Fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. desember 2022 18:40 Bendir Guðríður á að staða barna fari versnandi og á slíkum tímum þurfi að efla þjónustu við börn sem sé brýnt samfélagslegt hagsmunamál Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna. Fram hefur komið að ráðast eigi í umfangsmikinn niðurskurð hjá Reykjavíkurborg á næsta ári samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Í opnu bréfi til borgarstjóra segir Guðríður Bolladóttir umboðsmaður barna að ljóst sé að fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna í Reykjavíkurborg og eigi það ekki síst við um þau börn sem þegar búa við fátækt og erfiðar félagslegar aðstæður og eiga nú á hættu frekari skerðingu lífsgæða og tækifæra. Nauðsynlegt að undirbúa börn fyrir framtíðarþátttöku á vinnumarkaði Bendir Guðríður á að staða barna fari versnandi og á slíkum tímum þurfi að efla þjónustu við börn sem sé brýnt samfélagslegt hagsmunamál, en hlutverk sveitarfélaga sé að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna og mæta þörfum þeirra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt umleið og þörf krefur. Guðríður gagnrýnir meðal annars niðurskurðartillögu sem felur í sér breytingar á rekstri Vinnuskóla Reykjavíkur, en þar kemur fram að auka eigi vinnu barna í Vinnuskólanum við umhirðu og garðyrkju en minnka á fræðslu og námskeið á móti. Hvetur hún Reykjavíkurborg til að veita þannig börnum nauðsynlegan undirbúning fyrir framtíðarþátttöku þeirra á vinnumarkaði. „Þó svo að vinnuskólinn sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga er ljóst að í starfsemi hans ber að uppfylla þau meginmarkmið vinnuskólans um að gefa börnum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu. Það viðmið Reykjavíkurborgar í sparnaðarskyni að fræðsla í vinnuskólanum eigi að taka mið af því sem gildir á almennum vinnumarkaði er algjörlega ótækt, enda er meirihluti þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði fullorðið fólk, sem býr yfir þekkingu, lífsreynslu, þroska og menntun sem börn búa ekki yfir.“ Á meðal niðurskurðartillagna Reykjavíkurborgar eru breytingar á innkaupum á matvælum í leikskólum en lækka á fjárheimildir Skóla- og frístundasviðs um 100.000 þ. kr. af því tilefni. Bendir Guðríður á að alfarið sé um niðurskurð að ræða. „Ekkert hefur komið fram um það hvernig tryggja eigi börnum á mikilvægu vaxtar- og þroskaskeiði, máltíðir í leikskólum með góðri og hollri næringu, fyrir minna fjármagn.“ Kröfur Barnasáttmálans ekki uppfylltar Þá gagnrýnir Guðríður tillögur borgarstjórnar um að loka Siglunesi, og bendir á að um sé að ræða rótgróna starfsemi sem um langt skeið hefur gert fjölda barna kleift að njóta útiveru og læra siglingar, og tekur umboðsmaður barna undir þá gagnrýni. „Fram hefur komið að tillagan verði tekin til frekari skoðunar og jafnvel endurskoðunar og ljóst er að sú tillaga ásamt framangreindum tillögum sem og öðrum niðurskurðartillögum sem varða börn með beinum hætti, uppfylla ekki kröfur Barnasáttmálans, um skýrleika, gagnsæi, jafnræði, vandaðan undirbúning og samráð við börn og aðila sem vinna með og fyrir börn.“ Þá tekur Guðríður fram að Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að vera barnvænt sveitarfélag, sem feli það í sér að borgaryfirvöldum ber að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að réttindi þau sem viðurkennd eru í Barnasáttmálanum komi til framkvæmda. „Meðal þess sem Barnasáttmálinn gerir kröfu um er að allar ákvarðanir sem varða börn séu teknar út frá því sem þeim er fyrir bestu, að börn fái að taka þátt í ákvarðanatöku sem varðar þau, og að mat sé lagt á allar tillögur og breytingar sem geta haft áhrif á börn, út frá hagsmunum þeirra, réttindum og þörfum.“ Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Fram hefur komið að ráðast eigi í umfangsmikinn niðurskurð hjá Reykjavíkurborg á næsta ári samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Í opnu bréfi til borgarstjóra segir Guðríður Bolladóttir umboðsmaður barna að ljóst sé að fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna í Reykjavíkurborg og eigi það ekki síst við um þau börn sem þegar búa við fátækt og erfiðar félagslegar aðstæður og eiga nú á hættu frekari skerðingu lífsgæða og tækifæra. Nauðsynlegt að undirbúa börn fyrir framtíðarþátttöku á vinnumarkaði Bendir Guðríður á að staða barna fari versnandi og á slíkum tímum þurfi að efla þjónustu við börn sem sé brýnt samfélagslegt hagsmunamál, en hlutverk sveitarfélaga sé að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna og mæta þörfum þeirra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt umleið og þörf krefur. Guðríður gagnrýnir meðal annars niðurskurðartillögu sem felur í sér breytingar á rekstri Vinnuskóla Reykjavíkur, en þar kemur fram að auka eigi vinnu barna í Vinnuskólanum við umhirðu og garðyrkju en minnka á fræðslu og námskeið á móti. Hvetur hún Reykjavíkurborg til að veita þannig börnum nauðsynlegan undirbúning fyrir framtíðarþátttöku þeirra á vinnumarkaði. „Þó svo að vinnuskólinn sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga er ljóst að í starfsemi hans ber að uppfylla þau meginmarkmið vinnuskólans um að gefa börnum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu. Það viðmið Reykjavíkurborgar í sparnaðarskyni að fræðsla í vinnuskólanum eigi að taka mið af því sem gildir á almennum vinnumarkaði er algjörlega ótækt, enda er meirihluti þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði fullorðið fólk, sem býr yfir þekkingu, lífsreynslu, þroska og menntun sem börn búa ekki yfir.“ Á meðal niðurskurðartillagna Reykjavíkurborgar eru breytingar á innkaupum á matvælum í leikskólum en lækka á fjárheimildir Skóla- og frístundasviðs um 100.000 þ. kr. af því tilefni. Bendir Guðríður á að alfarið sé um niðurskurð að ræða. „Ekkert hefur komið fram um það hvernig tryggja eigi börnum á mikilvægu vaxtar- og þroskaskeiði, máltíðir í leikskólum með góðri og hollri næringu, fyrir minna fjármagn.“ Kröfur Barnasáttmálans ekki uppfylltar Þá gagnrýnir Guðríður tillögur borgarstjórnar um að loka Siglunesi, og bendir á að um sé að ræða rótgróna starfsemi sem um langt skeið hefur gert fjölda barna kleift að njóta útiveru og læra siglingar, og tekur umboðsmaður barna undir þá gagnrýni. „Fram hefur komið að tillagan verði tekin til frekari skoðunar og jafnvel endurskoðunar og ljóst er að sú tillaga ásamt framangreindum tillögum sem og öðrum niðurskurðartillögum sem varða börn með beinum hætti, uppfylla ekki kröfur Barnasáttmálans, um skýrleika, gagnsæi, jafnræði, vandaðan undirbúning og samráð við börn og aðila sem vinna með og fyrir börn.“ Þá tekur Guðríður fram að Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að vera barnvænt sveitarfélag, sem feli það í sér að borgaryfirvöldum ber að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að réttindi þau sem viðurkennd eru í Barnasáttmálanum komi til framkvæmda. „Meðal þess sem Barnasáttmálinn gerir kröfu um er að allar ákvarðanir sem varða börn séu teknar út frá því sem þeim er fyrir bestu, að börn fái að taka þátt í ákvarðanatöku sem varðar þau, og að mat sé lagt á allar tillögur og breytingar sem geta haft áhrif á börn, út frá hagsmunum þeirra, réttindum og þörfum.“
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira