Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 16:39 Frá mótmælum fyrir utan sendiráð Írans í Berlín í dag. AP/Joerg Carstensen Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. Mótmælin, sem beinast gegn klerkastjórn Írans, hófust um miðjan september eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi lögreglunnar þar í landi og beindust í fyrstu að siðferðislögreglu ríkisins. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hafa þú undið upp á sig og eru einhver stærsta ógn sem klerkastjórn Írans stendur frammi fyrir frá byltingunni sem kom henni til valda árið 1979. Klerkastjórnin hefur sakað erlendar ríkisstjórnir um ýta undir óöldina í Íran en hafa hingað til ekki getað fært sannanir fyrir því. Sjá einnig: Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að minnst tólf aðilar hafi hingað til verið dæmdir til dauða fyrir þátttöku í mótmælunum. Réttarhöldin gegn mótmælendum hafa verið harðlega gagnrýnd á heimsvísu en þau fara fram fyrir luktum dyrum. Sakborningarnir fá ekki að velja sér lögmenn og þeir fá ekki einu sinni að sjá sönnunargögnin gegn sér. Shekari var ákærður fyrir að loka umferð um götu og ráðast á meðlim öryggissveita Írans með sveðju. Hann var handtekinn þann 25. september og dæmdur til dauða þann 20. nóvember eftir að hafa verið ákærður fyrir að „heyja stríð gegn guði,“ samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran Í frétt Guardian segir að meðlimir öryggissveita í Íran hafi verið að skjóta á mótmælendur með haglabyssum. Reglulega sjáist konur með öðruvísi sár en menn eftir mótmæli í Íran. Sjúkraliðar hafi sagt í viðtölum að mikið af konum hafi særst á andliti, brjóstum og kynfærum á undanförnum dögum. Menn fá oftar sár á fótum og á baki. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50 Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33 Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Mótmælin, sem beinast gegn klerkastjórn Írans, hófust um miðjan september eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi lögreglunnar þar í landi og beindust í fyrstu að siðferðislögreglu ríkisins. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hafa þú undið upp á sig og eru einhver stærsta ógn sem klerkastjórn Írans stendur frammi fyrir frá byltingunni sem kom henni til valda árið 1979. Klerkastjórnin hefur sakað erlendar ríkisstjórnir um ýta undir óöldina í Íran en hafa hingað til ekki getað fært sannanir fyrir því. Sjá einnig: Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að minnst tólf aðilar hafi hingað til verið dæmdir til dauða fyrir þátttöku í mótmælunum. Réttarhöldin gegn mótmælendum hafa verið harðlega gagnrýnd á heimsvísu en þau fara fram fyrir luktum dyrum. Sakborningarnir fá ekki að velja sér lögmenn og þeir fá ekki einu sinni að sjá sönnunargögnin gegn sér. Shekari var ákærður fyrir að loka umferð um götu og ráðast á meðlim öryggissveita Írans með sveðju. Hann var handtekinn þann 25. september og dæmdur til dauða þann 20. nóvember eftir að hafa verið ákærður fyrir að „heyja stríð gegn guði,“ samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran Í frétt Guardian segir að meðlimir öryggissveita í Íran hafi verið að skjóta á mótmælendur með haglabyssum. Reglulega sjáist konur með öðruvísi sár en menn eftir mótmæli í Íran. Sjúkraliðar hafi sagt í viðtölum að mikið af konum hafi særst á andliti, brjóstum og kynfærum á undanförnum dögum. Menn fá oftar sár á fótum og á baki.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50 Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33 Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24
Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50
Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33
Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent