Djúpfölsuð myndbönd að verða vandamál og stjörnurnar farnar að birtast í erótískum senum Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2022 10:31 Djúpfölsuð myndbönd er út um allan veraldarvefinn. Tækin þróast á hraða ljóssins og gervigreind er orðin hluti af daglegu lífi margra. Gervigreind er notuð í svokallaða djúpfölsun en þá er andliti einnar manneskju skeytt á hreyfimynd af annarri. Hér að neðan sjáum við til dæmis myndband af Tom Cruise eða hvað? Hér er um að ræða djúpfalsað myndband og á netinu er gríðarlegt magn af djúpfölsuðum myndböndum. @deeptomcruise I negotiate the best deals with 🐊 ‘s! ♬ Love You So - The King Khan & BBQ Show Tryggvi Elínarson er þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera, stafrænu birtingar- og ráðgjafarfyrirtæki. Hann segir að tæknin á bak við djúpfölsun sé komin á þann stað tæknin er aðgengileg öllum og að fæstir geti borið kennsl á djúpfölsuð myndbönd. „Við erum hreinlega í veldisvexti þegar kemur að þróun tækninnar. Við sjáum alveg ofboðslega hraða framför sérstaklega þegar kemur að gervigreind, gervigreind sem raunverulega framkvæmir þessar djúpfalsanir. Hún gæti tekið myndir og myndbönd af þér, matað eitthvað kerfi og látið hana leika hvaða senu sem er,“ segir Tryggvi. Ekki er einungis hægt að djúpfalsa myndir og myndskeið heldur líka hljóðbrot og raddir. En hver er tilgangurinn með djúpfölsun? Tryggvi segir að gott dæmi hafi birst í nýlegri Star Wars þáttaröð þar sem þessi tækni var notuð til að gera ungan Luke Skywalker raunverulegri og líka þegar kemur að röddinni. En hverjar eru skuggahliðarnar? „Það gefur auga leið að þarna er komin enn ein leiðin til að villa á sér heimildir og þykjast vera annar en maður er. Það sem við óttumst í markaðs og pr bransanum að maður getur látið einhver orð í munn hjá þekktum einstaklingi. Í flestum tilfellum kemur í ljós sama daga eða stuttu seinna að um fölsun sé að ræða en þá er yfirleitt skaðinn skeður.“ Hann segir að það sé ekki auðvelt fyrir hinn almenna borgara að greina hvort um djúpfölsun sé að ræða eða ekki og að eftir því sem tækninni fleygir fram þurfi sérfræðinga til að skera úr um slíkt. „Það sem er líka önnur skuggahlið á þessu er að við sjáum þetta líka leka inn í enn þá óþægilegra svið og stórstjörnur eru að lenda í því að það er verið að setja andlitið á þeim á nektarmyndir og jafnvel heilu erótísku senurnar,“ segir Tryggvi. Hann segir að því meira myndefni sem til er á netinu af einstaklingum, því auðveldara er að djúpfalsa efni af viðkomandi. „Og fyrir vikið, því meira sem við dælum af okkur efni á netið, því auðveldara er hægt að nota okkur í djúpfalsanir.“ Hann segir þó að fólk eins og ég og þú þurfum í það minnsta ekki enn að hafa áhyggjur af slíku, heldur eru áhrifafólk í viðskiptalífinu, stjórnmálamenn og opinberar persónur ættu að hafa auknar áhyggjur af djúpfölsunum. „En á sama tíma erfitt að ætla að það sé ekki til myndefni af þér ef þú ert í pólitík og ef þú ert frægur leikari þá er eðli málsins samkvæmt til efni af þér. Það sem vantar þarna er sterkari löggjöf í kringum þessi mál, hver ber ábyrgð og hverjar eru afleiðingarnar þegar svona kemst upp. Þetta gerist svo ofboðslega hratt að það er hætta að við lendum eftir á, menn mega ekki sitja og bíða því þetta er að gerast á svo miklum ógnarhraða.“ Jafnvel þó tækniframfarir hafi gefið okkur margt, auðveldað lífið og bjargað mannslífum eru margir sem misnota hana. Tryggvi segir að á undanförnum árum hafi borið meira á því að gervigreind sé notuð til þess að stýra samfélagsumræðu í ákveðna átt. „Raunverulega svona gervigreindarspjallmenni eru orðin alveg ofboðslega fær og eiga auðvelt með að haga sér eins og eðlilegur einstaklingur og það er að verða erfitt að greina á milli hvort þetta sé spjallmenni eða ekki.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Tryggvi fer einnig yfir það hvað sé spennandi í þessari nýju tækni. Tækni Ísland í dag Gervigreind Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Hér að neðan sjáum við til dæmis myndband af Tom Cruise eða hvað? Hér er um að ræða djúpfalsað myndband og á netinu er gríðarlegt magn af djúpfölsuðum myndböndum. @deeptomcruise I negotiate the best deals with 🐊 ‘s! ♬ Love You So - The King Khan & BBQ Show Tryggvi Elínarson er þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera, stafrænu birtingar- og ráðgjafarfyrirtæki. Hann segir að tæknin á bak við djúpfölsun sé komin á þann stað tæknin er aðgengileg öllum og að fæstir geti borið kennsl á djúpfölsuð myndbönd. „Við erum hreinlega í veldisvexti þegar kemur að þróun tækninnar. Við sjáum alveg ofboðslega hraða framför sérstaklega þegar kemur að gervigreind, gervigreind sem raunverulega framkvæmir þessar djúpfalsanir. Hún gæti tekið myndir og myndbönd af þér, matað eitthvað kerfi og látið hana leika hvaða senu sem er,“ segir Tryggvi. Ekki er einungis hægt að djúpfalsa myndir og myndskeið heldur líka hljóðbrot og raddir. En hver er tilgangurinn með djúpfölsun? Tryggvi segir að gott dæmi hafi birst í nýlegri Star Wars þáttaröð þar sem þessi tækni var notuð til að gera ungan Luke Skywalker raunverulegri og líka þegar kemur að röddinni. En hverjar eru skuggahliðarnar? „Það gefur auga leið að þarna er komin enn ein leiðin til að villa á sér heimildir og þykjast vera annar en maður er. Það sem við óttumst í markaðs og pr bransanum að maður getur látið einhver orð í munn hjá þekktum einstaklingi. Í flestum tilfellum kemur í ljós sama daga eða stuttu seinna að um fölsun sé að ræða en þá er yfirleitt skaðinn skeður.“ Hann segir að það sé ekki auðvelt fyrir hinn almenna borgara að greina hvort um djúpfölsun sé að ræða eða ekki og að eftir því sem tækninni fleygir fram þurfi sérfræðinga til að skera úr um slíkt. „Það sem er líka önnur skuggahlið á þessu er að við sjáum þetta líka leka inn í enn þá óþægilegra svið og stórstjörnur eru að lenda í því að það er verið að setja andlitið á þeim á nektarmyndir og jafnvel heilu erótísku senurnar,“ segir Tryggvi. Hann segir að því meira myndefni sem til er á netinu af einstaklingum, því auðveldara er að djúpfalsa efni af viðkomandi. „Og fyrir vikið, því meira sem við dælum af okkur efni á netið, því auðveldara er hægt að nota okkur í djúpfalsanir.“ Hann segir þó að fólk eins og ég og þú þurfum í það minnsta ekki enn að hafa áhyggjur af slíku, heldur eru áhrifafólk í viðskiptalífinu, stjórnmálamenn og opinberar persónur ættu að hafa auknar áhyggjur af djúpfölsunum. „En á sama tíma erfitt að ætla að það sé ekki til myndefni af þér ef þú ert í pólitík og ef þú ert frægur leikari þá er eðli málsins samkvæmt til efni af þér. Það sem vantar þarna er sterkari löggjöf í kringum þessi mál, hver ber ábyrgð og hverjar eru afleiðingarnar þegar svona kemst upp. Þetta gerist svo ofboðslega hratt að það er hætta að við lendum eftir á, menn mega ekki sitja og bíða því þetta er að gerast á svo miklum ógnarhraða.“ Jafnvel þó tækniframfarir hafi gefið okkur margt, auðveldað lífið og bjargað mannslífum eru margir sem misnota hana. Tryggvi segir að á undanförnum árum hafi borið meira á því að gervigreind sé notuð til þess að stýra samfélagsumræðu í ákveðna átt. „Raunverulega svona gervigreindarspjallmenni eru orðin alveg ofboðslega fær og eiga auðvelt með að haga sér eins og eðlilegur einstaklingur og það er að verða erfitt að greina á milli hvort þetta sé spjallmenni eða ekki.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Tryggvi fer einnig yfir það hvað sé spennandi í þessari nýju tækni.
Tækni Ísland í dag Gervigreind Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira