstjóri og bætir við að eftir sem áður eigi að standa vörð um grunnþjónustu. „Jafnframt er mikilvægt að knýja á um það ásamt öðrum sveitarfélögum á landinu að ríkið tryggi eðlilega og sanngjarna fjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að áætlunin taki mið af nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar og geri ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri, eins og það er orðað. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára 2023-2027. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með afgreiðslu á yfir 100 hagræðingar- og umbótatillögum sem lagðar voru fram við síðari umræðu um áætlunina og fjallað hefur verið um. Niðurstaðan gerir ráð fyrir aðhaldi í rekstri til að styrkja afkomu á rekstri A-hluta borgarsjóðs. „Dregið verður saman í fjárfestingu frá fyrri áætlun en áfram verður kraftur settur í viðhaldsmál og uppbyggingu grænna innviða í vaxandi borg,“ segir einnig. Ennfremur segir að farið verði í margvíslegar aðgerðir til að auka skilvirkni í rekstri og hagræða á öllum sviðum starfsemi borgarinnar með það að markmiði að ekki komi til skerðingar á velferðar- og skólaþjónustu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessa fjárhagsáætlun endurspegla skynsamleg viðbrögð við aðstæðum í efnahagsmálum. „Í kjölfar heimsfaraldurs var farið í markvissar aðgerðir til að sporna gegn atvinnuleysi og farið í miklar fjárfestingar. Nú þegar harðnar aðeins á dalnum rifum við seglin í fjárfestingaráætlun og hagræðum í rekstri,“ segir borgarstjóri og bætir við að eftir sem áður eigi að standa vörð um grunnþjónustu. „Jafnframt er mikilvægt að knýja á um það ásamt öðrum sveitarfélögum á landinu að ríkið tryggi eðlilega og sanngjarna fjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45
„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58