Spá 9,6 prósent verðbólgu í desember Bjarki Sigurðsson skrifar 8. desember 2022 15:40 Því er spáð að verðbólga hækki um þrjú prósentustig. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan hækki um þrjú prósentu stig í desember og verði 9,6 prósent. Þá er því spáð að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,55 prósent milli mánaða. Þrír undirliðir hafa hvað mest áhrif á spáða hækkun. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr í dag. Þar kemur fram að VNV hafi hækkað um 0,29 prósent í nóvember og að verðbólga hafi hjaðnað úr 9,4 prósentum í 9,3 prósent. Niðurstöðurnar voru svipaðar og deildin átti von á. Bankinn telur að þrír undirliðir muni hafa mest áhrif á hækkandi VNV. Það eru reiknuð húsaleiga sem spáð er að hækki um 0,6 prósent milli mánaða, kaup á nýjum bílum sem hækki um 1,3 prósent milli mánaða og flugfargjöld sem hækki um 19,5 prósent milli mánaða. Þessir þrír undirliðir skýra 0,57 prósentustig af 0,68 prósenta hækkun VNV eða alls 78 prósent. Fasteignaverð kemur beint inn í útreikning Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í gegnum reiknað endurgjald vegna búsetu í eigin húsnæði. „Mikil hækkun á húsnæðisverði hefur verið einn megindrifkraftur verðbólgunnar undanfarið ár. Þegar mest gekk á í sumar fór hækkun á markaðsverði húsnæðis, sem Hagstofan mælir og notar í útreikningi á reiknaðri húsaleigu, hæst í 3,2% milli mánaða og tæplega 25% milli ára. Beint framlag húsnæðisverðs til vísitölu neysluverðs fór hæst í 4,2 prósentustig í ágúst og skýrði þá rétt yfir 40% af ársverðbólgunni,“ segir í Hagsjánni. Í haust sáust fyrst merki þess að byrjað væri að hægja á markaðnum. Í september stóð markaðsverð húsnæðis í stað og hækkaði það í október og nóvember. Þrátt fyrir þessar hækkanir gerir bankinn ráð fyrir því að loks sé farið að hægjast um á markaðnum. „Þó er það svo, að eftir að hafa haft áhrif til lækkunar samfellt síðan í janúar 2018, hefur framlag vaxtabreytinga verið til hækkunar síðustu þrjá mánuði. Við eigum von á að svo verði áfram og að á næstu mánuðum muni framlag vaxtabreytinga til hækkunar aukast nokkuð,“ segir í Hagsjánni. Neytendur Verðlag Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr í dag. Þar kemur fram að VNV hafi hækkað um 0,29 prósent í nóvember og að verðbólga hafi hjaðnað úr 9,4 prósentum í 9,3 prósent. Niðurstöðurnar voru svipaðar og deildin átti von á. Bankinn telur að þrír undirliðir muni hafa mest áhrif á hækkandi VNV. Það eru reiknuð húsaleiga sem spáð er að hækki um 0,6 prósent milli mánaða, kaup á nýjum bílum sem hækki um 1,3 prósent milli mánaða og flugfargjöld sem hækki um 19,5 prósent milli mánaða. Þessir þrír undirliðir skýra 0,57 prósentustig af 0,68 prósenta hækkun VNV eða alls 78 prósent. Fasteignaverð kemur beint inn í útreikning Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í gegnum reiknað endurgjald vegna búsetu í eigin húsnæði. „Mikil hækkun á húsnæðisverði hefur verið einn megindrifkraftur verðbólgunnar undanfarið ár. Þegar mest gekk á í sumar fór hækkun á markaðsverði húsnæðis, sem Hagstofan mælir og notar í útreikningi á reiknaðri húsaleigu, hæst í 3,2% milli mánaða og tæplega 25% milli ára. Beint framlag húsnæðisverðs til vísitölu neysluverðs fór hæst í 4,2 prósentustig í ágúst og skýrði þá rétt yfir 40% af ársverðbólgunni,“ segir í Hagsjánni. Í haust sáust fyrst merki þess að byrjað væri að hægja á markaðnum. Í september stóð markaðsverð húsnæðis í stað og hækkaði það í október og nóvember. Þrátt fyrir þessar hækkanir gerir bankinn ráð fyrir því að loks sé farið að hægjast um á markaðnum. „Þó er það svo, að eftir að hafa haft áhrif til lækkunar samfellt síðan í janúar 2018, hefur framlag vaxtabreytinga verið til hækkunar síðustu þrjá mánuði. Við eigum von á að svo verði áfram og að á næstu mánuðum muni framlag vaxtabreytinga til hækkunar aukast nokkuð,“ segir í Hagsjánni.
Neytendur Verðlag Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira